Spælingar: ágúst 2006

þriðjudagur, ágúst 22, 2006

mannréttindabrot í Íran

Message from Nobel Laureate Shirin Ebadi on banning of Center for Defense of Human Rights in Iran

There is a very important matter I would like to discuss with you. I conduct my human rights activities through the Defender of Human Rights Center (DHRC). I am the president of this center and we have three important responsibilities:

a. We report the violations of human rights that take place in Iran.
b. We defend political prisoners pro bono -- about 70% of the political prisoners in Iran are clients of our center and we do not charge them for our services.
c. We support the families of these prisoners both financially -- if they require financial aid -- and spiritually.
This center is a member of the International Federation for Human Rights

(FIDH) and has been registered there. It has also been awarded a human rights prize by the Human Rights National Commission in France. This center is very well known and credible in Iran. Two days ago the government of Iran announced that this center is illegal and provided we continue our activities, they shall arrest us. Of course me and the other members of the center do not intend to shut down the center and we shall continue our activities. However, there is a high possibility that that they will arrest us. The government's action in this regard is illegal.

Therefore, I kindly request that you broadcast this message by all mean and gather spiritual support for our center. This center has been established and working for more than four years now. I believe this decision of the government has been triggered by my memoir being published. In any case, I am happy that my memoir has been published, for the truth must be told.

Many thanks,

Shirin Ebadi

fimmtudagur, ágúst 17, 2006

one million Jews, one opinion

Fann hérna áhugaverða grein eftir líbanskan gyðing, Henri Piciotto:


http://www.mercurynews.com/mld/mercurynews/15250169.htm>


Það má nefnilega ekki gleyma því að fólk sem að vill svo til að aðhyllist Gyðingdóm er á móti þessum aðgerðum Ísraels (vil helst bara kalla þau hryðjuverk).Og að það að vera á móti ríkisstjórn Ísraels og utanríkisstefnu þeirra hefur EKKERT með gyðingahatur að gera.

kv,
Valdístilfólksins

sunnudagur, ágúst 13, 2006

stríðsmenning

Ég (vbg) hef ákveðið að deila með ykkur hérna ræðu Guðrúnar Margrétar Guðmundsdóttur, kennara míns og snillings, er hún hélt við kertafleytinguna til minningar um fjöldamorðin í Hirosima og Nagasaki árið 1945. Ég tók hana af síðunni hennar Jóhönnu fararstjóra og vona að það sé allt í góðu:


http://johannatravel.blogspot.com/2003/08/varp-gurnar-margrtar-gumundsdttur-vi.html


Þessi frétt fékk mig til að gráta af reiði:

The humanitarian agency highlighted an Israeli air strike on hundreds of people fleeing the area of Marajayoun by car, which killed at least six and wounded 32 on August 11.

Einnig þessi yfirlýsing viðskiptaráðherra Ísraels, Eli Yishai:

"If a single stone is thrown at Israel from whatever village that happens, it should be turned into a pile of stones."

Hvað halda ráðamenn Ísraels að það muni leysi. Þetta virkar eins og þeir ætli sér einfaldlega að þurrka út heilu þjóðirnar (sound familiar?) undir þeim formerkjum að þeir séu að verja sig!!! COMMON!!!! Ég tek undir orðalag flugmans eins er sagði Ísraelsstjórn vera nútíma helfaramenn!!!

Ég tel þó mjög mikilvægt í umræðum (og einræðum) sem þessari að við notumst við hugtök eins og Ísraelsstjórn í stað Ísraela því ég vil trúa því að til séu Ísraelar sem skammist sín niður í tær fyrir það hvernig ríkisstjórn þeirra veður uppi.

