Spælingar: nóvember 2006

fimmtudagur, nóvember 30, 2006

Pirringur dagsins

Ég er orðin meira en hundleið á því að vera endalaust að lesa texta eeftir kallpunga um einhverja kallpunga sem voru pirraðir út í kallpunga og fóru þess vegna í stríð við þá. Þá urðu einhverjir aðrir kallpungar hundfúlir og töluðu við aðra kallpunga sem þekktu enn aðra kallpungana og þeir fóru í stríð við fyrstu kallpungana. Svo þegar kallpungarnir eru búinir að eyðileggja allt sem er hægt að eyðileggja þá fara þeir að rabba saman og fá kannski til liðs við sig aðra kallpunga sem gefa stríðandi kallpungum ráð um hvernig eigi að haga sér gagnvart þessum kallpungum. Þá nást kannski sættir við kallpunga, þeir gefa sonum fúlra kallpunga konungsdæmi og enn öðrum sonum ríkidæmi. Svo skiptast þeir á vopnum og gefa hvor öðrum vindla. Enn áður en langt um líður kemur fram enn annar kallpungur sem er fúll af því að synir hans fengu ekkert land, eða vindla eða vopn og fer í fýlu við þá kallpunga. Þá hefst hringavitleysan enn á ný og kallpungar eru drepnir (ásamt nokkrum fleirum sem aldrei er minnst á) og þá þarfa að drepa enn aðra kallpunga og aðstandenur þeirra kallpunga drepa aðstandendur hinna kallpunganna og svo framvegis og framvegis þar til flestir kallpungarnir eru líklega búinir að gleyma af hverju þeir voru að rífast, fyrir það fyrsta. Þetta minnir mig að miklu leiti á samskipti barna á leikskólum...
You get my point?



Af hverju í ósköpunum er ekki minnst á það sem konur voru að gera? Er það barasta ekkert mikilvægt vegna þess að þær voru kannski ekki þekktastar fyrir það að rífa í hárið hver á annarri og stinga fólk til bana? á ekkert að minnast á þær af því að þær hafa hingað til ekki verið áberandi í stjórnmálum? Er það það eina sem gildir? Djöfull er ég orðin hreint andskoti leið á því að lesa um dyntótta og freka einræðisherra sem giftust skrilljón konum og eignuðust olíu og semja svo sín á milli um vopnakaup. Jiminn eini og jedúdda! Það er eins og saga heimsins byggist einvörðungu á kallpungum og að helmingur mannnkyns hafi ekki verið til fyrr en jú, kannski seinustu tuttugu árin. Kannski. Maður gæti efast um það miðað við hvernig áherslan í "mannkynssögunni" er. Kannski var fyrsta konan ekki sköpuð fyrr en fyrir 30 árum. Ef mamma mín væri ekki eldri en það gæti ég alveg fallist á þá skýringu.

Eeeeeen svo er annað sem pirrar mig óendanlega mikið, og þá líka í fari sjálfrar mín, og það er að þrátt fyrir að konur séu fleiri meðal sagnfræðínga, mannfræðinga og svo framvegis og framvegis, þá er lítið sem ekkert vitnað í þær. Jú þær fá kannski að vera með í neðanmálsgreinum og svo búið. Af hverju af hverju af hverju? Eru þær lélegri eða er erfiðara að finna greinar eftir þær eða eru þær bara taldar púkó og þess vegna hallærislegt að vitna í þær? Tja, maður spyr sig.

Ætla hér með að benda á nokkrar konur sem hafa skrifað um málefni Mið-Austurlanda:
Fatima Mernissi. 1992. Islam and Democracy: Fear of The Modern World.
Nikki Keddie
Elizabeth W. Fernea (grein eftir hana er í bókinni sem við vorum með í Vinnulagi)
Geraldine Brooks
Leila Ahmed. Women and Gender in Islam.

plús

The Association for Middle East Women´s Studies: www.amews.org

Takk fyrir og lifið heil.
//eög

laugardagur, nóvember 25, 2006

Heartbeats



Veit að þetta er gamalt ...en bara eithvað svo fallegt...
já ég er heima að nördast meir á laugardagskvöldi...


