Spælingar: desember 2006

laugardagur, desember 30, 2006

Áskorun

Ég skora á sambloggara mína að undirbúa sig nú yfir áramótin til þess að skrásetja smá uppgjör við árið 2006. Bara svona klisjulista sem inniheldur viðburð ásrins, lag ársins, slangur ársins eða annað sniðugt. Tilnefningar meiga vera bæði úr heimsviðburðum, innlendar sem og persónulegar. Einnig skora ég á ykkur ungu dömur að skrásetja smá vonir og væntingar um árið 2007, nokkur háleit markmið, mottó og annað.
Hlakka til að sjá útkomuna!

Kær kveðja,
Ritstjóri spælinga

fimmtudagur, desember 28, 2006

Virðing til guðföðursins

R.I.P. James Brown!
Hann var svo sannarlega snillingur

http://hype.non-standard.net/artist/james%20brown

...ég veit samt ekki alveg hvað mér finnst um þennan texta:

Artist: James Brown
Song: It'S A Man'S Man'S Man'S World
Album: 20 All-Time Greatest Hits!
[ " 20 All-Time Greatest Hits! " CD]

This is a man's world, this is a man's world
But it wouldn't be nothing, nothing without a woman or a girl

You see, man made the cars to take us over the road
Man made the trains to carry heavy loads
Man made electric light to take us out of the dark
Man made the boat for the water, like Noah made the ark

This is a man's, a man's, a man's world
But it wouldn't be nothing, nothing without a woman or a girl

Man thinks about a little baby girls and a baby boys
Man makes then happy 'cause man makes them toys
And after man has made everything, everything he can
You know that man makes money to buy from other man

This is a man's world
But it wouldn't be nothing, nothing without a woman or a girl

He's lost in the wilderness
He's lost in bitterness

Til að friða hugann ætla ég bara að kalla hann (textan) barn síns tíma


Helga
(Ps. mæli ekki með þessu bloggerdóti, búin að vera í endalausu veseni með þetta. vegna þess að það er nánast ómögulegt að lauma færslum inn í þessu drasli koma hér 2 í röð...)

Smá spæling um fréttablaðið í dag...

Ég vaknaði seint í morgun (vön jólaluxus) með áfast bros eftir ofur yndæl jól. Kveikti á kaffivélinni, skellti Janis á og settist svo með cappuccino, sænskan snúð og fréttablaðið inní stofu. Eftir að hafa flett blaðinu gat ég ekki hætt að hugsa um ofuráberandi kynjaslagsíðu í því. Til að sanna það að ég væri ekki paranoid og geðveik prófaði ég að gera könnun.
Í blaðinu birtast 203 karlar á mynd en aðeins 70 konur!!!
Þetta er af öllum myndum blaðsins utan auglýsinga.
Stór skýring á þessum rosalega mun er rosalega flott og veglegt blað innan blaðsins sem heitir Markaðurinn. Þar eru 24 portraitmyndir af merkum mönnum þar með aðeins tveir kvenmenn. Þetta útskýrir samt sem áður alls ekki allt.

Nú koma niðurstöður könnunar morgunsins:
Vendipunktar (innlendir og erlendir) : 19 karlmenn og 4 konur
Markaðurinn: 43 karlar og 4 konur (þar af aðeins 2 sem aðalatriði á mynd)
Íþróttir: 21 karla og 3 konur (Af 10 tilnefndum íþróttamönnum ársins eru þessar 3 konur (semsagt pínulitlar myndir) )
Menning: 16 karlar og 5 konur (enda kvennaenning hálfgerð ómenning samanber kellingabækur og konumúsík)
Fólk: 19 karlar og 5 konur (konur eru einmitt ekkert fólk frekar en menn)
Venjulegt blað: 58 karlar og 41 kona (þar af td. 14 frægar og kjólarnir þeirra)
Dagskrá + seinustu síður: 28 karlar og 6 konur (enda lítið um konur á dagskrá)
Áltisgjafar á geilsadiskumársins eru 20 karlar og 1 kona (Andrea)!!


