Spælingar: könnun....

fimmtudagur, júlí 26, 2007

könnun....

Mig langar að leggja fyrir ykkur, vini mína, könnun. Ég hef verið að velta því fyrir mér hvort svartar bandaríkjakonur muni kjósa Obama (svart) eða Hilton (konu) því ef ég væri svört kona ætti ég örugglega erfitt með að ákveða mig....


Hillary...



eða Obama.......





hvað segiði?

kv,
lata stelpan

ps. mér finnst að repúblikanir þurfi að koma með eitthvað gott útspil eins og holdsveika lellu á móti ofangreindum frambjóðendum demókrata....bara hugmynd.

7 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Er lella lesbía?
Annars finnst mér mjög undarlegt að svartar konur í BNA skuli yfirhöfuð kjósa repúblikana en svo koma alltaf svona manneskjur eins og Condolezza Rice og gera mann kjaftstopp.

10:09 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Held að Hillary hafi ekki nokkurn einasta séns. Fólk sem fellur fyrir hræðsluáróðri Bush stjórnarinnar mun aldrei treysta konu sem á eiginmann og börn. Þið vitið hvað svoleiðis konur eru óstabílar í opinberu lífi ;-)
Forsaga Mr. Clintons mun einnig verða notuð til að rakka hana niður svo ég efast um að hún eigi séns ... því miður

9:38 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Svartir feministar munu vonandi kjósa Hillary.... ekki það að ég viti nokkurn skapaðan hlut um þetta mál........... Þ.e. hvor þeirra er skárri kostur. En ÁFRAM kérlingar... tsh, ég hljóma afar ómálefnalega hér.............

7:26 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hmmm....ég vil gefa Hillíbillí séns. Annars má Obama eiga sætið ef hún kemst ekki að. En eitt: vissuði að hann heitir Baraka HUSSEIN OBAMA.... heyrði því fleygt að fólk í BNA gæti ekki hugsað sér að forsetinn væri með svona svakalega líkt nafn og Osama, hvað þá Saddam.......

Tja.

6:27 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

díos míó, þetta er hreint rosalegt!! Hann verður aldeilis að staðfesta sig sem kristinn ekki múslima!!

10:55 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Það er náttúrulega ósanngjarnt að ætla manni að dæma út frá þessum tveimur myndum, Obama er svo miklu sætari.

6:42 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

var að fatta hvað ég er heimsk, mun heimskari en ég hélt....þar sem þau eru bæði í forsetaframboði fyrir demókrata mun aðeins lítill hluti kvenna þurfa að velja á milli þeirra...ómægod...ég er hætt að drekka!!

11:56 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home