Spælingar: desember 2007

fimmtudagur, desember 27, 2007




Ég samhryggist heiminum í dag, sem hefur verið sviptur einum af kvenleiðtogum sínum.
Hægt er að lesa um ævi þessarar merku konu á þessari síðu:

http://english.aljazeera.net/NR/exeres/4AF3FFAD-7E24-45B5-BEA5-154071B081A2.htm


kv,
valdís björt

miðvikudagur, desember 26, 2007

Stemmir það?

Girls can wear jeans
And cut their hair short
Wear shirts and boots
'Cause it's okay to be a boy
But for a boy to look like a girl is degrading
'Cause you think that being a girl is degrading
But secretly you'd love to know what it's like
Wouldn't you
What it feels like for a girl ”

—an excerpt from The Cement Garden which appears in the Madonna song, "What It Feels Like for a Girl"

þriðjudagur, desember 25, 2007

Gleðileg jól!



//eög

mánudagur, desember 17, 2007

Fróðleiksmoli dagsins



Vissuð þið að smásagan sem bókmenntaform varð fyrst virk í Marokkó í kringum sjálfstæðisbaráttu þeirra um 1940? Þá byrjuðu marokkanskir rithöfundar að skrifa smásögur sem innihéldu ádeilu á samfélagið og var hún notuð sem samfélagsspegill til að knýja fram breytingar. En smásagan tók miklum breytingum eftir þennan tíma og á tímabilinu 1970-1990 voru mismunandi viðfangsefni kjarni sagnanna. Þar má meðal annars nefna líf millistéttar-menntamannsins (intellectual) og togstreitu þess að vera meðvituð um vanda samfélagsins en geta lítið gert til breytinga; líf verkmannastéttarinnar og hlutverk hennar á samfélagið allt; og að lokum menntun kvenna. Öll þessi efni voru miðlæg á einhverjum tímapunkti og áttu þátt í að koma umræðum um þau af stað, pot til breytinga.

Muhammad Shukri var marrokkanskur rithöfundur og hans frægasta bók er "Khrubz Al-Hafy" eða Þurra brauðið, eins og það myndi útleggjast á íslensku. Sú bók var lofuð í Evrópu og víðar en á sama tíma bönnuð í Marokkó og víða í Miðausturlöndum, þar til fyrir skömmu. Hans hrái og gagnrýni skrifstíll átti ekki upp á pallborðið hjá öllum. Þessi tvíræðni í viðtökum bókarinnar varð til þess að hann gaf ekkert út í 20 ár. En svo tók hann upp pennan á ný. Hann skrifar þó ekki meir, kallinn, þar sem hann dó árið 2002.

Þar hafið þið það. Fróðleiksmoli dagsins. Var í prófi og varð bara að tappa þessu af. Á íslensku takk fyrir.
Annars finnst mér ansi súrt að hafa ekkert lesið eftir konur í þessum kúrsi. En er það ekki dæmigert?

//eög

þriðjudagur, desember 11, 2007

hvet alla til að kíkja á þessa síðu:

http://www.humanrights.is/undirskriftir

kv,
valdís björt

laugardagur, desember 08, 2007

Eru ekki allir í jólaskapi?



var á leiðinni að blogga þegar ég rakst á þessa frábæru grein Steinunnar sem segir allt sem segja þarf. Lesið hana, prentið út og dreifið!
Í stöðugu átaki mínu við feminíska reiði ætla ég núna að prófa nýja aðferð. Ég ætla að taka vinkonu Gerðar Kristnýjar mér til fyrirmyndar og gerast bjartsýnn feministi. Það verður líklega hægara sagt en gert! Ég hætti nottlega ekkert í moggabloggsbindindinu og að forðast önnur skaðleg fyrirbæri.

Þetta finnst mér frekar fyndið og líka þetta:

Evangeline Lilly Wins 'Best Wet T-Shirt Fight Scene' At Strong Women In TV Awards


Valdís skilaði mér Bordo bókinni minni um daginn og ég enduruppgvötaði hvað hún er frábær þegar ég blaðaði í gegnum hana. Enn og aftur mæli ég með henni!
Svo er hérna góð grein eftir unga stúlku um átröskun. Er einhver sjúkdómur sem strákar þurfa að forðast jafn mikið og við óttumst þennan?

WTF? (nokkrar slæmar og/eða skrítnar fréttir):
ÚFF! Oj! spes

Og Vá!




...svona að lokum:
hvað finnst ykkur um þessa auglýsingu?
Henni er greinilega beint til kvenna...



kv.
Helga

miðvikudagur, desember 05, 2007

Hvar er ógnin? Hvar er friðurinn?

Það er gömul frétt og ný að Bandaríkjaforseti telur alla aðra en sjálfa sig og sína ríkisstjórn vera ógn við frið í heiminum. Enn á ný kemur upp umræðan um Íran og auðgun úrans og hvaða áhrif það getur haft. Aðallega á yfirburði Bandaríkjanna í kjarnorkumálum, held ég. Í það minnsta er ekki úr vegi að minnast á aðdraganda innrásarinnar í Írak vorið 2003 og hvaða mynd var máluð af þáverandi Íraksforseta. Sagt er að sagan endurtaki sig en ég ætla að vona að fólk hafi ekki gleymt því að engin fótur var fyrir öllum þeim ásökunum sem Íraksstjórn sat undir hvað kjarnorkuvopn varðar, hvur veit hvað nú er í gangi, en látum ekki glepjat af hugsanlegum innantómum ásökunum. Ekki viljum við láta bendla okkur við annað stríð, eða hvað?



Takk og bless.
//eög
-komin með nóg af framandgeringu hinna og þessara og ímyndarsköpun sem margir gleypa gagnrýnislaust