Um daginn las ég líka litla frétt þar sem var talað um könnun sem hafði verið gerð meðal Líbana og sýndi fram á 80 eða 90% stuðning við samtökin. Samkvæmt greininni (sem var mjög stutt) var könnunin gerð eftir að átökin hófust.
Mér leikur forvitni á að vita hversu stórt úrtakið var og hvernig könnunin fór fram.
....var fólk stoppað þar sem það flúði sprengjurnar og beðið að fylla út stuttan spurningalista eða hvað!?!
Það versta er að ég sé fyrir mér fullt af liði sem les þessa grein og hugsar með sér: "nú svo þetta styður þessa vitleysingja...þá er þeim nú lítil vorkunn..."

allavega....

kv,
valdístilfólksins

laugardagur, ágúst 12, 2006

Gay Pride



Langar að nýta mér tækifærið og óska lesbíum og hommum til hamingju með daginn og tiltölulega nýtilkomin lög þess efnis að þeim séu veitt þau mannréttindi að verða foreldrar!!!

Hommar og lesbíur sem þekkja mig og mín vandamál fá aukaknús!

kv,
Valdístilfólksins

fimmtudagur, ágúst 10, 2006

Ahrif þess að hafa piku




Eins og sannri konu sæmir tek ég áskorun Valdísar um að spælast. Hef ætlað mér að koma með þessar vangaveltur í lengri tíma. Svo er mál með vexti að ég er að vinna á Læknamiðstöð Austurbæjar, allt í góðu með það. Nema hvað að ég er ekki sérlega ánægð með launin. Var í smá bobba. Átti ég að sætta mig við þau á grunni þess að ég væri hvort eð er bara í sumarvinnu? Eða átti ég að standa á mínu og biðja um hærri laun? Jú, góðir lesendur. Ég tók af skarið, blés í lófana og sendi launaguttanum emil og krafðist hærri launa í ljósi upplýsinga af vefsíðu VR sem studdu mínar kröfur. Enda þýðir ekki að nöldrast yfir launamun kynjanna til dæmi, ef ég nenni svo ekki sjálf að biðja um kvennsæmandi laun.
Sit hér nú og bíð eftir svari. Mun hann taka þetta stinnt upp eður mun hann vera ánægður með framhleypni mína og bjóða mér enn hærra tímakaup? Tja, tíminn einn mun leiða það í ljós.

Um daginn var ég að ræða hinn alræmda launamun kynjanna við vinnufélaga minn og við vorum að spekúlera í því hvers vegna í ósköpunum konur væru með lægri laun en karlar þegar þær hafa miklu fleiri fasta útgjaldaliði en þeir? Sko. Til dæmis eru tíð útgjöld er tíðir ber að garði, sem er svona sirka einu sinni á mánuði hjá hverri konu, og þarf því kona að vera vel birg af dömubindum, túrtöppum og verkjalyfjum. Nota bene: dömubindi eru ein dýrasta vara sem fæst í stórmörkuðum um þessar mundir. Lýg því ekki. Svo skellur einnig ágætur kostnaður á konur því þær bera enn mesta ábyrgð á því að getnaðarvarnir séu í lagi, kaupa því pilluna, verjur og aðrar varnir í gríð og erg, alla vega gríð.

Ef við förum svo lengra í þessum pælingum má benda á heilbrigðiskostnað. Konur þurfa bæði að fara til kvensjúkdómalæknis reglulega til að tékka á píkunni og svo í krabbameinsleit þar sem bæði er þuklað á brjóstum og píku. Það kostar sitt, fyrir utan andlega vanlíðan sem því fylgir að glenna sitt allra heilagasta upp í opið geðið á ókunnugri manneskju. Ofan á þetta allt saman bætast svo skoðanir ef kona er með barni.

Svo ég spyr: Hví eru konur ekki með langtum hærri laun en karlar vegna langtum hærri fastra útgjalda?

Hér skal skýrt tekið fram að ekki er verið að tala um kostnað vegna fegrunardútls sem svo margar skvísur telja nauðsynlegt.