Helga

miðvikudagur, nóvember 22, 2006

Er að lesa mér til um íslenska þjóðfélagsþróun og þessi setning sat svolítið eftir:

"Um miðjan þriðja áratug aldarinnar (19. aldar) fór mannfjöldinn upp fyrir fimmtíu þúsunda marki í fyrsta sinn í meira en öld,......"

Skitnar 50.000 sálir!! Og af þessu er kona komin.......er nema von að sumir Íslendingar þjáist af minnimáttarkennd?

nei, bara pæling............

kv,
valdístilörfárrasála

laugardagur, nóvember 18, 2006

Til Los Helgos


i´m so excited
i just can´t hide it
i´m about to loose control and i think i like it!!!!!!!!!!!!!!!!

föstudagur, nóvember 17, 2006

ljós í svörtum heimi djöfullsins

Ritgerðarskrif eru ömurleg, en þau verða ennþá ömurlegri þegar aðrir eru að fara á tónleika með sykurmolunum og sufjan stevens (nefni engin nöfn)

þetta myndband gladdi þó sál mína um stund:

http://youtube.com/watch?v=3yyu9yq31YY&search=Funny%20Kids

kv,
valdístilmarxogweber

miðvikudagur, nóvember 15, 2006

framhald 2...


Bara til að minna fólk á að sigur náðist fyrir löng.
Munið eftir þessum degi þarna fyrir langalöngu?
Það er samt líklega erfitt að útskýra hvað þessi mikli dagur þýddi fyrir fólkinu þarna. Hvað "sigur" þýðir eða þetta stríð yfir höfuð...

Helga enn og aftur

framhald...

Ég rakst líka á góða sýningu um vændi sem heitir Hvenær?. Margar áhrifamikla myndir þarna að mínu mati.
Þessi til dæmis.

Gott að vita að það eru líka framleidd undirföt fyrir alvöru konur.
Ætla að næla mér í sett sem fyrst! Ég er einmitt með jafn stór brjóst og lítinn rass og hún.

Og svo er náttúrulega mjög mikilvægt að vera sexy í skýrlífisbeltinu!
Fyrir hvað eða hvern er verið að framleiða þetta?! (já framleiðsla nýhafin sko. Þær upplýsingar fylgdu myndinni)

...

Er mikið í því að skoða myndir þessa dagana þar sem ég hef ekki einbeitingu í að lesa.

Hvað segja þessar myndir okkur um valdamestu menn heims?








Helga

þriðjudagur, nóvember 14, 2006

heitasta parið




Nú er maðurinn virkilega búinn að meika það!!!!

kv,
valdístilfólksins

mánudagur, nóvember 13, 2006

Þverskurður?



Já, það kemur skemmtilega á óvart að þegar leitað er eftir myndum af "icelandic people" á myndasíðu gúggl kemur fremst í fararbroddi mynd af Íslendingum að mótmæla meðferð lögreglunnar og íslenska ríkisins á Falung Gong meðlimum sumarið 2002. Það sem á eftir kemur er ekki eins undravert. Bláa lónið og Björk.

Segir þetta þrennt eitthvað um fólk sem býr á Íslandi eða íslenskt samfélag? Hm... ég veit ekki, mótmæli hafa ekki verið sterkasta hliðin í samfélaginu, finnst mér. En ykkur?

