Spælingar: mars 2007

þriðjudagur, mars 27, 2007

Spurning

sunnudagur, mars 25, 2007

Sem tilbiður Alcan og deyr

Ó stuð vors lands
ó land vors stuð.

Vér lofum að virkja og verja þitt nafn.
Úr rafkerfum háspennan hnýtir þér krans
er hún knýr allt þitt álverasafn.

Fyrir þér er hver lækur sem teravattstund
og teravatt dugar ei meir.

Við erum eitt smáblóm með titrandi tár
sem tilbiður Alcan og deyr.

Íslands jökulár
Íslands jökulár.

Við erum eitt smáblóm með titrandi tár
sem tilbiður Alcan og deyr.






Úr Spaugstofunni 24. mars 2007.
Kv,
//eög

fimmtudagur, mars 22, 2007

Feministar





Og já ég er feministi

Helga

miðvikudagur, mars 21, 2007

:)




...og munið: http://www.flickr.com/people/7346802@N03/

helga

mánudagur, mars 19, 2007



Rakst á þessa skemmtilegu tilvitnun í bók nokkurri sem ég er með í láni frá Helgu minni:

"I find a woman´s intrusion into the House of Commons as embarrassing as if she burst into my bathroom when I had nothing with which to defend myself, not even a sponge"

Winston Churchill, cited in Vallance, Women in the House.

kv,
el valdís

miðvikudagur, mars 14, 2007

Jafnrétti?

Það er ótrúlegt hvað maður þarf að tyggja gamla tuggu oft. Já jafnrétti... það er alltaf hægt að berjast fyrir því því ójafnréttið,
misréttið og allt það blómstrar í heiminum. Yndislegt! er þaggi? Það er svolítið gaman að pæla í...
Eftir kúbuferðina góðu er fólk viljugt að spjalla um þetta merkilega land og stjórnarhætti þess. Margir tönglast á því hvað kommúnisminn eða sósíalisminn virki ekki þótt það sé í sjálfu sér falleg hugsun og allt það og svo segir fólk (ég er ekki að gagnrýna það bara að spá í orðræðuna skiljiði...) "já er ástandið ekki hræðilegt?" Og svarið er nottlega jú -en svo kemur samt í huga mér EN SAMT... Sko í mínum huga virkar kapítalisminn svo sannarlega ekki betur, lýðræði virkar illa og ég veit ekki ástandið er svo mun verra svo víða.

Í gær var klassískur þáttur á rúv um afleiðingar hins yndislega hnattvædda kapítalisma. Um kostnað þess að við getum keypt rosafín teppi, handklæði og dóterí fyrir ekkert í rúmfatalagernum og víðar til að gera líf okkar auðveldara og húsin fallegri.
Þar sem Kúba tekur ekki þátt í kapítalíska kerfinu (allavegana af mjög takmörkuðu og sérstöku leiti) er hún laus við að vera hinumegin í kapítalismanum. Laus við að vera þræll feita vesturlanda búans. Að minnsta kosti að sama leiti og indverskir verkamenn, konur og börn.

(hér verður að koma smá efasemd inní sviga því erfitt er að skilja hagræn kerfi Kúbu og virkni þeirra. Auðvitað hefur hnattræni kapítalisminn slæm áhrif á Kúbu, en þeir reyna að standa utan þess að einhverju leiti og það virðist virka að einhverju leiti...)

Svo kemur misréttið á Íslandi. Það er ekkert horfið sko en það ríkir rosalegur ótti við að því geti verið eytt. Frumvarp um breytt jafnréttislög vekur svo mikinn ótta. Það þykir svo"róttækt" og bara brjálað! hahah róttækt?! Það orð hefur greinilega aðra merkingu í huga mér. Svo eru rökin á þann veg að ef launaleynd verði afnumin geti mórall á vinnustöðum versnað og
svona. Úff hræðilegt!
Hér
er ágæt grein um þetta...

Ætli fólk haldi að fórnarkostnaðurinn við jafnrétti sé meiri en fórnarkostnaðurinn við misréttið (ríkidæmið og velsæmdina)?