Um myndirnar fáu af konunum:

Á forsíðunni er mynd af tveim konum að sauma fána og einni stelpu sem talar um fata stíl sinn inní blaðinu. Svo kemur mynd af konu með frægum eigimanni sínum, íbúa einuim í Hafnarfyrði, írönskum konum að mótmæla (2), Umhverfisráðherra, Söngkonur, hvað er að frétta? dálkur, Blaðakona, kona með húsráð, um stíl, 2 myndir af kvenmansfótum, áramótapartymynd, um pilates (2 konur), kona að fagna stöðuhækkun mannis síns, 14 fallegar stjörnur og kjólarnir þeirra og enn ein um stíl (á íbúð reyndar hér). Í markaðsblaðnu slysast 2 konur inná fjöldamynd en tvær eru í blaðinu vegna greinar sem tengist þeim beint (húrra fyrir þeim!)
Mynd af 2 skólastelpum og við hana: minnkum brottfall, grein um breytingarskeiðið, afmæli, söngkonur nokkrar, Þara af mynd af 2 sem gáfu út diskinn söngur af konum sem fær 1 stjörnu, 1 kona að gera gjörning, Unnur Birna með mömmslu sinni, færg kona og um það þegar hún beraði óvart brjóst sitt í viðtali og Jessica Simpson: Þorir ekki útúr húsi.
í "ekki missa af" liðnum um sjónvarpsdagskrána eru myndir af 15 körlum og 3 konum (vísbending um kynjahlutföll í sjónvarpi?) og 2 konur sjást í fréttum af fólki.

Niðurstaða: ég er ekki geðveik.
Fjúkk!
þá get ég skellt brosinu aftur á mig og haldið áfram að syngja með Janis.

Góðar stundir

Helga

mánudagur, desember 25, 2006

GLEÐILEG JÓL!

þriðjudagur, desember 19, 2006

Hver er kallinn?

Þetta er svona nýr leikur í tilefni dagsins.
Ég mun og gefa ykkur vísbendingar og þið getið svo komið með tillögur um hvaða kall sé um að ræða í kommentum....ok? ok.

  1. Kallinn eyddi þremur árum sem starfsmaður The National Security Council og starfaði meðal annars sem Deputy National Security ráðgjafi fyrir George H. W. Bush á meðan á Operation Desert Storm stóð.
  2. Kallinn var meðal þeirra sem leiddu baráttu Ameríku í þágu "freedom fighters" í Afganistan gegn Sovíetmönnum (og einni konu..en hún dó...úr túrverkjum) eftir innrás þeirra.
  3. Kallinn vann hjá BNA leyniþjónustunni og hafði á tímabilinu eftir kalda stríðið yfirumsjón með leyniþjónustu BNA manna utanlands. Ýmsir aðilar vilja meina að hann hafi ekki bruðgist sem skyldi við breyttum aðstæðum eftir fall Sovíetríkjanna og jafnvel málað skrattann á vegginn og ýkt svo um getur neikvæða ímynd Sovíetríkjanna.
  4. Kallinn hefur verið sakaður um að hafa með aðgerðum sínum og ráðabruggi, breytt Leyniþjónustu BNA manna í hagsmunabatterí (policy driven analysis) í stað þess að samanstanda af hlutlausri gagnasöfnun og stefnumótum.
  5. Kallinn er 63 ára.
  6. Kallinn er talinn hafa verið lykilmaður í hinu svokalla Iran-contra máli, sem var skandall er skók ríkisstjórn Ronald Reagans. Málið inniheldur ásakanir á hendur yfirvalda þess efnis að írönskum yfirvöldum hafi verið seld vopn og ágóðinn hafi verið notaður til að borga undir hermenn í stríðinu gegn "górilluhernaði" í Níkaraqua. Reagan neitaði öllu opinberlega en játaði svo allt nokkrum dögum seinna .....hmmm minnir mig á margan annan stjórnmálamanninn. Kallinn var milligöngumaður í þessari sölu til öxulveldis djöfulsins í skiptum fyrir BNA gísla og tók þátt í að hylma yfir alls konar andskota (allegedly).
  7. Kallinn situr/sat í The Baker-Hamilton Iraq Study Group
  8. Kallinn starfar nú sem formaður í einum af stærstu háskólum BNA og hefur doktorsgráðu í Aljþóðasamskiptum. Hefur þó fengið ágætisatvinnutilboð.....