Bara svona rétt að spá.
//eög

miðvikudagur, nóvember 08, 2006


Hvar skal byrja?
Fór á upplýsandi fyrirlestur í dag þar sem blaðamaðurinn Dahr Jamail sagði frá dvöl sinni í Írak þar sem hann skoðaði fréttaflutning mismunandi fjölmiðla. Hann gagnrýndi harkalega þá deyfð sem ríkir hjá bandarískum fjölmiðlum og sagði þá hafa brugðist skyldu sinni sem blaðamenn. Þar talaði hann um hvernig fjölmiðlar eru í síauknum mæli að vinna fyrir ríkisstjórnina og hagsmunaaðila sem segja þeim hvað þeir eiga að skrifa, í stað þess að fara út í samfélagið, skoða hvað er að gerast og finna þannig fréttir eins og áður var gert. Jamail telur að hlutverk fjölmiðla eigi að snúast um að veita valdhöfum aðhald við vinnu sína og upplýsa fólkið í samfélaginu um það sem er að gerast til svo "raunverulegt lýðræði" ríki.

Í þessu sambandi segir hann að til þess að lýðræði ríki þurfi þegnar að fá nægar upplýsingar svo hægt sé að reka þá sem eru við völd, því ríkisstjórnin á þrátt fyrir allt að vinna fyrir fólkið í samfélaginu. Til gamans má geta þess að íslenska orðið embætti er dregið af orðinu ambátt. Hmm, því má sjá að stöður embættismanna landsins voru í það minnsta upphaflega hugsuð sem þjónustustörf. Ég leyfi mér að efast um að þingmenn hafi það dagsdaglega í huga við vinnu sína.

En höldum okkur við efnið. Stríðið í Írak. Bandaríkjastjórn og bandamenn.

Mig langar til að nefna nokkur atriði sem komu fram á fyrirlestrinum.

-þegar mannfall bandarískra hermanna er nefnt gleymist margt. Þegar samanburður á Víetnam og Írak berst í tal segja margir að þessi tvö stríð séu ekki samanburðarhæf þar sem að svo mikilu fleiri dóu í Víetnam. Hm... eitthvað um 40 þús, ef ég man rétt, í Víetnam á móti um 2800 bandarískum hermönnum hingað til í Írak. Þetta segir samt ekki allt. Til dæmis hafa BNA hermenn miklu betri aðgang að sjúkrahúsum í dag en þá. Flestir sem dóu í V dóu af sárum sínum vegna þess að ekki tókst að koma þeim undir læknishendur. Einn af hverjum þremur slösuðum í Víetnam dó en í dag deyr "einungis" einn af hverjum tíu sem særast. Í dag er hægt að flytja BNA hermenn beinustu leið á bestu sjúkrahús í heiminum á örskotsstundu. Margir enda "bara" slasaðir, aflimaðir, eða heiladauðir og eru því ekki taldir með í tölu látinna (þrátt fyrir að mínu mati þeir væru betur settir dauðir). Hér má að auki geta þess til gamans að við syðri landamæri Bandaríkjanna að Mexíkó eeru útsendarar Bandaríkjahers á höttunum eftir hermönnum. Það er að segja, Útsendararnir finna fólk sem er áfjáð í að fá græna kortið/landvistarleyfi í BNA, og segja við þau: "hey, ekkert mál, ef þú bara skráir þig í herinn og lýkur herskyldu þinni þá færðu græna kortið eftir á." Green Card Soldiers svokallaðir. Svo fer þetta fólk til Írak og drepst. Það er ekki talið með því það eru ekki bandarískir ríkisborgarar. Í öðru lagi þá er mannfall leiguliða (sem vinna á vegum einkafyrirtækja sem semja við BNA) ekki tekið með í mannfall BNA hermanna en leiguliðar eru á bilinu 25-75 þúsund í Írak.

-Já þetta er fallegt. En þetta hafa fjölmiðlar að mestu látið framhjá sér fara. einnig sú staðreynd að um 1,6 milljónir Íraka eru flóttamenn í öðrum löndum og 1.5 milljónir eru flóttamenn í eigin landi, hafa þurft að flýja heimili sín og flytja annað (Internally Displaced Persons sem fá ekki stöðu flóttamanna því þau eru innan landamæra ríkisins). Fjölmiðlar hafa líka látið það ógert að segja frá hversu mikið ungbarnadauði og barnadauði hefur aukist seinustu þrjú árin (frá innrásinni 2003).