Helga

sunnudagur, mars 11, 2007

Minn maður líka





Mig langar að vitna hér í þessum pistli í mann sem heitir Arnar Eggert Thoroddsen. Ég er ekki alltaf sammála því sem hann hefur fram að færa en í þetta skiptið get ég ekki annað en þakkað honum fyrir að orða hugsanir mínar svona vel. Umfjöllunarefni hans er Sex and the City:

(þetta er pínu langt, en bear with me, peoples)

Sex and the City eru með betri þáttaröðum sem fram hafa komið í sjónvarpi hin síðustu ár. Fullkomnir "feel good" þættir; vel skrifaðir þar sem gríni og drama er listavel fléttað saman. Þættirnir eru ekki það sem kalla mætti "djúpir" (ekki alveg sammála), og stundum eru þeir nánast teiknimyndalega ýktir en líkt og með friends er einhver galdur í gangi sem skilaði sér í gríðarlegum vinsældum

Ég er hins vegar ósáttur við tök handritshöfunda á karlamálum Carrie og það að hún hafi verið látin enda með Big var ekkert annað en pólitík; meiður af fruntalegri utanríkisstefnu Bandaríkjanna og sjálfumglaðri þjóðarrembu. Handritshöfundar voru með allt niðrum sig, svo tekið sé vel þekkt minni úr þáttunum, í þessum efnum. Í ljós kemur að Rússinn er vondur (hvenær hættir kalda stríðið í alvörunni?) og hver kemur til að bjarga Carrie? Jú, auðvitað kjálkastóri "all american" guttinn, sterkefnaður fálki og þótt það detti hvorki af honum né drjúpi þá er að finna hjá honum "öryggi".

En skítt með Rússann, hver fór verst út úr þessu? Jú, auðvitað "okkar" maður, Aiden, frábærlega leikinn af John Corbett. Glæpur Aiden er að hann er of "góður". Hann er nánast búddískur í ró sinni, vammlaus, ástkær, hugsandi, blíður. Carrie kastar honum frá sér, ekki einu sinni, heldur tvisvar. Það er ekki hægt að lýsa þessu öðruvísi en tortímingarhvöt hjá henni. Það er óskiljanlegt að Carrie hafi ekki endað með Aiden, og þó, þið munið þetta strákar (og stelpur). Hverjir voru það sem náðu sér í kærustur í grunn- og menntaskóla? Fíflin.



Já, nú er ég hér búin að leggja fram skoðun sem er hégómleg og allir ættu því að eiga auðvelt með að tjá sig um....koma svo!!! Kommenta!!

kv,
el valdís

laugardagur, mars 10, 2007

Hvar er Valli?



Spurning dagsins: Hvað sjáið þið út úr þessari mynd?

//eög

föstudagur, mars 09, 2007

loveyourbody.nowfoundation.org



Ég hef nefnilega heyrt því fleygt að flestar konur eigi í undarlegu sambandi við mat og líkama sinn... er eitthvað til í því...? Og hvers vegna ætli það sé þá?

//eög

ein góð!!

Cultures marked by anything less than this ideal separation between public and private sphere are characterized as in transition or developing, sitting in an "imaginary waiting room of history" until they are ready to claim the mantle of the "modern".
Dipesh Chakrabarty (já nafnið er ekki alveg að vinna með viðkomandi)

Hver sagði svo að nýlendustefnan væri liðin undir lok....? Ekki ég!

kv,
el valdís

ps. mæli með kvikmyndinni Babel, frábær ádeila á "la supermacía blanca"!! Einnig vil ég banna einstaklingum með sál að horfa á Last King of Scotland, hún er viðbjóður, þó að leikur sé með eindæmum góður. Hún lamar mann og fær mann til að styðja framleiðslu gereyðingarvopna þó ekki sé nema um stundarsakir..hmmmm..ok?
pps. Þessi færsla er tileinkuð Ellusnum mínum því ég sakna hennar brjálað!!

fimmtudagur, mars 08, 2007

Til hamingju með daginn öll sömul!



//eög

8. mars

Til hamingju með daginn, gott fólk!!!

Bendi á margt um áhugaverða dagskrá fyrir daginn á
http://konur.blog.is

Auk þess bið ég fólk um að senda góðar hugsanir til Íranskra kvenna sem fá vonandi að fagna deginum án ofbeldisfullra afskipta lögreglu......