Jæja kæru vinir, hver er kallinn?

kv,

valdístilfólksins

Myrkur

það reynist mér erfitt að viðhalda jólafílingnum í þessu kæfandi myrkri. Snjór koddu aftur!!!
helga

mánudagur, desember 18, 2006

common titties!!!

Góðan daginn,

Ég hef fengið nóg af því að lesa kenningar eftir úldin typpi sem hafa legið í jörðinni í um hundrað ár!!!
Ég hef fengið nóg af því að kúrsar geti heitið Kenningar í félagsvísindum en verið um 4 löngu-dauð typpi!!!
Getur verið að fyrsta konan hafi jafnvel bara verið fundin upp í kringum 1800 vegna þess að Adam var bara ekki tilbúin til að gefa eitt rif fram að þeim tíma....?
Ég hef líka fengið nóg af því að kennarar viti vel að konur voru að skrifa kenningar á þessum tíma en bæti því samt sem áður ekki inn í námskrá það er meira að segja gegn kenningunum sem þessir sömu kennarar eru að kenna!!!

Ég vil meiri brjóst!!! Alls staðar!! Inn í allar kennsluskrár og námsáætlanir!! og þá er ég EKKI að tala um karlmannsbrjóst, heldur alvöru kvenmannsbrjóst (má svo sem alveg vera sílikon ef þær hafa eitthvað til málanna að leggja)!!

Því segi ég og held stolt um brjóst mér:

COMMON TITTIES!!!!

kv,
valdístilbrjósta

ps. ok já ég er í prófum og hef kannski ekki náð fullum svefni í nokkra daga og kannski að verða svolítið skrítin eftir þónokkra einveru en hey....to be taken seriously, to be taken very seriously!!!

föstudagur, desember 15, 2006

Wtf?!

...ekki skrítið að maður hafi alltaf óttast jólasveinana...
Photobucket - Video and Image Hosting

helga

fimmtudagur, desember 14, 2006

INNI ... og... ÚTI






Útlendingar ... Innflytjendur

...smá hnittni frá baggalútsfélögum tila ð byrja að bæta upp fyrir væmnina
helga

Ég hlakka svo til!!!

Vá ég hlakka svoooo til jólanna! ég elska þennann tíma.
Hann kemur eins og vin í eyðimörk með ljós inní myrkrið og ró inní stressið.
Haha ég er að deyja úr væmni og klisjukenndu jólaskapi!
Hugsið ykkur frí, góður matur, kúr, góðar stundir með vinum, kerti, vín og góðar bækur... hvað er betra?
Fyrir þá sem vilja komast í jólaskap sem fyrst:
1) hlustið á þetta: http://hype.non-standard.net/search/Sufjan%20Stevens/1/
2) dekrið við ykkur og takið því rólega (td. heit böð, te og fleira kósí)
3) skrifið jólakort
4) fáið ykkur malt og appelsín
Svo mæli ég líka með því að rölta laugaveginn, hanga með ömmum og öfum, skoða uppskriftir fyrir jólamat og horfa á þessa mynd. Hún er barn síns tíma en mjög jólaleg, líka flottir dansar :)
Já ég get ekki talað um óréttlæti, stríð eða aðrar hörmungar á svona stundum.
En nóg af væmni

komið ykkur í jólagírinn fólk!