-Enn annað. Uppbygging í Írak já... hvar er hún? Þessi blessaða umræða um uppbyggingu lýðræðislegs samfélags í Írak er bara rugl. Í Írak er lítið gert til þess að bæta aðstæður íbúanna. Langflestir íbúar landsins hafa ekki aðgang að hreinu drykkjarvatni og ef þeir eru heppnir hafa þeir aðgang að rafmagni í tvær klukkustundir á dag. Ímyndið ykkur, ekkert rafmagn. Eins og einn viðmælandi Jamail lýsti þessu: "It´s like we are camping in our houses." Enginn ísskápur til að geyma mat, engin loftkæling á sumrin í 50 stiga hita og svo framvegis. Það eina sem eer byggt upp í Írak er hið svokallaða Green Zone svæði. Svæði í Baghdad þar sem höfuðstöðvar valdaklíkunnar í Írak er, BNA hers og CIA. Þar er bókstaflega fimm metra hár múr í kringum svæði sem er 10x10 kílómetrar á stærð. Þar fyrir innan er fullkomið hótel, líkamsræktarstöðvar, tískuvöruverslanir, veitingastaðir og meira að segja skóli. Það þarf varla að nefna það en enginn Íraki hefur aðgang að þessu svæði. Vinnumennirnir sem byggja þarna háhýsi og fínerí eru fluttir inn frá fjarlægari löndum, flest Asíuríki, bæði vegna þess að þannnig er gróðinn meiri vegna lægri launakostnaðar og vegna óttans um að ef Írakar yrðu ráðnir þá væru þeir njósnarar fyrir andstæðinga hernámsins.
Svo uppbygging á sér stað í búðum hernámsaðila. Olíuleiðslur eru tryggðar en vatnsleiðslur til borgara látnar afskiptalausar.

-Ég gæti haldið endalaust áfram... ef markmiðið með hernáminu væri að byggja upp lýðræðislegt samfélag og styðja Íraka í því þá ættu hermennirnir að drulla sér til þess að gæta landamæranna og leyfa Írökum að sjá um restina. Ef staðsetning herstöðva BNA í Írak eru skoðaðar sést að þær eru langflestar í kringum olíusvæði. Engin landamæravarsla er til staðar.

-Braindrain er mjöööög mikið. Jamail talaði um sjúkrahúsin í Baghdad. Þeirra ástand er vægast sagt slæmt. Eftir áratuga viðskiptabann og nokkur stríð að auki er ekki eftir miklu að slægjast þar. Strax árið 2003 talaði Jamail við lækni á sjúkrahúsi sem sagði að hann hefði notað sprautunálar oftar en einu sinni. Hann vissi vel að það væri algerlega bannað vegna hættu á sýkingu, en sagði að þegar velja þurfi á milli hættu á sýkingu og hættu á dauða þá væri augljóst hvert valið væri. Ábending: árið 2003 voru 34 þúsund skráðir læknar í Írak, árið 2006 voru þeir 18 þúsund.

Aðalatriðið í þessu öllu saman er að fréttamennska í Bandaríkjunum er svo gegnsýrð af gróðahugmyndum þar sem eigendur fjölmiðlla eru spillt stórfyrirtæki sem hafa gífurleg tök á því sem sagt er. General Electric er einn stærsti vopnaframaleiðandi í heimi og það er ekkert agalega góð auglýsing fyrir þau að það sé dag eftir dag verið að sýna sundurtætt og skorin lík í fréttatímanum. Hvað þá að verið sé að fjalla um hlut félagsins í þessum drápum.
Skoða þurfi fréttir með gagnrýnu hugarfari og leita frekar í stöðvar eins og Al-Jazeera sem hafa áreiðanlegri upplýsingar um aðstæður og gera betur grein fyrir því sem er raunverulega að gerast. Fjölmiðlar á Íslandi tel ég að taki allt of mikið af fréttum beint frá bandarískum fjölmiðlum. Svo þeir eru vart skárri. Alla vega hef ég ekki orðið vör við mikla umfjöllun í fjölmiðlum á Íslandi um stríðið í Írak seinustu misseri, hvað þá gagnrýna eða upplýsandi umfjöllun. Því miður.

