Spælingar: Hvar er ógnin? Hvar er friðurinn?

miðvikudagur, desember 05, 2007

Hvar er ógnin? Hvar er friðurinn?

Það er gömul frétt og ný að Bandaríkjaforseti telur alla aðra en sjálfa sig og sína ríkisstjórn vera ógn við frið í heiminum. Enn á ný kemur upp umræðan um Íran og auðgun úrans og hvaða áhrif það getur haft. Aðallega á yfirburði Bandaríkjanna í kjarnorkumálum, held ég. Í það minnsta er ekki úr vegi að minnast á aðdraganda innrásarinnar í Írak vorið 2003 og hvaða mynd var máluð af þáverandi Íraksforseta. Sagt er að sagan endurtaki sig en ég ætla að vona að fólk hafi ekki gleymt því að engin fótur var fyrir öllum þeim ásökunum sem Íraksstjórn sat undir hvað kjarnorkuvopn varðar, hvur veit hvað nú er í gangi, en látum ekki glepjat af hugsanlegum innantómum ásökunum. Ekki viljum við láta bendla okkur við annað stríð, eða hvað?



Takk og bless.
//eög
-komin með nóg af framandgeringu hinna og þessara og ímyndarsköpun sem margir gleypa gagnrýnislaust

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

já þetta er sorglegt! og í þetta skiptið hefur hann ekki einu sinni skýrslur til að styðja sig við, bussi litli!! Merkilegt hvað þessi stjórnvöld hegða sér eins og einveldi!! Skrifa ekki undir barnasáttmála, ekki undir Kyoto samninginn, taka ekki mark á alþjóðlegum stofnunum (sem þeir tóku þátt í að stofna og móta) og vilja svo endilega taka að sér að refsa þeim sem gera hið sama!!!! Þessi ríkisstjórn er í álíka miklu áliti hjá mér og Gillz-gaurinn!!

12:55 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Þökk fyrir álit þitt. Hélt að fólk væri kannski hætt að hafa skoðanir á þessu.
Og hvað er þetta með þennan Gillz...? Er hann bara í ruglinu eða?

2:36 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home