Helga

mánudagur, desember 11, 2006

sæl,

vil bara minna á þessa síðu hér:

http://dahrjamailiraq.com/

sem snillingurinn Elín Ösp hafði uppá og er minn þekkingarbrunnur þegar kemur að stríðinu í Írak. Mér finnst það skylda þeirra sem standa utan við stríðið (óbeint og beint) að lesa sér til um það sem er að gerast (minni á karma-pælingu Davíð Þórs; hver segir að við eigum rétt á að sitja hér á okkar feita rassi með hlaðborð ýmissa réttinda án þess að gera neitt til að bæta réttindi annarra!!)!!!

kv,
valdístilfólksins

ps. vildi óska að Dave Chapelle í gervi R. Kelly myndi pissa yfir allt þetta plebbastríðsrekstrarlið!! I wanna piss on you!

föstudagur, desember 08, 2006

Allt er nú hægt!



...þeir hefðu kannski átt að leggja dans fyrir sig...


Helga

miðvikudagur, desember 06, 2006

After winter must come spring

...ég er í eithvað svo blúsuðu skapi þessa dagana...

hér eru tveir snillingar að taka snilldarlag





ég held ég hafi átt að verða hippi...


Helga


Vona að þetta sé ekki of mikið fyrir síðuna (veit að þetta er langt!)
og hver elskar ekki dansandi manninn í stuttu gullbuxuum?

staða kvenna í Írak

Þetta er kannski örlítið löng grein en góð er hún!!!

It's Hard Being a Woman

*Inter Press Service*
Dahr Jamail and Ali Al-Fadhily

*BAGHDAD, Dec. 5 (IPS) - Once one of the best countries for women's rights in the Middle East, Iraq has now become a place where women fear for their lives in an increasingly fundamentalist environment.*

Prior to the U.S.-led invasion and occupation of Iraq, Iraqi women enjoyed rights under the Personal Status Law since Jul. 14, 1958, the day Iraqis overthrew the British-installed monarchy.

Under this law they were able to settle civil suits in courts, unfettered by religious influences. Iraqi women had many of the rights enjoyed by women in western countries.

The end of monarchy brought a regime in which women began to work as professors, doctors and other professionals. They took government and ministerial positions and enjoyed growing rights even through the dictatorial reign of Saddam Hussein and his Ba'ath Party.

"Our rights had been hard to obtain in a country with a tradition of firm male control," Dr. Iman Robeii, professor of psychology from Fallujah told IPS in Baghdad. Iraqi women have traditionally done all the housework, and assisted children with school work, she said. On top of that about 30 percent of women had been engaged in social activities.

"But a tragic collapse took place after the U.S. invasion of Iraq and the so-called Islamists seized power to place new obstacles in the way of women's march towards improvement," she said.

A significant event was the Dec. 29, 2003 decision by the U.S.-installed Iraqi Governing Council (IGC) to pass a bill which almost cancelled the Personal Status Law, 45 years after it had been passed.

Under Resolution 137 Iraqi women would rely on religious institutions for personal matters such as marriage and divorce, as opposed to recourse to civilian courts that they could access before the invasion.

Women across Iraq saw the IGC move as one of the first hazardous steps towards implementation of a fundamentalist Islamic law. The bill did not pass, but the slide into Sharia (Islamic law) had already taken root
through much of Shia-dominated southern Iraq and also some Sunni-dominated areas of central Iraq.

Resolution 137 was defeated in March 2004. A new Iraqi constitution has been introduced, but the adoption of the constitution has not helped protect women's rights.

Yanar Mohammed, one of Iraq's staunchest women's rights advocates, believes the constitution neither protects women nor ensures their basic rights. She blames the United States for abdicating its responsibility to help develop a pluralistic democracy in Iraq.

