Spælingar: Brysteholder part 2

mánudagur, júlí 03, 2006

Brysteholder part 2


Nú er hægt að halda áfram með umræðuna um brjóstahaldarana því svar hefur borist frá Vísindavefnum þess efnis að spurningunni um sögu brjóstahaldara hafi verið svarað. Jibbí!

Það voru sem sagt konur sem að mestu þróuðu brjóstahaldara sér til hægðarauka og fyrstu merki þess eru mörg þúsund ára gömul.

Sjá http://visindavefur.hi.is/?id=6041

...skal ósagt látið hvort brjóstahaldarinn á myndinni haldi nokkru, eða sé bara til skrauts.

//eög

8 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

jah.. einhverju heldur hann líklega en hann felur nú ekki beint mikið! En það er einmitt málið í dag, fór nefnilega í knickerbox í gær og þar er bara erfitt að finna sér nærföt sem styðja bush!! Er ímyndunaraflið sem sagt ekki inni?

3:03 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ha, skiliggi? Styðja bush? Aaaaaa, jú nú skil ég :) Nei það virðist sem ímyndunaraflið sé ekki lengur í tísku, sem mér finnst glatað. Fuss.

3:06 e.h.  
Blogger Jónas said...

Elín Ösp, hún er að segja að allar naríurnar hafi verið svo litlar að "runninn" hennar hafi ekki fenigið nægan stuðning eða næga hulu. Satt Valdís?

5:49 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

takk Jónas minn, þú skilur mig fullkomnlega!!

10:03 f.h.  
Blogger Jónas said...

Valdís, varstu nokkuð að máta svona perlu thong a la Samantha?

Það er náttúrulega ekkert skjól í svoleiðis gáluklæðnaði.

10:37 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hefurðu prófað svoleiðis, Jónas?
En af hverju eru perlurnar ekki svartar, frekar en hvítar, svona miðað við tengsl þeirra við svartholið?

3:17 e.h.  
Blogger Jónas said...

Hvað veist þú nema að þær séu svartar? Ha? Þú myndir aldrei segja svoleiðis nema ef þú ættir perlu thong eða að þú værir alltaf að skoða svoleiðis á netinu (sem ég veit fyrir víst að þú gerir).

Kannski ert þá þú kæra EÖG sem ættir að segja okkur frá reynslu þinni af þeim?

//jm

3:36 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Okei ókei! en ég á ekki nema fimm, sem telst lítið í nútíma-neyslu-og-henda-svo-í-ruslið-samfélaginu sem við lifum í!!! Og enginn af þeim er með svörtum perlum :( Kannski við biðjum um styrk úr Nýsköpunarsjóði á næsta ári fyrir verkefni sem miðar að því að finna vænlega leið til að fjölga framleiðslu svartra ónix-perlna sem hægt væri að brúka...

3:41 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home