miðvikudagur, maí 31, 2006
mánudagur, maí 29, 2006
þriðjudagur, maí 23, 2006
mánudagur, maí 22, 2006
nafnagiftir
Ég hef mikið verið að velta fyrir mér nafnagiftum eins og Brangelina og Bennifer sem hinum og þessum frægum pörum hafa verið gefin og datt í hug í beinu framhaldi að koma með og leggja undir ykkur nöfn á þau pör sem ég þekki:
Elín Ösp og Pétur Örn: a) Pelín Örp b) Pelínarösn c) Petína Ö
Guðrún og Oddur: a) Groddur b) Goddný c) Goddodd
Katla og Gulli: a) Katlull b) Gutl c) Gukatl
svo eru ein mæðgin líka, þau gætu vitaskuld fengið sameiginlegt nafn:
Sigríður og Geir Hannes: a) Siggeir b) Hannus c) GeirSiggahann
Endilega komið með ykkar skoðun og jafnvel tillögur!!
(valdís og Benicio Del Toro: a) Venicio b) Benvaldo c) valtoro)
kveðja,
valdís
Elín Ösp og Pétur Örn: a) Pelín Örp b) Pelínarösn c) Petína Ö
Guðrún og Oddur: a) Groddur b) Goddný c) Goddodd
Katla og Gulli: a) Katlull b) Gutl c) Gukatl
svo eru ein mæðgin líka, þau gætu vitaskuld fengið sameiginlegt nafn:
Sigríður og Geir Hannes: a) Siggeir b) Hannus c) GeirSiggahann
Endilega komið með ykkar skoðun og jafnvel tillögur!!
(valdís og Benicio Del Toro: a) Venicio b) Benvaldo c) valtoro)
kveðja,
valdís
föstudagur, maí 19, 2006
Helstu frettir
Þegar vangaveltur um hjónabandssælu Britney Spears og Kevin Federline eru undir liðnum HELSTU FRÉTTIR á Morgunblaðsvefnum, þá vakna efasemdir hjá mér um hvort fjölmiðlar á Íslandi hafi yfir höfuð áhuga eða vilja til þess að fjalla af viti um það sem virkilega skiptir máli. Þá á ég til dæmis við skammarleg laun sem enn viðgangast í samfélaginu, virðingarleysi gagnvart þeim sem vinna þau störf, fáránlega langan biðlista á barna-og unglingageðdeildum landsins, afskiptaleysi stjórnvalda af efnhagsmálum og stóriðjufirru sem tröllríður öllu.
En það er jú svo bullandi mikið góðæri og þetta lið sem vinnur í umönnunarstörfum er hvort sem er bara eitthvað að dúlla sér og horfa á sjónvarpið á meðan sjúklingarnir sofa. Ef launin væru eins slæm og sagt er þá ætti það bara að biðja um hærri laun, er það eitthvað flóknara en það? Síðan ættu foreldrarnir bara að standa sig betur í uppeldinu svo börnin þeirra fari ekki yfir um og þurfi leggjast inn á Klepp. Það er líka allt of mikið vesen að lækka matarskatt, hvaðan á ríkið þá að fá skatt? Æi já, ég gleymdi, auðvitað frá ellilífeyrisþegum.
En ég meina, hvað eigum við að gera í þessu?
Það er ekki eins og að við segjumst búa í velferðarkerfi þar sem hagur allra á að vera í fyrirrúmi.
p.s. Það er bara svo miklu skemmtilegra að tala um fallegt fólk, eins og Britney babe.
//eög
fimmtudagur, maí 18, 2006
laugardagur, maí 13, 2006
síðdegiskonfekt
Varð bara að deila þessu með fjöldanum....
http://www.youtube.com/watch?v=CtcRDHkgKvY&eurl=http%3A%2F%2Fbulletin%2Emyspace%2Ecom%2Findex%2Ecfm%3Ffuseaction%3Dbulletin%2Eread%26messageID%3D901575155%26MyToken%3Daa64820c%2D64d2%2D4fa2%2Db92f
kveðja,
Valdís
ps. mæli með ótrúlega fyndinni bók sem ber heitið Poverty in Burkina Faso og er eftir einn fremsta grínista Svía um þessar mundir, Starvin´ Sten!!!