ég er kona. Kooona. Konaaaaaaa. Kona, kona , kona, kona, kona, kona, kona, kona.
Kona.
Soy mujer. Muuuuujer. Mujjjjjjer. Mujer, mujer, mujer, mujer, mujer, mujer, mujer. Mujer.
Suis une femme. Femmmmmme. Femmmmmueee. Femme, femme, femme, femme, femme, femme. Femme.
I am a woman. Womaaaan. Woooooman. Woman, woman, woman,woman, woman, woman, woman. Woman.


kv,
el valdís

þriðjudagur, mars 06, 2007

Andstöðudill!!

Hér kemur eitt stykki sjóðheitt lag gegn stríðinu í Írak og bara öllum stríðum yfir höfuð, sérstaklega nýjum stríðum í anda Mary Kaldor-pælinga. Lagið er með hljómsveitinni Hoyo Colorao, sem er kúbönsk:


http://www.youtube.com/watch?v=lvAK-66jmmY


og hér kemur textinn fyrir þá sem skilja eitthvað smá í spænsku:

DI QUE NO

Hace tiempo que estoy viendo que este mundo está patas pa’rriba,

la gente paga con su sangre el precio de la vida,

los niños lloran, porque el hambriento no tiene salida,

y mueren bajo el fuego de la "tierra prometida".

Los ricos dividiendo a cañonazos el planeta

con la supremacía blanca a punta de escopeta.

Atacando bastiones, religiones y profetas

en nombre de una paz con metralleta.

Y están televisando lo que pasa,

están llevando el odio a los rincones de tu casa,

están haciendo un show con el abuso y la matanza,

están midiendo el rating criminal de la venganza.

Ahora que el mundo ha cambiado,

que los asesinos "quieren a la gente".

Ahora que están atacando a los niños con bombas más "inteligentes".

Ahora que corre la sangre en nombre de la paz,

ahora que hay "fuego amigo".


Ahora que dice la tele que todos los pobres somos enemigos.

Di que no... La guerra no puede seguir.

Di que no... Los niños no deben morir.

Di que no... Un "No a la guerra" hermano,

juntando nuestras manos, soñemos con el porvenir.

Yo pensé que era Nintendo aquello que yo estaba viendo.

En la pantalla de mi Panda la gente estaba muriendo.

Vi un indigente llorando y un presidente mintiendo,

la guerra comenzando,

vi par de bombas cayendo,

continentes protestando,

policías reprimiendo,

la bolsa tambaleando y el petróleo va subiendo.

Vi un terrorista gozando y cinco jóvenes sufriendo,

todo un pueblo luchando,

pero otro pueblo muriendo.

Vi los ojos de aquel niño que las tropas han mata’o,

por estar en momento y el lugar equivoca’o.


Ahora que el mundo ha cambiado,

juntando nuestras manos, soñemos con el porvenir.

Covenciones y tratados que han echado por el caño del lavabo,

comisiones que han buscado pero que no han encontrado.

Consejos divididos,

todo un pueblo amenazado.

Estoy frente a la tele saturado

de boletas que se compran y se venden por montones,

de la manipulación que hay con las opiniones.

Cowboy hijo de papi que compró las elecciones.

De toda esa candanga ya estoy hasta los tuberculos.

Di que no, y ponte en 3 y 2 con to’ esa gente

que quiere llenar el tanque sacrificando inocentes.

Di que no, porque el chamaco tuyo puede ser

el que salió en primera plana, esta mañana, muerto’e bala.

¡Di que no!

Ahora que el mundo ha cambiado,

juntando nuestras manos, soñemos con el porvenir.

¡Di que no!!!!!!!!!!!


kv,

kúbufarar

föstudagur, mars 02, 2007

Djöfuls læti eru í þessum Dönum alltaf hreint.

Gærdagur og kveld í Kaupmannahöfn einkenndust af mótmælum, eignaspjöllum, glerbrotum, íkveikjum, táragasi, sírenuvæli, sprengingum, öskrum og látum. Og furðu lostnum áhorfendum...
IMG_2064
IMG_2060
IMG_2144
IMG_2102
IMG_2114

Danir ligeglad hvað....?

//eög