Spælingar: apríl 2008

þriðjudagur, apríl 29, 2008

Persepolis

Æði bæði
fyrir karla og konur
minn sonur mun hana sjá
má ekki missa af
staf.

Án gríns. Ég hef ekki lesið bækurnar hennar Marjani Satrapi spjaldanna á milli en gluggað í og get hiklaust mælt með myndinni. Ójá.

Kemur sögunni til skila á skýran og skorinortan hátt, er skemmtilega kaldhæðin og raunsæ en um leið er allt svo manneskjulegt.

Nóg um það.
Reddið ykkur myndinni.



//eög

föstudagur, apríl 25, 2008

Sylvia Plath

Hér koma nokkur ljóð eftir hina frábæru skáldkonu Sylviu Plath.
Ég gat ekki valið. Hlustið bara á það sem hefur mest heillandi titil í ykkar huga ákkúrat núna :)


Lay Lazarus


Daddy


Fever 103°



Kv.
Helga

þriðjudagur, apríl 22, 2008

Forugh Farrokhzad


var írönsk kona og ljóðskáld. Hún fæddist 1935 í Tehran. 16 ára giftist hún manni gegn vilja foreldra sinna en fjórum árum síðar skildi hún við eiginmann sinn og varð einstæð móðir sem þótti nú aldeilis radikal. Hún gaf út fjórar ljóðabækur; The Captive (Asir), The Wall (Divar), Rebellion (Osyan) og síðast en ekki síst, Born Again/Another Birth þar sem hún tjáði af hugrekki tilfinningar sem hún og margar aðrar íranskar konur upplifðu á þessum tímum og örugglega enn í dag. Fyrsta bókin hennar er til dæmis að miklu leyti tileinkuð þeim tilfinningum sem fylgdi því að skilja og vera einstæð móðir í samfélagi sem viðurkennir hvorugt.

Ári eftir skilnaðinn fékk Forugh taugaáfall og hélt til Evrópu eftir stutta spítalavist.
Hún átti lengi vel í tygjum við kvikmyndagerðarmann, Ebrahim Golestan , og hann hafði djúpstæð áhrif á hana og árið 1962 gerði hún heimildamynd um holdsveika og vann verðlaun fyrir.

Forugh ögraði bæði félagslegum normum og eins sögulegum hefðum í ljóðagerð og fór óhikað eigin leiðir....augljóslega ljónynja hér á ferð.
Því miður lést þessi kona fyrir aldur fram í bílslysi árið 1967. Seinasta bókin hennar, Let Us Believe in the Beginning of the Cold Season, var gefin út átta árum seinna. Hún er í dag flokkuð sem ein af sterkustu nútímaljóðskáldum Íran og þá sérstaklega fyrir hugrekki sitt og frumleika.
Fyrir áhugasama bendi ég á heimasíðu um konuna: www.forughfarrokhzad.org

Hér kemur brot úr ljóðinu The Wind-Up Doll:

One can be like a wind-up doll
and look at the world with eyes of glass,
one can lie for years in lace and tinsel
a body stuffed with straw
inside a felt-lined box,
at every lustful touch
for no reason at all
one can give out a cry
“Ah, so happy am I!”’


kv,
Valdís Björt

miðvikudagur, apríl 16, 2008

BJÖRK!!!



Tónleikarnir voru fullkomnir!
meira um það síðar :)

kv.
Helga

föstudagur, apríl 11, 2008

who´s that girl!!!!!!!!!?

sunnudagur, apríl 06, 2008

Brellur?




//eög

föstudagur, apríl 04, 2008

FRANSKT POPP

....ekki alltaf viðbjóður.

Rakst á gellu að nafni Sandrine Kiberlain sem er leikkona og söngkona (fyrirgefðu Helga Katrín;)
Eitt laga hennar heitir M´envoyer des Fleurs
and the text goes as follows:

"I decided
to do right by myself
To draw myself a bath
Spread out all the photos of myself
To praise them up and down
I´ll send myself flowers
Talk to me about me
Praise myself loudly
A bunch of roses to congratulate myself
For being me"

(á ensku fyrir vin minn litla sem ekki mælir á franska tungu)

kv,
valdís björt

þriðjudagur, apríl 01, 2008

Aprílgabb...

Bara ef þetta væri aprílgabb dagsins:

Borgaryfirvöld í Jerúsalem lýstu í morgun yfir áætlunum um byggingu sexhundruð nýrra heimila fyrir gyðinga í landnemabyggðinni Pisgat Zeev. Borgaryfirvöld segja Pisgat Zeev tilheyra Jerúsalem en byggðin stendur á landi sem tilheyrir Vesturbakkanum. „Áætlunin er hluti heildaráætlunar borgarstjóra Jerúsalemborgar um byggingu 40.000 nýrra íbúða í borginni til að svara eftirspurn eftir húsnæði fyrir ung hjón,” segir í yfirlýsingu borgaryfirvalda.

Lifið heil.
//eög