"privacy is a jewel"
Algengasta spurningin sem ég fékk eftir ferð mína til Íran var eitthvað á þessa leið:
Var ekki óþægilegt að vera með blæju?
Mér fannst þessi spurning stundum ótrúlega pirrandi og stundum eiginlega bara svolítið fyndin.
Ég hef svo sem ekkert verið að hugsa mikið um þessa spurningu en er að lesa bók um blæjuna sem stendur og þar kemur margt mjög svo merkilegt fram sem hefur breytt viðhorfum mínum enn frekar.
Fyrir svona um einu og hálfu til tveimur árum síðan hélt ég því fram að blæjan væri ekkert nema kúgun og ekki væri hægt að afsaka það eða útskýra á neinn hátt. Svo eftir mjög svo gáfulegar umræður við mína mjög svo gáfuðu vinkonu Elínabös sem og námskeið er ber heitið Mannfræði Miðausturlanda mildaðist ég í þessari afstöðu minni og viðurkenndi fyrir sjálfri mér að líklega hefði blæjan ekki bara þann tilgang að kúga konur.
Áður en ég las þessa blessuðu blæjubók þá fannst mér blæjan samt sem áður, þegar öllu er á botninn hvolft, snúast um einhvers konar óréttlæti gagnvart konum, um einhvers konar valdsviptingu á vali kvenna til klæðaburðar en viti menn ég hef enn og aftur skipt um skoðun....ég hélt ég hefði séð ljósið en það var líklega bara villt eldfluga...
Ein kenningin sem kemur fram í bókinni er sú að í raun veiti blæjan konum ákveðið vald. Valdið til að velja hver fær að sjá þær og hver ekki, þær geta hins vegar séð hvern sem þær vilja. Kenningin talar um að konur sem bera blæju hafi þau forréttindi að geta varðveitt einkalíf sitt á opinberum vettvangi. Þetta sé því ákveðin leið til að útiloka karlmenn.
Mér finnst margt til í þessu. Í sumum múslimasamfélögum (sem og öðrum samfélögum) er híbýlum fólks skipt upp í innra og ytra rými. Höfundur bókarinnar útskýrir hvernig karlmönnum (allavega ókunnugum) er meinaður aðgangur að innra rýminu þar sem konurnar dvelja hvað mest. Konurnar mega kannski ekki sitja með körlunum en þær hafa aðgang að ytra rýminu öfugt við karlana.
Annað dæmi sem hún nefnir er ferð ungs Egypta til "borgarinnar" í leit að brúður. Hann heimsækir hús stúlku einnar og er boðið að setjast í stofuna og bíða eftir húsbóndanum. Þar sem hann situr og fyllist af stressi heyrir hann út undan sér hlátur og hvísl. Hann gerði sér grein fyrir því að þetta var brúðurin og vinkonur/systur hennar. Hún hafði þau forréttindi að geta kíkt á hann en hann mátti hvorki fara inn á hennar svæði né gat hann séð hvað bjó bak við blæjuna.
Lokahnikkur þessarar ofsafengnu menntaræðu minnar snýst um karlmenn sem "blæja sig" en afar lítið hefur verið skrifað um þá, að því er höfundur segir.
Höfundurinn nefnir að Spámaðurinn hafi sjálfur mætt til fundar við fólk með andlitsblæju og tel ég harla ólíklegt að hann hafi verið mjög kúgaður af eiginkonum sínum. Blæjan var á þeim tímum eins konar forréttindi, svona líkt og að vera "fastagestur" á Sirkus.
Einnig má benda á það að erfitt hefur reynst að tengja uppruna blæjunnar við Íslam og höfundur rekur hverja söguna á fætur annarri þess efnis.
Getum við því ekki bara losað okkur við þessa helvítis blæjufóbíu, þar sem allar best þekktu yfirlýsingarnar sem hrætt fólk hefur haldið í eru úldnar og rotnar inn að beini.
Karlar ganga líka með blæju (gætum jafnvel gengið svo langt að líkja skeggvexti og tilgangi hans við blæju, sbr. Afghanistan)
Blæjan tilheyrir ekki bara Mið-Austurlöndum né Íslam(konur innan rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar eru sumar hverjar með blæju er þær ganga til kirkju).
Og það getur líka bara verið kostur að vera með blæju.
Ég þakka gott hljóð,
over and out,
VBG
Var ekki óþægilegt að vera með blæju?
Mér fannst þessi spurning stundum ótrúlega pirrandi og stundum eiginlega bara svolítið fyndin.
Ég hef svo sem ekkert verið að hugsa mikið um þessa spurningu en er að lesa bók um blæjuna sem stendur og þar kemur margt mjög svo merkilegt fram sem hefur breytt viðhorfum mínum enn frekar.
