uppgjafar tilfinning
oh feminísk hryggð mín er ekkert að lagast...
ég held ég þurfi að fara í blogg/kommenta-lesturs-bann :(
lestur á bloggum, eða aðalega kommentum á bloggum, á borð við þetta gera mig sorgmædda...
Hvað á kona að gera?!
Það var samt gaman að ræða þessi mál við félaga í vinnunni í dag :)
Þeir trúðu því til dæmis ekki upp á títt nefndan bloggara að hafa sagt nauðganir stafa af hóruleysi (blogg sem ég vitnaði í hér fyrir nokkrum dögum).
Eftir að hafa sýnt þeim svart á hvítu orð bloggarans báðu þeir mig innilega afsökunar á vantrú. Að öðru leiti voru þeir orðlausir yfir einkennilegum röksemdafærslum.
Ég er líka hálf orðlaus.
Hef í bili bara eitt að segja:
Áfram ,,öfga-feministar"!
kv.
Helga
ég held ég þurfi að fara í blogg/kommenta-lesturs-bann :(
lestur á bloggum, eða aðalega kommentum á bloggum, á borð við þetta gera mig sorgmædda...
Hvað á kona að gera?!
Það var samt gaman að ræða þessi mál við félaga í vinnunni í dag :)
Þeir trúðu því til dæmis ekki upp á títt nefndan bloggara að hafa sagt nauðganir stafa af hóruleysi (blogg sem ég vitnaði í hér fyrir nokkrum dögum).
Eftir að hafa sýnt þeim svart á hvítu orð bloggarans báðu þeir mig innilega afsökunar á vantrú. Að öðru leiti voru þeir orðlausir yfir einkennilegum röksemdafærslum.
Ég er líka hálf orðlaus.
Hef í bili bara eitt að segja:
Áfram ,,öfga-feministar"!
kv.
Helga
7 Comments:
Mér finnst svo merkilegt að feminismi framkalli svona mikla beiskju og reiði! Af hverju er fólk svona reitt? Af hverju öll þessi hortugheit?
Já einmitt þetta snertir greinilega viðkvæma strengi..
frábært að þú skulir vekja athygli á þessu í vinnunni. Það er einmitt góður staður til að opna augun fyrir þessu bölvaða bulli sem er í gangi.
Góð vinkona mín benti á jákvæðan punkt við allt bullið sem er í gangi. Það hefur hreyft við fólki sem heldur að jafnréttismálin séu bara í góðum gír. Þetta opnar augu fjölda fólks sem er gott!!
Annars finnst mér femínistahryggðar pistlar þínir hreinasta snilld. áfram svona :-)
kv.
Sigga
Þessi niður-með-feminista-umræða er undarleg. Finnst skrýtið hvursu margir taka það inn á sig að verið sé að vinna að réttindum helmings íbúa landsins, svo ekki sé nú talað um íbúa í hnattrænu samhengi, þá er snúið út úr og sagt að þetta sé frekja og undirbúningur fyrir einhliða kvenrétttindi. Skil ekki.
Það var reyndar ein góð sem skrifaði athugasemd hjá Agli og benti honum á að hann vissi betur en svo að láta fáfræði-athugasemdir um feminisma óáreitter, hann sem þekktur og vinsæll (hjá sumum) fjölmiðlamaður ætti að taka það upp á sína arma að leiðrétta þetta og fræða fólk um feminsma og út á hvað hann gengur. Góð áskorun!
Gott hjá þér að taka þetta upp í umræðum! Ég er orðin svo langþreytt á þessu rugli að stundum nenni ég varla að svara fáfræðisathugasemdum.
já svo fyndið þetta með þessi blessuðu forréttindi, það getur verið sárt að missa þau....sérstaklega þegar fólk veit ekki að þetta eru forréttindi og heldur að þetta séu réttindi...
kv,
kyndís
þetta er svo fín síða,
vonandi sé ég þig um jólin Helga.
best
Bryndis
Independent [url=http://www.COOLINVOICES.COM]free invoice creator[/url] software, inventory software and billing software to beget gifted invoices in one sec while tracking your customers.
Skrifa ummæli
<< Home