Spælingar: júlí 2007

fimmtudagur, júlí 26, 2007

könnun....

Mig langar að leggja fyrir ykkur, vini mína, könnun. Ég hef verið að velta því fyrir mér hvort svartar bandaríkjakonur muni kjósa Obama (svart) eða Hilton (konu) því ef ég væri svört kona ætti ég örugglega erfitt með að ákveða mig....


Hillary...



eða Obama.......





hvað segiði?

kv,
lata stelpan

ps. mér finnst að repúblikanir þurfi að koma með eitthvað gott útspil eins og holdsveika lellu á móti ofangreindum frambjóðendum demókrata....bara hugmynd.

sunnudagur, júlí 22, 2007

Lúkasarguðspjall

sæl og blessuð,

mig langar að minnast hér nokkrum orðum á Lúkas litla, hundinn sem hefur með dauða sínum og upprisu gætt líf okkar sorg (fyrst), skömm (örlitlu síðar) og óendanlegum og háværum hlátrarsköllum (síðast).

Fyrst langar mig að segja að enginn er spámaður í eigin landi og það á svo sannarlega við Lúkas litla sem er það ljótasta sem hefur skrið-labbað þessa jörð (sorrí ef eigandinn les þetta en hundurinn er örugglega gæddur einhverjum góðum eiginleikum sem bæta upp ófríðnina). Sögusagnir um meint morð hans með brútal töskukasti (krossfestingu) urðu til háværra mótmæla og kertafleytinga (þó ekkert í líkingu við bálför í minningu Tyrkjaránsins). Hugmyndin um slíkan verknað kallaði eftir ströngum aðgerðum hins almenna borgara (sem pirrar sig örugglega á Írakstríðinu og óþægilegum fréttamyndum tengdu því á matmálstíma) og margir voru tilbúnir að fórna æru og limum meints morðingja sem réttlátra afleiðinga töskugjörða og annars konar ofbeldis.

Nú hefur hinsvegar komið í ljós (á fimmta degi Lúkasarárs) að hann hefur stigið niður frá himnum og risið upp frá dauðum (líklega í hellisgjóti í fjalli nokkru norðan heiða). Hann hefur þó ekki fangast, að öllum líkindum vegna þess að hinn endurlífgaði Lúkas er líklega upprisinn í formi tófu eða feitrar rottu (slíkt er þekkt í öðrum trúarbrögðum). Á þann veg hefur Lúkas sýnt og sannað að hið góða sigrar hið illa í öllum tilvikum. Okkur ber að fagna með hlátri og hlátri.

Mig langar að þakka Lúkasi fyrir að koma mér til að gráta.....af hlátri.

virðingarfyllst,
Valdís

ps. Auk þess vil ég benda þeim sem fóru og tóku þátt í kertafleytingum og öðru eins verra að þeim býðst nú að koma saman og ræða við þá sem fóru forðum á Snæfellsjökul og biðu eftir geimverum. Þar munu þeir miðla af reynslu sinni um hvernig sé best að díla við niðurlægingu og vonbrigði með samfélagið sem áhorfendur.
pps. Ég hafði ætlað mér að pósta hér mynd að heilögum Lúkasi en fann enga sem ég taldi við hæfi barna né viðkvæmra og þar sem ég er bæði ákvað ég að sleppa því.

miðvikudagur, júlí 18, 2007

botninn vegur þyngra en tvær háskólagráður


Var að lesa æðislega grein í ítalska blaðinu La Repubblica (http://www.repubblica.it) sem pabbi sendi mér. Þar sem ég þykist vera að fara að læra ítölsku ætla ég að laus-þýða brot úr greininni hér.

En fyrst er það forsagan.
Grein í Financial Times um afturför ítalskra kvenna í kvenréttindamálum hefur vakið mikla athygli á ítalíu. Sérstaklega eftir að greinin eftir þessa konu MILA SPICOLA
sem ég er að þýða eftir var birt. Það eru umræðuþættir um þetta í sjónvarpinu og allt. Forsíða Times er mynd af Elisabettu Canalis nakinni að sýna brjóst og síma í auglýsingu. Gagnrýni breska blaðamannsins snýr að fjölmiðlum á ítalíu, aðallega sjónvarpi, og hlutgervingu þeirra á konum. Gagnrýninni er líka beitt að einstaka konum eins og Canalis.

