Spælingar: útlit

fimmtudagur, ágúst 03, 2006

útlit




Hérna áður fyrr á öldum var stéttaskipting í hinum margumtalaða vestræna heimi, til dæmis Bretlandi, mjög svo áberandi á allan hátt. Fólk lifði næstum því aðskildu lífi eftir stéttum. Hver og einn hafði sitt ákveðna rými eftir því af hvaða stétt hann var og það rými var stærra eftir því sem stéttin var "hærri". Ekki nóg með það, heldur var líka hægt að sjá hvaða stétt viðkomandi tilheyrði með því að skoða útlit hans/hennar.

Þeir sem voru ríkir báru það með sér, þeir/þær voru jafnan feit, föl og klædd í íburðarmikil föt. Hýrðust í stórum herbergjum með þungum gardínum eða hentust um á hestum um tún og breið engi.
Fátækir voru yfirleitt ekki vel í holdum, oft sólbrún eftir mikla útiveru og klædd í mikið notuð föt.

Aðskilnaðurinn var því bæði líkamlegur og andlegur og rýmislegur. Því er vel hægt að viðhalda í stórum samfélögum þar sem nóg er plássið og nóg er af fólki til að skipa í hina ýmsu hópa.

Enn þann dag í dag er náttúrulega heilmikil stéttaskipting og hana má greina eftir klæðaburði og fleiru í fari fólks, en á Íslandi er þessu svolítið öðruvísi farið, að mér finnst.

Ég tel að þessi litli rembingspúki sem allt of margir burðast með sé til kominn vegna þess hve fámenn við erum og hversu náið við lifum með hvert öðru.
Í stærri löndum er Hollywood svo langt í burtu og margir stíga þangað aldrei fæti en á Íslandi er Hollywood út um allt, í húsinum við hliðina á þér, í röðinni á undan þér í búðinni eða hreinlega að fara fram fyrir þig í röðinni inn á Kaffibarinn eða Prikið.

Ég er með kenningu um þetta allt saman. Það er þessi nálægð sem gerir það að verkum að okkur finnst við bara þremur kílóum og einu líkamsræktarkorti plús einu til fimm lánum frá þessari Hollywood-hamingju. Þaðan er kominn þessi rembingur og með hjálp Klám B og Glitri er Hollywood eins konar meindýr er herjar á landið.

Það geta allir keypt sér úlpu upp á 50.000 kr í Comme des garcons-búðinni í Mýrargötu munurinn er bara sá að það hafa ekki allir efni á henni.

Allavega, ákveð bara að deila þessari "rétt-fyrir-svefninn" spælingu með ykkur hinum!!

kv,
VBG

ps. henti í gær bol einum sem framleiddur var í Ísrael, held að börnunum í Líbanon líði mun betur....

7 Comments:

Blogger Guðrún Vald. said...

Vá þetta er alveg rétt hjá þér, ég held nefninlega að ameríski draumurinn um að "allir geta meikað það" eigi betur við okkur íslendinga heldur en þá útí heimi. Hérna geta allir orðið frægir og ríkir með tiltölulega lítilli fyrirhöfn.

3:59 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

hæhæ, var að bæta við fullt af skemmtilegum og áhugaverðu linkum fyrir áhugasama, þeir eru flestir í boða Magga nokkurs slam!!!

8:59 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Góður penni ertu mín kæra. Er sammála þessu með rembinginn, er alveg að farast, held að það mætti alveg slaka á þessu harðlífi.
Afslappaður niðurgangur gæti verið þægilegri....

4:50 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Já kúlrembingurinn hérna er ógeð!


Mér finnst roaleg aáhugavert hvernig fólk getur notað lúkk og þannig til að skapa sig.

En hvað er fólk að reyna að vera eða þykjast ver?

Ekkert sem mér þykir sérstaklega áhugavert eða virðingarvert..
Það er oft svo sorglega lítið bakvið kúlið...
Enda held ég að auðmýkt hjálpi manni að vera opinn og læra þannig stöðugt eithvað nýtt og svoleiðis... lokar kúlið ekki soltið á það?

en já frábær spælingasíða!

og takk fyrir súkkulaðið rúmí! svo sætt! :)

6:05 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

haha ruglaðist..
sorry valdís
en takk til þín fyrir gómsætu pizzuna! hún var æði!
hlakka til að sjá þig á þriðjudag!

6:06 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég er svo heppinn með það að ég þarf ekkert að rembast til að vera kúl. Ég er það bara. Ógó svalur sko.
Fatta ekki þessar týpur sem e-d þúst reyna allt hvað þær geta til að vera kúl og versla svo í J&J! OMG skiluru.

3:57 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Kræst mar!!!!

5:19 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home