mánudagur, júlí 21, 2008
föstudagur, júlí 18, 2008
Grýla og Freud
Var að hugsa um Grýlu, vegna þess að jólin verða pottþétt komin
áður en maður veit af, en samt ekki í samhengi við jólin beint.
Ég fór að hugsa að ef Freud væri enn á lífi og enn að spæla myndi ég færa honum (með djúpstæðri þökk fyrir alla kvenfyrirlitninguna sem hann hefur boðað) eintak af sögunni um hana Grýlu því hún er svo freudísk eitthvað.
Förum aðeins yfir þetta, því það er svo tómlegt að spæla einn (stundum). Sumir halda því fram að Grýla hafi verið frjósemisgyðja hérna áður fyrr, erfitt að sjá það fyrir sér núna..eitthvað gerðist fyrir aumingja Grýlu og hún fór að ræna annarra manna börnum og nærast á þeim (kannski því karlinn var svo leiðinlegur og latur) í stað þess að næra þau. Hún eignaðist sín eigin sem hún lét vera að éta og þeir, þessi grey, ólust upp og nærðu innra með sér allt að því meðfætt samviskubit yfir gjörðum móður sinnar því þeir voru soddan barnakarlar. Þeir flúðu móður sína reglulega, niður í mannabyggðir, undir því yfirskini að stríða, ræna og rupla (og reyna að þóknast móður sinni) en uxu uppúr því og reyna nú að bæta gjörðir sínar með því að gefa börnum gjafir, allt frá mandarínum til ípóða og heilar 13 gjafir allt í allt.
En það þýðir hinsvegar ekki að þeir séu lausir undan eyðileggjandi áhrifum geðsjúkrar móður sinnar. Þeir eru fullvaxta einstaklingar en ferðast helst í hópum eða einir í myrkri og hafa aldrei verið við kvenmann kenndir. Þeir koma í bæinn einu sinni á ári en skríða fljótt aftur upp í hellinn til mömmu. Þeir eru fullkomnlega háðir henni með allt, jafnvel þó hún sé dauð (eins og sumir halda fram) lifa þeir enn eins og hún standi yfir þeim. Greyin flækjast milli tveggja heima, geðsjúkan heim Grýlu þar sem þeir þræla undir ofbeldisfullum hæl hennar og mannaheima þar sem þeir eru nú þekktir sem ljúfir óþekktarormar í fornum klæðum sem elska kex og volga mjólk. Spurningin er hvort þeim tekst, nú þegar Grýla er kannski dauð, að brjótast undan áhrifum móður sinnar og komast til manns (sérstaklega þar sem amerískur frændi þeirra, sem byrjaði sem fátækur drengur á Norður Pólnum en rekur nú rosa buisness út um allan heim, hefur leyst þá af hólmi..svo rauður og kapítalískur á sama tíma).
Þessi litla dæmissaga hefði getað hjálpað Freud að rökstyðja kenningar sínar um eyðileggjandi áhrif kvenhormóna á karlmennsku en hver veit nema þetta nýtist einhverjum neó-freudum....
sólskinskveðja úr Hólminum,
Valdís Björt
ps. þessi spæling gæti virkað svolítið spes þar sem ég hef ekki talað mikið við lifandi fólk (nú eða dautt) síðustu daga.
áður en maður veit af, en samt ekki í samhengi við jólin beint.
Ég fór að hugsa að ef Freud væri enn á lífi og enn að spæla myndi ég færa honum (með djúpstæðri þökk fyrir alla kvenfyrirlitninguna sem hann hefur boðað) eintak af sögunni um hana Grýlu því hún er svo freudísk eitthvað.
Förum aðeins yfir þetta, því það er svo tómlegt að spæla einn (stundum). Sumir halda því fram að Grýla hafi verið frjósemisgyðja hérna áður fyrr, erfitt að sjá það fyrir sér núna..eitthvað gerðist fyrir aumingja Grýlu og hún fór að ræna annarra manna börnum og nærast á þeim (kannski því karlinn var svo leiðinlegur og latur) í stað þess að næra þau. Hún eignaðist sín eigin sem hún lét vera að éta og þeir, þessi grey, ólust upp og nærðu innra með sér allt að því meðfætt samviskubit yfir gjörðum móður sinnar því þeir voru soddan barnakarlar. Þeir flúðu móður sína reglulega, niður í mannabyggðir, undir því yfirskini að stríða, ræna og rupla (og reyna að þóknast móður sinni) en uxu uppúr því og reyna nú að bæta gjörðir sínar með því að gefa börnum gjafir, allt frá mandarínum til ípóða og heilar 13 gjafir allt í allt.