Hér má sjá hina fögru Canalis. Rass og brjóst eru hennar sérsvið sem sést ef maður googlar hana...

Vegur rass minn þyngra en gráðurnar?

Kæri ritstjóri, vegna gagnrýni Adrian Michaels í Financial Times um sigra sjónvarpsstúlkna og naktra kvenna á ítalíu vil ég benda á að vandamálið er ekki kvennavandamál. Það er ekki við feminismann og svokölluð risaskref hans, jafnvel afturábak, að sakast heldur maskílismann ítalska sem gnæfir yfir öllu.

í mínum augum hefur frú Canalis náð takmarki sínu, árangri og peningum, með snilldarbrag. Rétt upp hönd sú kona sem myndi afþakka smá eigin laun og jafnvel smá ást, og karlmenn myndu þeir segja nei takk ?

Hvað mig varðar eru þetta vandamál sem snerta mig daglega, í alvöru alla daga. Ég er 39 ára, einhleip, hef tvær háskólagráður (eina í arkitektúr og hina í varðveislu mynja), skarta tveim mastersgráðum, einni í hagfræði og hinni í sagnfræði, hef eina sérgráðu í ráðgjöf, er með doktorsgráðu .... og virkilega flottann rass.

Já einmitt, kæru lesendur, fyrstu samskipti mín við ítalksa maskílista bekkinn eru alltaf þrálátt augnaráð hans á þennan kost minn (svo lengi sem ég klæðist ekki vel víðum burka) sem er ekki mín sköpun og é gá því ekki mikið hrós skilið fyrir. Þrátt fyrir greindarísitölu mína, menningu mína, kaldhæðinina, og svo framvegis...

Og ég hugsa: en í alvöru eru þeir svona andlausir? Fátækir í samræðum við hitt kynið? Algjörlega vanhæfir til þess að mætast á öðrum sviðum en kynferðislegum? Hvernig sem það er er hugmynd mín sú að, fyrir utan einhver verðug frávik, "mér finnst þú einfaldlega heimskur" og guð einn veit hvað ég vildi hafa rangt fyrir mér, í ljósi þeirra vandamála sem ég lifi daglega. Ég veit líka að sá sem les þennan póst, ef viðkomandi er karlmaður, lyftir þegar brúnum. Ég gæti lagt hönd mína á eldinn, líkt og hann myndi glaður leggja hönd sína á mjöðm mér. Afsakið ef ég er ósvífin.

Og ég spyr mig, hvað eigum við ítalskar mæður að gera við þessa stráka (maschi)? vegna þess að í grunninn er vandamálið þeir; eigum við að drekkja þeim í æsku? kasta þeim vængstýfum af bjargi vitsmunalegs vals? Láta þá taka til í herberginu sínu frá átta ára aldri svo þeir skilji að orðið persóna á að koma í stað orðsins karlmaður (maschio)?

Kæri blaðamaður ég myndi hafa minni áhyggjur af ítölskum konum. Tölfræðin segir þær betri í skóla, alltaf herskárri, liprari, sterkari, kannski aðeins of samviskusamar... en þú áfellsist mig: í frumskógi karlmanna, sem eru í alvörunni takmarkað þróaðir reynum við þó að ná takmörkum okkar með þeim vopnum sem okkur eru eftirlátin. Nánast allar nöktu konurnar eru vel meðvitaðar um það sem þær gera, örugglega miklu meðvitaðari um það en prófesorinn sem flakkar á milli stöðva og staðnæmist til að dáðst að þeim. "Hvað er svona slæmt við þetta?" myndi stelpan segja, en líka prófesorinn.

Augljóslega ýkji ég og auðvitað er ég sammála þér að hryllilegar niðurdrepandi gáfur mannkyns, ákveðnir siðir og ákveðnar gjörðir, eru gagnrýniverð... en ég myndi sleppa áherslunni á konur einar og fjalla um málið á dýpri og flóknari veg.