http://www.youtube.com/watch?v=CtcRDHkgKvY&eurl=http%3A%2F%2Fbulletin%2Emyspace%2Ecom%2Findex%2Ecfm%3Ffuseaction%3Dbulletin%2Eread%26messageID%3D901575155%26MyToken%3Daa64820c%2D64d2%2D4fa2%2Db92f
kveðja,
Valdís
ps. mæli með ótrúlega fyndinni bók sem ber heitið Poverty in Burkina Faso og er eftir einn fremsta grínista Svía um þessar mundir, Starvin´ Sten!!!
fimmtudagur, maí 11, 2006
Bryster
Ein spurning:
Hver fann upp brjóstahaldarann? Og hvenær? Ég meina, voru neandertalskonur reyrðar um bringuna til að forðast óþægilegan hristing júgra sinna eða kom kannski ekki til þess vegna þess að þær voru heima við og ekki mikið að hoppa? Eða var það karl sem fann hann upp? Annað eins hefur nú gerst, kallpungar að koma fram með einhverja vitleysu handa konum. Ekki það svo sem að brjóstahaldarar séu vitleysa. En hvurnig kom þetta til?
Sé þetta fyrir mér: "Olga (formóðir hollenskra fræðikvenna) varð í fyrsta sinn vör við ógeðslega könguló, fyrir langa langa löngu, og brá svo mikið að hún stökk upp úr steinstólnum sínum og hljóp í burtu. Fann hún þá fyrir eymslum í spenum sínum á bringunni því þeir voru gildnir mjög. Til að geta hlaupið frjáls um í haganum þegar kóngulær létu á sér kræla ákvað hún að reyra brjóst sín haganlega niður."
Nei í alvöru, hafiði hugmynd um sögu brysteholdere? Hvenær kom þörf til þess að halda þeim niðri? Þegar konur fóru að stunda ríðingar? Ég átti við á hestum dónarnir ykkar!!!
//eög
sunnudagur, maí 07, 2006
föstudagur, maí 05, 2006
hrokamál
Um daginn horfði ég á tiltölulega lélega mynd sem ber heitið ´Salton Sea´. Hún er um eiturlyf og hvernig morð á eiginkonum getur fengið góða menn til að ánetjast þeim. Eitt atriði hefur þó ásótt mig, síðustu daga. Þar fer fram samtal tveggja manna (Val Kilmer og Peter Saarsgard) um heimsókn þeirra til dópsala sem hafði misst nefið. Heimsóknin hefst með því að dópsalinn og vinir hans setja upp morðið á Kennedy, með fjarstýrðum bíl, byssum og dúfum. Jimmy the finn (persóna Saarsgards) spyr Kilmer að því hvað þeir hafi verið að endurgera og svo hver Kennedy hafi verið. Kilmer svarar honum á mjög svo eðlilegan hátt og svo keyra þeir barasta áfram í eyðimörkinni í smá stund. Þá snýr Jimmy sér að Kilmer og þakkar honum fyrir að hafa ekki gert grín að sér.
Þetta var langbesta atriði myndarinnar og gott að geyma einhvers staðar bara svo maður verði ekki blár af hroka.
VBG
miðvikudagur, maí 03, 2006
Er líður að prófum sækja að konu ýmsar hugsanir. Þær eru sjaldnast um námsefnið og er hugurinn oftar en ekki víðsfjarri lærdómnum. Upp koma hugmyndir um hvað mætti betur fara hér og þar og hvað mætti gera skemmtilegt, annað en að lesa um að börn séu líka fólk með gerendahæfni.
Sem dæmi er þetta:
Flugfélög innanlands sem utan ættu að vera með ástvinaafslátt. Því yrði svo háttað að þeir farþegar sem væru að fara að heimsækja ástvini sína í Langtiburtistan (eða Ekkisvonálægtenekkisvolangtiburtistan) fengju afslátt af fargjaldi. Mætti afslátturinn vera mestur fyrir ástvini eins og maka, börn foreldra og systkini, en minni eftir því sem fjær dregur.
Því ætti bissniss-fólk ekki að fá neinn afslátt, öfugt við það sem nú gerist, þar sem þeir sem eiga mest þurfa að borga minnst.
Því hvað eru flugfélög að gera annað en að níðast á ástinni og nýta sér söknuð mannanna sem aðskildir eru? Þetta er auðvitað ekki hægt. Brýnt mál sem leysa þarf á næstu misserum. Helst strax.
Það er ólíðandi að ástin sé höfð að féþúfu. Svei.
//eög