Spælingar: smá-blogg

miðvikudagur, maí 21, 2008

smá-blogg

sæl,
Verð bara að blogga þessari mynd:



Þetta er hún Carmen Chácon sem er starfandi varnarmálaráðherra Spánar og er einmitt komin 7 mánuði á leið. Hún hefur hlotið gagnrýni fyrir "ástand" sitt og margir hafa sett spurningarmerki um hvort að tvílifra kona geti varið landið sem skyldi og hvort að kona með barn á brjósti geti tekið rökréttar ákvarðanir....bíddu hvaða ár er aftur?

Fyrir þá sem hafa færi á bendi ég á mjöööög skemmtilega og góða grein eftir hann Gunnar Hersvein í annað hvort laugardags eða sunnudagsmogganum síðan um síðustu helgi um þessa konu og þá umræðu sem um hana hefur skapast....

Annars segi ég bara,
lifið heil og áfram Frakkland í Eurovision!!

venlig hilsen,
Valdís Björt

7 Comments:

Blogger Guðrún Vald. said...

Ég verð nú að segja að af minni reynslu sem tvílifra kona og kona með barn á brjósti að ég mundi ekki treysta mér til að taka rökréttar ákvarðanir í sambandi við neitt... Ég finn bara hvernig heilinn hefur minnkað eftir að ég varð ólétt og þetta er greinilega viðvarandi ástand hjá mér sem mun ekki ganga tilbaka...þess vegna læt ég Odd um allar ákvarðanir og leyfi honum að stjórna því sem ég geri.











....DJÓK!!!!!!

Hvaða djöfuls vitleysa! Ef eitthvað er ætti hvaða nýja lífsreynsla sem er að auka víðsýni manneskju (já líka konu!) og hæfni til að sinni flóknu starfi vel.
Ég væri mikið til í að lesa þessa grein eftir hann Gunnar minn, enda virði ég hans skoðanir og mér finnst hann mjög oft koma með skemmtilega vinkla á málin.

1:56 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég er bara mjög heimsk og alveg tilvalið að tala niður til mín. Það finnst yfirmanni skurðsviðs á LSH a.m.k...

Get sagt ykkur allt um það yfir góðum kaffibolla og heitri eplakökum, ef einhver vill.

10:17 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

talandi um Spán
þá var ég að lesa einhverstaðar að Zapatero er yfirlýstur feministi og er óhræddur við kynjakvóta. Áfram Spánn!

3:17 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Veit ekki hvort ég eigi að segja mína skoðun á þessari vitleysu. Ég bara get eiginlega ekki rökstutt hana, þúst, ég meina, ég er nú með barn á brjósti, gefið mér séns.

Reyni kannski á morgun.

//eög

10:24 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

p.s. VEIVEIVEI!!!!
Valdís er komin til baka á bloggið!!!!

Hvar er Valli? Ég meina Helga?

:P

//eög

10:30 e.h.  
Blogger Jónas said...

Mér finnst almennt að konur í barneign ættu ekki að fá að gegna veigamiklum störfum fyrir ríkið. Þær eru bara ekki hæfar sökum þess að þær eru uppfullar af hormónum og geta lent í því að eignast börn. Konur eru svo viðkvæmar fyrir öllum breytingum á líkamanum og heilsufari almennt.

Því finnst mér að ráðherrastöður ættu að vera fráteknar fyrir karlmenn á milli sextugs og sjötugs. Þeir geta ekki gengið með börn innvortis og því störfunum vaxnir (ATH. heilsufar karlmanna hefur ekki áhrif á störf þeirra).

Einmitt sko. já þetta er líka djók.

1:36 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ Elín Ösp

Ég man heldur ekki þitt email! =P

Commentaðu það hjá mér og þá skal ég sko segja þér aaallllt um diplómuna.

**Eygló

6:30 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home