Ég myndi sleppa því að einblína á ítalskt sjónvarp og alhæfa algerlega um það. Gleymum sjónvarpinu og skoðum tímarit, heimasíður eða hvað sem er annað. Það má finna fallega nakta stúlku á flestum vígvöllum. Ég ímynda mér að sá sem velji þessar ákveðnu myndir, líklega karlkyns fjölmiðlamaður, hafi sagt: " heit gella væri flott hér, hún vekur athygli" er ég aftur orðin of ósvífin? Í raun stunda ítalskir miðlar ekki blaðamennsku heldur sölumennsku og eftirspurn eftir brjóstum og rassi er gríðarleg.

Hér kæri herra Michaels, er spurningin um hvað selur. Og ég held að karlmenn séu í rauninni eins og börn, það viðrist nokkuð almennt og ég skammast mín nánast fyrir að skrifa það. Í Frakkalndi vakti umfjöllun um klára stjórnmálakonu í tískublaði glundroða. Það er alltaf sama sagan: samanburðurinn milli falleg, elegant og vitlaus og ljót, grimm, valdmikil - ergo klár. Klárlega börn.
Fjölbreytileikinn, kæru lesendur er alltaf jafn flókinn, alltaf jafn erfiður að skilja, koma til skila, selja og að samþykkja.

Ef ég fer á byggingarsvæði í hælaskómv ek ég athygli.... ekki vegna þess að ég er á móti lögum númer 494, heldur vegna þess að ég er með svo fallega kálfa... og mig dreymir um að vera tekin alvarlega þegar ég gef leiðbeiningar um rafkerfi. Ef ég segi þetta við karlmann, eða tekst á við umræðu á borð vð þessa eru viðbrögðin strax: "díses hvað þú ert bitur!". En ég er ekki bitur, ég er öskureið. Og vitið þið hvernig ég verð á þeirri stundu? ósvífin, hortug og taugaveikluð... já ætli ég sé bara ekki á túr. Ballið er búið.

Hér má sjá nokkrar nöktu kvennanna sem um ræðir
Ath! munið að þær gætu verið klárar líka.


Helga
sem er ekkert bitur bara öskureið ;)

ps. ég geri mér grein fyrir að þessi grien geti vakið taugaveiklun hér líkt og hún geriri á vef Repubblica en sorry hvað ég er erfið. Ætli ég sé ekki abr aá túr líka?

Linkur á grein: http://www.repubblica.it/2007/07/sezioni/persone/paese-veline/doppia-laurea/doppia-laurea.html

og útdrátt úr greininni sem deilt er á: http://www.repubblica.it/2007/07/sezioni/persone/paese-veline/paese-veline/paese-veline.html

mánudagur, júlí 16, 2007

sumarsmellur

Í sól og sumaryl sendi ég ykkur falleg en harðpólitísk orð Butterfly úr Digable Planets...mæli einnig staðfastlega með laginu sjálfu..kannski fyrirfinnst það á hypem.com...


Digable Planets - La Femme Fetal

[Butterfly]
It was 8:49 on a beautiful 9th day of july
There was not a cloud to speak of so the orange sun hung
Lonely in the sky
I was laying prone in my ?catbeat? home
Listening to fine nappy jackie and his jazzcat's horn
Sliding in a tape of bird on verve when suddenly rang my phone
Hello butterfly , a voice said
Slip on some duds comb out your fro and slide on down to my pad
The vibe here is very pleasant and i truly request your presence
A problem of great magnitude has arose
And as we speak it grows
Damn, what could it be i thought
A juice i bought and rolled on down to her pad
Seeing bros i know slapping fives i arrived and pressed G-5
And there was nikki
Lookin some kind of sad with tears fallin from her eyes
She sat me down
And dug my frown and began to run it down
"You remember my boyfriend sid that fly kid who i love
Well our love was often a verb and spontaneity has brought a third
But do to our youth an economic state we wish to terminate
About this we don't feel great , but baby that's how it is
But the feds have dissed me
They ignore and dismiss
And the pro-lifers harrass me outside the clinic
And call me a murderer, now that's hate
So needless to say we're in a mental state of debate"
Hey beautiful bird i said digging her somber mood
The fascists are some heavy dudes
They don't really give a damn about life
They just don't want a woman to
Control her body or have the right to choose
But baby that ain't nothin
They just want a male finger on the button
Because if you say war they will send them to die by the score
Aborting mission should be your volition
But if souter and thomas have their way
You'll be standing in line unable to get welfare while they're out
Hunting and fishing
It has always been around it will always have a niche
But they'll make it a privelege not a right
Accessible only to the rich
Pro-lifers should dig themselves
Cause life doesn't stop after birth
And to a child borne to the unprepared
It might even just get worse
Supporters of the h-bomb and fire bombing clinic
What type of shit is that? orwellian in fact
If roe v wade was overturned would not the desire remain intact
Leaving young girls to risk their healths
And doctors to botch and watch as they kill themselves
I don't want to sound macabre
But hey, isn't it my job
To lay it on the masses and get them off their asses
To fight against these fascists
So whatever you decide make that move with pride
Sid will be there (ladybug will be there, doodlebug will be there)
And so will i
An insect til i die
Rhythms and sounds
Spinning around
Confrontations
Across the nation
Your block
My block
Dreadlocks
What a shock
Land of the free - but not me