Að lokum: mér reiknast svo til að ef einn dömubindapakki kostar u.þ.b. 878 krónur (ekki staðfest, leiðréttið ef þið eruð með aktúelt verð) og tvo pakka þurfi til á mánuði til að hindra flóð úr nærbuxum, og aðrar forsendur þær að kona sé í u.þ.b. 30 ár á túr, frá 14 ára aldri og fram yfir fertugt (44 ára), þá er árskostnaður vegna tíðagjalda (ekki töðugjalda) 21.072 krónur á ári eða 632.160 krónur í 30 ár.

Takk fyrir og verið góð hvert við annað. Ekki veitir af.
//eög

Margt smatt gerir eitt stort... vonandi




Tel bráðnauðsynlegt að öll þau sem vettlingi geta valdið fari inn á þennan hlekk og leggi sitt á vogarskálarnar til að þrýsta á mannúðlegri lausnir á málefnum Ísrael og Líbanon.

http://www.ceasefirecampaign.org/

fróðleiksmoli

"God invented war so that Americans could learn geography"

....kannski pínu nasty en ég gat aðeins hlegið:)

ps. skora hér opinberlega á Elínabös að spælast örlítið!!!

fimmtudagur, ágúst 03, 2006

nice doggy

útlit




Hérna áður fyrr á öldum var stéttaskipting í hinum margumtalaða vestræna heimi, til dæmis Bretlandi, mjög svo áberandi á allan hátt. Fólk lifði næstum því aðskildu lífi eftir stéttum. Hver og einn hafði sitt ákveðna rými eftir því af hvaða stétt hann var og það rými var stærra eftir því sem stéttin var "hærri". Ekki nóg með það, heldur var líka hægt að sjá hvaða stétt viðkomandi tilheyrði með því að skoða útlit hans/hennar.

Þeir sem voru ríkir báru það með sér, þeir/þær voru jafnan feit, föl og klædd í íburðarmikil föt. Hýrðust í stórum herbergjum með þungum gardínum eða hentust um á hestum um tún og breið engi.
Fátækir voru yfirleitt ekki vel í holdum, oft sólbrún eftir mikla útiveru og klædd í mikið notuð föt.

Aðskilnaðurinn var því bæði líkamlegur og andlegur og rýmislegur. Því er vel hægt að viðhalda í stórum samfélögum þar sem nóg er plássið og nóg er af fólki til að skipa í hina ýmsu hópa.

Enn þann dag í dag er náttúrulega heilmikil stéttaskipting og hana má greina eftir klæðaburði og fleiru í fari fólks, en á Íslandi er þessu svolítið öðruvísi farið, að mér finnst.

Ég tel að þessi litli rembingspúki sem allt of margir burðast með sé til kominn vegna þess hve fámenn við erum og hversu náið við lifum með hvert öðru.
Í stærri löndum er Hollywood svo langt í burtu og margir stíga þangað aldrei fæti en á Íslandi er Hollywood út um allt, í húsinum við hliðina á þér, í röðinni á undan þér í búðinni eða hreinlega að fara fram fyrir þig í röðinni inn á Kaffibarinn eða Prikið.

Ég er með kenningu um þetta allt saman. Það er þessi nálægð sem gerir það að verkum að okkur finnst við bara þremur kílóum og einu líkamsræktarkorti plús einu til fimm lánum frá þessari Hollywood-hamingju. Þaðan er kominn þessi rembingur og með hjálp Klám B og Glitri er Hollywood eins konar meindýr er herjar á landið.

Það geta allir keypt sér úlpu upp á 50.000 kr í Comme des garcons-búðinni í Mýrargötu munurinn er bara sá að það hafa ekki allir efni á henni.

Allavega, ákveð bara að deila þessari "rétt-fyrir-svefninn" spælingu með ykkur hinum!!

kv,
VBG

ps. henti í gær bol einum sem framleiddur var í Ísrael, held að börnunum í Líbanon líði mun betur....