Spælingar: maí 2008

miðvikudagur, maí 21, 2008

smá-blogg

sæl,
Verð bara að blogga þessari mynd:



Þetta er hún Carmen Chácon sem er starfandi varnarmálaráðherra Spánar og er einmitt komin 7 mánuði á leið. Hún hefur hlotið gagnrýni fyrir "ástand" sitt og margir hafa sett spurningarmerki um hvort að tvílifra kona geti varið landið sem skyldi og hvort að kona með barn á brjósti geti tekið rökréttar ákvarðanir....bíddu hvaða ár er aftur?

Fyrir þá sem hafa færi á bendi ég á mjöööög skemmtilega og góða grein eftir hann Gunnar Hersvein í annað hvort laugardags eða sunnudagsmogganum síðan um síðustu helgi um þessa konu og þá umræðu sem um hana hefur skapast....

Annars segi ég bara,
lifið heil og áfram Frakkland í Eurovision!!

venlig hilsen,
Valdís Björt

mánudagur, maí 05, 2008

Höggvin í herðar niður eða hausinn af


Las grein í danska dagblaðinu Information sem fjallar um aukið ofbeldi gegn konum í Írak. Þar eru nefnd dæmi um að á seinustu fimm árum hafi kvennadráp, "heiðursmorð", nauðganir og annað ofbeldi stigið til muna. Hin nýja ríkisstjórn hefur engin úrræði fyrir þær konur sem verða fyrir ógnunum og árasarmenn þeirra eru ekki dregnir fyrir dóm. Lagaleg þversögn ríkir í landinu þar sem Sharia lögin eru notuð til að grafa undan lögum landsins, og þá sérstaklega mannréttindi kvenna. Kúrdíska þingkonan Narmin Osman segir heiðursmorð ekki vera alvöru glæp í augum þessarar ríkisstjórnar. Það sýni sig á aðgerðaleysi þeirra við fréttum af hálshöggnum og grýttum konum.Osman segir erfitt að lýsa því hversu slæmt ástandið sé nú og hversu mikið það hafi versnað á seinustu fimm árum. Dæmi séu um að konur kveiki í sér til að mótmæla og fleiri konur svipti sig lífi vegna stöðugra hótana.

Sem sagt. Eftir innrás Bandaríkjahers og bandamanna þeirra (muna, Ísland er með í för) og þeirrar ríkisstjórnar sem kom í kjölfarið, hefur öfgamönnum vaxið ásmegin og og þurfa konur nú að súpa seyðið af því. Þau morð sem skráð hafa verið, og eru að mati starfsfólks mannréttindasamtaka í landinu líklega enn fleiri þar sem fæst eru skráð sem slík, eru morð þar sem konur hafa verið drepnar meðal annars fyrir að virða ekki dresskóða sharialaganna. Einnig er dæmi um að 18 ára stúlka hafi verið drepin fyrir það að hafa orðið ástfangin af breskum hermanni sem var að "þjóna föðurlandi hennar" í suðurhluta landsins.

Þau öfl sem átti að útrýma eru því nú orðin sterkari en fyrir innrásina.

Frábær árangur!!!

Kveðja,
Elín Ösp


p.s.
-Cake or death?
-Cake please.
-Oh, sorry we´re out of cake.

fimmtudagur, maí 01, 2008

1.maí



GLEÐILEGAN BARÁTTUDAG VERKALÝÐSINS!

Á þessum síðustu og verstu tímum launafólks í landinu er ekki úr vegi að standa upp og hrista sig aðeins og gera sér grein fyrir því að mun betur má fara. Dæmi: Kennarar hafa samið og er það vel en laun og kjör hjúkrunarfræðinga og annarra starfstétta innan heilbrigðiskerfisins eru enn langt frá því að vera í samræmi við álag, vinnutíma og mikilvægi starfans. Vonandi gerir fólk sér grein fyrir því á Íslandi, rétt eins og hér í Kaupmannahöfn, að góð og opin heilbrigðisþjónusta fyrir alla er grunnur velferðarríkis sem jú flestir vilja halda. Því þarf að hlúa betur að grunninum.

Það heyrist alltaf það sama: að kennarar sinni rosalega mikilvægu starfi við uppeldi barnanna, framtíðar landsins, og að allir verði að eiga kost á ókeypis heilbrigðisþjónustu. En ekkert blífur á þvermóðsku stjórnvalda til að sýna í verki hvursu vel þessi þjónustustörf eru metin.

Ég get ekki betur séð en að enn sé sama reglan í gildi; þar sem unnið er með peninga er peninga að fá og þar sem unnið er á rassinum er peninga að fá. Þar sem unnið er með manneskjur og hlaupið er fram og aftur allan daginn er hins vegar minna af aurum að sjá. Svo ekki sé minnst á önnur þjónustustörf...

Þarf ekki að gera eitthvað í þessu?
Eða hvað? Er okkur nokk sama?



Fróðleiksmolar:
*Árið 1889 var ákveðið að 1.maí skyldi vera gerður að Baráttudegi verkalýðsins.
*Þá var þess minnst að 100 voru frá Frönsku byltingunni.
*Árið 1923 var fyrst gengin kröfuganga á Íslandi.


Nú er 1.maí gangan fremur eins og skrúðganga með blöðrum en kröfuganga...........


//eög-pissfúl

p.s. Lifi verkalýðurinn!