En það þýðir hinsvegar ekki að þeir séu lausir undan eyðileggjandi áhrifum geðsjúkrar móður sinnar. Þeir eru fullvaxta einstaklingar en ferðast helst í hópum eða einir í myrkri og hafa aldrei verið við kvenmann kenndir. Þeir koma í bæinn einu sinni á ári en skríða fljótt aftur upp í hellinn til mömmu. Þeir eru fullkomnlega háðir henni með allt, jafnvel þó hún sé dauð (eins og sumir halda fram) lifa þeir enn eins og hún standi yfir þeim. Greyin flækjast milli tveggja heima, geðsjúkan heim Grýlu þar sem þeir þræla undir ofbeldisfullum hæl hennar og mannaheima þar sem þeir eru nú þekktir sem ljúfir óþekktarormar í fornum klæðum sem elska kex og volga mjólk. Spurningin er hvort þeim tekst, nú þegar Grýla er kannski dauð, að brjótast undan áhrifum móður sinnar og komast til manns (sérstaklega þar sem amerískur frændi þeirra, sem byrjaði sem fátækur drengur á Norður Pólnum en rekur nú rosa buisness út um allan heim, hefur leyst þá af hólmi..svo rauður og kapítalískur á sama tíma).
Þessi litla dæmissaga hefði getað hjálpað Freud að rökstyðja kenningar sínar um eyðileggjandi áhrif kvenhormóna á karlmennsku en hver veit nema þetta nýtist einhverjum neó-freudum....
sólskinskveðja úr Hólminum,
Valdís Björt
ps. þessi spæling gæti virkað svolítið spes þar sem ég hef ekki talað mikið við lifandi fólk (nú eða dautt) síðustu daga.
miðvikudagur, júlí 09, 2008
Fréttir
Góða kvöldið, nú verða sagðar fréttir þriðjudagskvöldið 8.júlí.
Karlmaður, sem eitt sinn átti í stuttum kynnum við konu af ísraelsku bergi brotnu, braust inn í íbúð í eigu grísks pólverja aðfaranótt mánudags. Stal hann þar öllu lauslegu en lét ekki við það sitja heldur gerði sér létt fyrir og gekk í skrokk á reykvískri konu, sem var alin upp af tékkneskum eiginmanni móður sinnar, er kom að honum og reyndi að stöðva hann. Maðurinn, sem ber nafn af norskum uppruna, er nú í haldi lögreglunnar á Ísafirði, sem átti eitt sinn aðsetur í Bolungarvík. Yfirmaður lögreglunnar þar, sem lengi vel var giftur tælenskri konu sem hann kynntist á netinu, telur að maðurinn beri ábyrgð á hrinu innbrota sem hafa átt sér stað á Vestfjörðum nýlega og rekur það til þess að hinn sakborni er af mörgum talinn afkomandi sígauna....
Er ekki soldið vesen að vera alltaf tilgreina alls kyns óþarfa upplýsingar um fólk í fréttum..? Nei, bara spæling....
kv,
Power-Ice
Karlmaður, sem eitt sinn átti í stuttum kynnum við konu af ísraelsku bergi brotnu, braust inn í íbúð í eigu grísks pólverja aðfaranótt mánudags. Stal hann þar öllu lauslegu en lét ekki við það sitja heldur gerði sér létt fyrir og gekk í skrokk á reykvískri konu, sem var alin upp af tékkneskum eiginmanni móður sinnar, er kom að honum og reyndi að stöðva hann. Maðurinn, sem ber nafn af norskum uppruna, er nú í haldi lögreglunnar á Ísafirði, sem átti eitt sinn aðsetur í Bolungarvík. Yfirmaður lögreglunnar þar, sem lengi vel var giftur tælenskri konu sem hann kynntist á netinu, telur að maðurinn beri ábyrgð á hrinu innbrota sem hafa átt sér stað á Vestfjörðum nýlega og rekur það til þess að hinn sakborni er af mörgum talinn afkomandi sígauna....
Er ekki soldið vesen að vera alltaf tilgreina alls kyns óþarfa upplýsingar um fólk í fréttum..? Nei, bara spæling....
kv,
Power-Ice