Spælingar: maí 2007

þriðjudagur, maí 29, 2007

Dagarnir i hnotskurn












En hja ykkur?

//eøg

föstudagur, maí 25, 2007

ég mæli með....







kv,
Valdís Björt

mánudagur, maí 21, 2007

Hvað er öfgafeminismi?



..eða öfgafeiministi?


Ég hef verið að velta þessu fyrir mér..
Skrítið en á ensku hljómar öfgafeministi ógeðslega vel og ég get sko stolt sagt að ég sé radical feminist, eða vona allavegana að ég sé það.

Öfgafeministi hinsvegar... æji ég er það ekki sko. Öfgar eru ýkjur og eiginlega bara vitleysa er það ekki?
Hvað er þá öfgafeministi og hvað meinar fólk eiginelga þegar það kallar hina og þessa (td. soley.blog.com) öfgafeminista???

smá spæling...





Helga


ps. skrifa kannski einhver svör í stað spurninga næst... bara pínu tóm í dag eithvað...

laugardagur, maí 19, 2007

Love is in the air...

Þau brostu feimnislega hvort til annars og flissuðu. Augnaráðið flöktandi en glaðleitt. Eins og unglingar nýbúin að kyssast í fyrsta sinn. Feiminn við umhverfið og hvernig það myndi bregðast við fréttunum af sambandi þeirra. Þau sem höfðu af fáum verið talin líklega til að stinga saman nefjum og róta í hárinu á hvoru öðru. Ekki er allt sem sýnist. Allan þennan tíma höfðu þau þá litið hýru auga hvort til annars, þrátt fyrir að tilheyra sitthvorri klíkunni. Nú var bara að bíða og sjá hvort sættir gætu orðið á milli hópanna sem höfðu eldað grátt silfur í langan tíma.

"Vonum það besta" sagði Geir og strauk Ingibjörgu blíðlega um vangann sem sneri að mildu sólarlaginu í lok þessa bjarta dags.



//eög

sunnudagur, maí 13, 2007

Þynnkan...



//eög

miðvikudagur, maí 09, 2007

John Legend

Ásamt því að vera gullfallegur hlýtur þessi maður að vera snillingur. Maður sem fær gospelkóri til þess að syngja með sér (í laginu I can change) you gotta believe me !. Þú verður að trúa mér þó ég hafi haldið fram hjá þér get ég nú breyst og ég elska þig mest af öllum gellunum mínum. Þú verður að trúa mér!!!! Með sannfæringarkrafti gospelkórs og klappi hans.
Þetta fallega lag kemur á eftir lofkvæði miklu um spennu framhjáhalds með viðlaginu hún þarf ekki að vita!. Svona rómantíker sem vill fara hægt í sakirnar (í take it slow) þar við séum bara venjulegt fólk sem vitum ekki hvað við viljum og að lífið er ekkert ævintýri eða bíómynd er ekki að finna á hverju strái.
Ég get breyst! Ég er til í að breytast. Hver hefði haldið að ég stóri gaurinn og hórmangarinn væri til í að breytast. Ég meina það ég get breyst en bara fyrir þig, þú ert þannig kvenkynsvera. Já ha bara eins og Romeo og Júlía.

Hann er líka geðveikt rómantískur á djamminu: ég get ekki gengið beint en stelpa ég sé að þú ert fín fyrir mig. Ég er með lyklana mína ef þú ert tilbúin að fara. Ég sé þú ert með gaurnum þín, það er allt í lagi fyrir mig. Ég lofa því þú lítur ok út.
Þessi diskur Get Lifted (Hrífstu) er bara svo góður brandari að allar stelpurnar hljóta að hrífast og falla fyrir goðsögninni.

Helga
og jú ég er víst að læra!
og það eru bara 2 dagar eftir í helvíti!!! :D

sunnudagur, maí 06, 2007

Tviskinnungur....?



a) Er hægt að vera friðarsinni og spila Counter Strike?

b) Fer það saman?

//eög

laugardagur, maí 05, 2007




Stal þessari frá minni heittelskuðu Guðrúnu.

//eög

miðvikudagur, maí 02, 2007

myndir


Í tilefni nýs mánaðar hjá Flickr er ég að hlaða inn fleiri myndum... þetta gerist frekar hægt en þið vitið af því. Síðan er flickr.com/photos/lamuchacha

Langar að segja margt en verð að halda áfram að læra!

hasta luego

Helga