Fyrir svona um einu og hálfu til tveimur árum síðan hélt ég því fram að blæjan væri ekkert nema kúgun og ekki væri hægt að afsaka það eða útskýra á neinn hátt. Svo eftir mjög svo gáfulegar umræður við mína mjög svo gáfuðu vinkonu Elínabös sem og námskeið er ber heitið Mannfræði Miðausturlanda mildaðist ég í þessari afstöðu minni og viðurkenndi fyrir sjálfri mér að líklega hefði blæjan ekki bara þann tilgang að kúga konur.
Áður en ég las þessa blessuðu blæjubók þá fannst mér blæjan samt sem áður, þegar öllu er á botninn hvolft, snúast um einhvers konar óréttlæti gagnvart konum, um einhvers konar valdsviptingu á vali kvenna til klæðaburðar en viti menn ég hef enn og aftur skipt um skoðun....ég hélt ég hefði séð ljósið en það var líklega bara villt eldfluga...
Ein kenningin sem kemur fram í bókinni er sú að í raun veiti blæjan konum ákveðið vald. Valdið til að velja hver fær að sjá þær og hver ekki, þær geta hins vegar séð hvern sem þær vilja. Kenningin talar um að konur sem bera blæju hafi þau forréttindi að geta varðveitt einkalíf sitt á opinberum vettvangi. Þetta sé því ákveðin leið til að útiloka karlmenn.
Mér finnst margt til í þessu. Í sumum múslimasamfélögum (sem og öðrum samfélögum) er híbýlum fólks skipt upp í innra og ytra rými. Höfundur bókarinnar útskýrir hvernig karlmönnum (allavega ókunnugum) er meinaður aðgangur að innra rýminu þar sem konurnar dvelja hvað mest. Konurnar mega kannski ekki sitja með körlunum en þær hafa aðgang að ytra rýminu öfugt við karlana.
Annað dæmi sem hún nefnir er ferð ungs Egypta til "borgarinnar" í leit að brúður. Hann heimsækir hús stúlku einnar og er boðið að setjast í stofuna og bíða eftir húsbóndanum. Þar sem hann situr og fyllist af stressi heyrir hann út undan sér hlátur og hvísl. Hann gerði sér grein fyrir því að þetta var brúðurin og vinkonur/systur hennar. Hún hafði þau forréttindi að geta kíkt á hann en hann mátti hvorki fara inn á hennar svæði né gat hann séð hvað bjó bak við blæjuna.
Lokahnikkur þessarar ofsafengnu menntaræðu minnar snýst um karlmenn sem "blæja sig" en afar lítið hefur verið skrifað um þá, að því er höfundur segir.
Höfundurinn nefnir að Spámaðurinn hafi sjálfur mætt til fundar við fólk með andlitsblæju og tel ég harla ólíklegt að hann hafi verið mjög kúgaður af eiginkonum sínum. Blæjan var á þeim tímum eins konar forréttindi, svona líkt og að vera "fastagestur" á Sirkus.
Einnig má benda á það að erfitt hefur reynst að tengja uppruna blæjunnar við Íslam og höfundur rekur hverja söguna á fætur annarri þess efnis.
Getum við því ekki bara losað okkur við þessa helvítis blæjufóbíu, þar sem allar best þekktu yfirlýsingarnar sem hrætt fólk hefur haldið í eru úldnar og rotnar inn að beini.
Karlar ganga líka með blæju (gætum jafnvel gengið svo langt að líkja skeggvexti og tilgangi hans við blæju, sbr. Afghanistan)
Blæjan tilheyrir ekki bara Mið-Austurlöndum né Íslam(konur innan rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar eru sumar hverjar með blæju er þær ganga til kirkju).
Og það getur líka bara verið kostur að vera með blæju.
Ég þakka gott hljóð,
over and out,
VBG
3 Comments:
*Heyr heyr!!!! Sjúff sjúff!!! ...eins og það myndi útleggjast á arabísku...mér finnst þetta vera vert umhugsunarefni, sérstaklega í ljósi þess að einblínt er á blæjuna sem kúgunartæki en ekki hver hin "raunverulega" kúgun er, það er að segja, ef blæjan væri á bak og burt væri enn ákveðið misrétti gagnvart konum, sem fyrirfinnst á velflestum stöðum jarðarkringlunnar. Til dæmis hvað varðar fjárhaglegt öryggi, tækifæri til atvinnu og að velja sér starf, almenna virðingu, sanngjörn laun osfr. Það misrétti hverfur ekki í einni svipan með blænum sem blæjan myndi feykja, væri henni svipt af fyrir fullt og allt.
I hear ya sister!!!
Æ ég held ég væri alveg til í að vappa um með blæju stundum
hey, gaman að heyra frá Dísu skvísu!!! Var eimitt að skoða myndir af þínum mjög svo myndarlegu mönnum um daginn;)
Skrifa ummæli
<< Home