Fréttir
Góða kvöldið, nú verða sagðar fréttir þriðjudagskvöldið 8.júlí.
Karlmaður, sem eitt sinn átti í stuttum kynnum við konu af ísraelsku bergi brotnu, braust inn í íbúð í eigu grísks pólverja aðfaranótt mánudags. Stal hann þar öllu lauslegu en lét ekki við það sitja heldur gerði sér létt fyrir og gekk í skrokk á reykvískri konu, sem var alin upp af tékkneskum eiginmanni móður sinnar, er kom að honum og reyndi að stöðva hann. Maðurinn, sem ber nafn af norskum uppruna, er nú í haldi lögreglunnar á Ísafirði, sem átti eitt sinn aðsetur í Bolungarvík. Yfirmaður lögreglunnar þar, sem lengi vel var giftur tælenskri konu sem hann kynntist á netinu, telur að maðurinn beri ábyrgð á hrinu innbrota sem hafa átt sér stað á Vestfjörðum nýlega og rekur það til þess að hinn sakborni er af mörgum talinn afkomandi sígauna....
Er ekki soldið vesen að vera alltaf tilgreina alls kyns óþarfa upplýsingar um fólk í fréttum..? Nei, bara spæling....
kv,
Power-Ice
Karlmaður, sem eitt sinn átti í stuttum kynnum við konu af ísraelsku bergi brotnu, braust inn í íbúð í eigu grísks pólverja aðfaranótt mánudags. Stal hann þar öllu lauslegu en lét ekki við það sitja heldur gerði sér létt fyrir og gekk í skrokk á reykvískri konu, sem var alin upp af tékkneskum eiginmanni móður sinnar, er kom að honum og reyndi að stöðva hann. Maðurinn, sem ber nafn af norskum uppruna, er nú í haldi lögreglunnar á Ísafirði, sem átti eitt sinn aðsetur í Bolungarvík. Yfirmaður lögreglunnar þar, sem lengi vel var giftur tælenskri konu sem hann kynntist á netinu, telur að maðurinn beri ábyrgð á hrinu innbrota sem hafa átt sér stað á Vestfjörðum nýlega og rekur það til þess að hinn sakborni er af mörgum talinn afkomandi sígauna....
Er ekki soldið vesen að vera alltaf tilgreina alls kyns óþarfa upplýsingar um fólk í fréttum..? Nei, bara spæling....
kv,
Power-Ice
5 Comments:
Ææææææææææææ.....! Hehehehíhíhohoho!
Til skýringar fyrir þau sem ekki vita, rekur Power-Ice ættir sínar norður fyrir Skagaströnd en hefur verið búsett í Reykjavík næstum alla sína tíð, fyrir utan stopp í Frakklandi og ýmsum öðrum löndum. Það kann að skýra skrifhegðun hennar og álit á fréttum og öðru hversdagsefni sem og hátíðisdagaefni.
Þökk.
//eög
Góð spæling!
ertu til í hitting fljótot?
kanski um helgina?
Hvernig á maður að ákveða hverjum í fréttinni maður heldur með ef maður veit ekkert um uppruna fólksins?
Ég er ættuð af Vestfjörðum og Akranesi en er fædd í Reykjavík og uppalin í Efra Breiðholti og er þar með ghetto-scum. Ég minnist þess ekki að hafa komið á Tálknafjörð.
Ég held með tékkneskum eiginmanni móðurinnar, af því að sko mamma mín sem á ættir að rekja til Ísafjarðar hefur komið til Prag og fannst það unaður.
ojjj sígaunar! Ég hef sko ekkert á móti sígaunum, en þeir eru bara svo skítugir og vilja ekkert aðalgast mér.
Skrifa ummæli
<< Home