"The U.S. occupation has decided to let go of women's rights," Mohammed told reporters. "Political Islamic groups have taken southern Iraq, are fully in power there, and are using the financial support of Iran to recruit troops and allies. The financial and political support from Iran is why the Iraqis in the south accept this, not because the Iraqi people want Islamic law."

Mohammed believes the drafting of the Iraqi constitution was "not for the interest of the Iraqi people" and instead was based on concessions to ethnic and sectarian groups.

"The Kurds want Kirkuk (an oil-rich city they consider the capital of Iraqi Kurdistan), and the Shias want the Islamic Republic of Iraq, just like Iran's," she said. "The genie is out of the bottle in terms of political Islam (by Shias) and the resistance (by Sunnis). America will tolerate any conclusion so they can leave, even if it means destroying women's rights and civil liberties.They have left us a regime like the Taliban."

A woman judge told IPS that she and her female colleagues could not go to work any more because the current system does not allow for a female judge.

Iraqi NGO activists have also criticised the new constitution for depriving women of leadership posts in the country. "The constitution mentions some rights for women, but those in power laugh when they are asked to put it to practice," she said. Like the woman judge, she too did not want to be named.

The key element in the Iraqi constitution that is dangerous for women's rights is Article 2 which states "Islam is the official religion of the state and is a basic source of legislation." Subheading A under Article 2 states that "No law can be passed that contradicts the undisputed rules of Islam."

Under Article 2 the interpretation of women's rights is left to religious leaders, and it provides for implementation of Sharia law which can turn the clock back on women's rights in Iraq.

The social environment in Iraq has become acutely difficult for women already. Many women now fear leaving their homes.

"I try to avoid leaving my home, and when I do, I always cover my face," Suthir Ayad told IPS at her house in Baghdad. "Several of my friends have been threatened or beaten by these Shia militias who insist we stay home and never show our faces."

In southern Iraq, the situation seems even worse.

"My cousin in Basra was beaten savagely by some of the Mehdi Army (the militia of Shia cleric Muqtada al-Sadr) because she tried to attend university," said a woman who spoke on condition of anonymity. "Now she never leaves her home unless fully covered, and then only to shop for food."

kv,
valdístilfólksins

þriðjudagur, desember 05, 2006




Með því að hlusta á jólalög og éta piparkökur í massavís er hægt að komast nær jólaskapi.
Ekki skemmir fyrir að kveikja á kerti eða tveimur, fá sér kakóbolla uppi í rúmi og lesa góða bók.
Svo væri gott að nálgast mandarínur og negulnagla....

Já, ég er að komast í jólaskap :) þrátt fyrir allt saman.
//eög

sunnudagur, desember 03, 2006

Í tilefni af The Sea Beyond the Inside:




kv,
valdístillospueblos

föstudagur, desember 01, 2006

spakmæli

"No one sex can govern alone. I believe that one of the reasons why civilization has failed so lamentably is that is had one-sided government".

"I refuse to admit that I am more than 52, even if that makes my children illegitimate".

Lady Astor

"The mind has no sex".

George Sand

"No woman can call herself free who does not own and control her body. No woman can call herself free until she can choose consciously whether she will or will not be a mother".

"Woman must not accept; she must challenge. She must not be awed by that which has been built up around her; she must reverence that woman in her which struggles for expression".

Margaret Sanger

Já konur og menn ég er að læra undir kynjafræðiprófið....njótið

kv,
valdístilfólksins

strætó




Ég er með tillögu að nýju leiðarkerfi.

Það er á þessa leið:
Hvernig væri að strætó myndi taka upp það kerfi sem pizzukompaníið Dómínós fór fyrst af stað með, það er, að ef strætó kemur of seint að stoppistöðinni þá fá farþegarnir sem þar bíða farið ókeypis?

kv,
valdístilfólksins

ps. myndin er ekki lýsandi fyrir veðurfar þegar ég bíð eftir seinum strætó...