kv,
valdís a.k.a. lata stelpan

föstudagur, júlí 06, 2007

rétt viðbrögð við nauðgun!


Ég er á barmi óstjórnlegs reiðikasts eftir að hafa lesið um málalok ákæru um kynferðisbrot sem átti sér stað á salerni í kjallara á Hótel Sögu fyrir nokkrum mánuðum.
Tek það fram í upphafi að ég er EKKI vel að mér í lögfræði EN ég skil flest orð sem ég les og hef áralanga reynslu af því að vera manneskja.
Auðvitað á ákærði að vera saklaus þar til sekt er talin sönnuð en það er svo margt skrýtið í þessu máli.
Til dæmis, "í niðurstöðu dómsins kemur fram að framburður stúlkunnar sé trúverðugur", sem sagt að hún sé ekki að ljúga því að hún hafi ekki gefið samþykki en (svo kemur fallegt EN) "ef byggt er á frásögn stúlkunnar af því sem gerðist eftir orðaskipti þeirra inn á snyrtingunni lítur dómurinn svo á að það að ákærði ÝTTI stúlkunni inn í klefann, LÆSTI klefanum innan frá, DRÓ niður um hana, ÝTTI henni niður á salernið og síðan niður á gólf, geti, hlutrænt séð (hvað þýðir það?), ekki talist ofbeldi í skilningi 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga, eins og það hugtak hefur verið skýrt í refsirétti og í langri dómaframkvæmd. Nægir þetta eitt til þess að ákærði verði sýknaður af ákærunni".
Svo er því bætt við að viðkomandi hafi einnig verið sýknaður á þeim forsendum að stúlkan veitti ekki viðnám né kallaði eftir hjálp.

ok, margt truflar mig hér.
ef framburður hennar er trúverðugur hvernig er þá hægt að sýkna manninn? Ef því sem hún heldur fram er trúlegt af hverju fær maðurinn þá sýknu saka?
Sé ofangreind lýsing á atburðarás sett í samhengi við 104. gr. almennra hegningarlaga sem segir að "hver sem með OFBELDI eða hótun um ofbeldi ÞRÖNGVAR manni til holdlegs samræðis eða annarra kynferðismaka skal sæta fangelsis ekki skemur en eitt ár og allt að 16 árum. Til ofbeldis telst SVIPTING SJÁLFRÆÐIS MEÐ INNILOKUN, lyfjum eða öðrum sambærilegum hætti", kemur í ljós að atburðarásin er algjörlega í höndum hans, hann er að því er virðist eini gerandinn. Orðalagið bendir ekki beint til samþykkis og orðalagið er auðveldlega hægt að tengja við þröngvun..að mínu mati.

Það er vitnað í sálfræðing sem segir að viðbrögð stúlkunnar teljist eðileg þar sem lost getur komið fram í algjöru aðgerðaleysi. Af hverju er það þá notað gegn henni?! Gott að fá svona sálfræðimat sem svo notað gegn manni!
Ok hún sagði aldrei nei, en hún sagði heldur aldrei JÁ!!!!!!

Hvernig væri að dómsmálaráðuneytið myndi bjóða stúlkum og drengjum upp á námskeið í réttum viðbrögðum við nauðgunum og nauðgunartilraunum svo að við klúðrum ekki ákærunni í eigin málaferlum!!!

ok, ég er ekki lengur á barmi reiðikasts, ég er í miðju stormsins og ætla í sund til að kæla mig niður!!!

kv,
valdís