I wish America knew how to quit you!!!
Ég er svo heppin að hafa aldrei líkað það illa við neinn að ég geti sagst hafa hatað viðkomandi en Bush BNA-forseti kemst hvað næst því með ríkisstjórn Ísraels fast á hæla sér.
Ummæli forsetans við Tony Blair sem áttu sér stað nálægt míkrafóni einum er gleymst hafði að slökkva á fengu mig til hugsa um hvernig stórar ákvarðanir varðandi heimspólitík og framtíð landa eru teknar.
Þarna voru tveir mjög áhrifamiklir menn að spjalla um stríð sem tekið hefur yfir 200 líf óbreyttra borgara á um það bil viku. Talandinn og fas þeirra var þó meira í ætt við umræðu tveggja heimilisfeðra um úrslit heimsmeistarakeppninnar og atvikið með Zinedine Zidane.
Eitthvað fannst mér óhugnalegt við hvað málin voru rædd af miklu áreynsluleysi.
Merkilegt fannst mér líka hvað Bush sagði.
Hann sagði að hvorki ríkisstjórn Ísraels né ríkisstjórn Líbanons yrði kennt um.
Ó, bíddu hverjum þá? Leyf mér að giska Írönum kannski!!?
Írönsk yfirvöld hafa lýst yfir stuðningi við Hizbollah og aðgerðir þeirra og selt þeim vopn en það hafa Kínverjar líka gert!
Mogginn fer líka yfir þessi mál í dag og kemst að svipaðri niðurstöðu en bætir þó réttilega við að auðvita þurfi BNA-ríkastjórn líka að hætta stuðningi sínum við Ísraels-stjórn. Góður punktur!!! En eins og staðan er í dag finnst mér mikilvægara að BNA-stjórn hætti sínum öfgafulla stuðningi við aðgerðir Ísraels-stjórnar en hitt.
Munurinn er þó nokkur.
Hizbollah eru samtök sem margir flokka undir hryðjuverkasamtök en eiga þó kjörna fulltrúa á þingi en ríkisstjórn Ísraels var kosin lýðræðislega og meirihlutinn styður þessar aðgerðir (og ekki gleyma ummælum Olmert um hversu sársaukafullar þær eiga að vera).
Tölur um mannfall segja líka ýmislegt. Hizbollah hafa kannski yfir meiri tækni að búa en Ísraels-her bjóst við en það er þó ekkert í líkingu við það sem Ísraels-her hefur sjálfur yfir að ráða.
Það þýðir ekki alltaf að kenna íbúum Miðausturlanda um ófriðinn sem þar hefur ríkt og heldur áfram að ríkja, það finnst mér ábyrgðarleysi af hálfu heimsvalda og fyrrverandi nýlenduherra og eiginlega bara hroki líka.
Lokaorð:
HELVÍTIS KÚREKAR!!!
sólskinskveðjur,
valdís
5 Comments:
Já, mér dauðbrá í dag þegar ég sá forsíðu moggans, búin að vera sambandslaus við umheiminn í nokkra daga og þá er ísraelski herinn búin að myrða rúmlega tvöhundruð manns! Þetta er fáránlegt, en svo er spurning hvort Sýrlenskum stjórnvöldum verði ekki kennt um þetta allt saman?
En ekki gleyma að BNA-ríkisstjórn sagði að ísraelski herinn þyrfti að gæta hófs í aðgerðum sínum. Hvað þýðir það, að ekki megi drepa meira en 1000 manns eða...?
Það er einkennilegt þegar forseti Bandaríkjanna græðir persónulega á stríðum í sambandi við olíuna sína.
En persónulega held ég að hann sitji við skrifborðið sitt með nokkra tindáta og sé að leika sér, og samstarfsmenn hans taki því sem fyrirmælum um hvað eigi að gera, því hann veit ekkert hvað er að gerast, né hvað Ísrael og Hizbollah eiginlega er.
sammála seinasta ræðumanni og sérstaklega seinasti orði seinasta ræðumanns!!!
og ekki gleyma...
"may Cod continue to bless Iceland"!!!
Bendi á forsíðufrétt Moggans í dag þar sem Bush neitaði að skrifa undir lög sem leyfa auknar stofnfrumurannsóknir vegna þess að hann telur "allt líf svo heilagt að ekki megi eyða því".
Finnst einhverjum öðrum en mér þetta vera kaldhæðnislegt í ljósi atburða í síðustu ára?
Maður fær nú bara hroll þegar maður les um þetta.
Skrifa ummæli
<< Home