PLÍÍÍÍS!!! Við megum ekki öll verða eins og þorri Bandaríkjamanna sem með orðum Jamail er:
"the best entertained public but the least informed."

Fyrir meiri upplýsingar um þennan mann og linka á hinar og þessar síður, þar á meðal verkefni sem kallast Mosaic og flytur um hálftíma langa fréttatíma á dag frá Al-Jazeera með enskum texta, sjá:

www.dahrjamailiraq.com

Valdís var líka búin að setja inn helling af linkum hér á síðuna þar sem sjá má mismunandi fréttaflutning á málefnum Ísrael og Palestínu. Sjá hér til hliðar undir Veftímarit og fréttir.

Lifið heil - en ekki í pörtum...

//eög
-hin brjálaða!!!

Haha!

Stríð? ha? whatever...
kynlífsskandall? Hneyksli! sjit mar!


helgatilvaldísar

ps. búin að gleyma þessu... alltaf hressandi

mánudagur, nóvember 06, 2006

Ég bendi áhugasömum (sem eru ekki sérlega margir þessa dagana) á mjög góða grein sem ég las áðan....


http://thor.rhi.hi.is/tmp/vhwbf/DietingWeightHealth.pdf.pdf


kv,
valdístilfólksins eða ætti ég kannski að breyta nafni mínu í valdístilhelgu því hún er sú eina sem nennir að kommenta!!! Takk helga!!!

sunnudagur, nóvember 05, 2006

ampelfrau

Á leiðinni til Reykjavíkur....?






kv,
valdístilfólksins

laugardagur, nóvember 04, 2006

WHEN SOMEONE SAID THEY WERE BIRDS, THE BATS WOULD CRY; "NO, WE ARE MICE"!!
vilfredo pareto

nóvemberátak gegn nauðgunum!!






Fyrrverandi skólasystir mín og almennur snillingur Ösp Árnadóttir hefur sett í gang bráðnauðsynlegt og flott átak gegn nauðgunum.

Kíkið á jafningjafraedslan.is og www.myspace.com/taktuthatt og sjáið nánar hvað felst í þessu átaki.

Í kvöld er mótmælaganga niður laugarveginn. Hún hefst kl 24:00 á Hlemmi og endar á Ingólfstorgi eða í kjallara Hins Hússins ef veður er slæmt. Þar mun trúbadorinn Toggi leika ljúfa tóna af nýútgefinni plötu sinni.

Ég hvet alla til að mæta því hver vill búa í samfélagi sem leyfir árásir á helming þeirra sem því tilheyra!!!??

kv,
valdístilfólksins

ps. mæli einnig með afar góðum greinaskrifum Aspar í mogganum í dag (4. nóvemeber). Já ég er bara helvíti stolt af konunni!!

fimmtudagur, nóvember 02, 2006

Ábending


Áhugaverða frásögn um dvöl á munaðarleysingjahæli í Gvatemala er að finna á hugsandi.is og enn frekar á www.sjalfbodalidahjukrun.tk

Fólk með fallegar hugsjónir og hreinskilni á rétt á athygli.
//eög

tölur

og prófkjör Sjálfstæðisflokksins...

7 karlar af þeim 11 sem buðu sig fram komust á topp 10
3 konur af þeim 7 sem buðu sig fram komust á topp 10

Karlar sóttust að meðaltali eftir sæti nr. 4,4
Karlar komust að meðaltali í sæti nr.3,1

Konur sóttust að meðaltali eftir sæti nr. 5,5.
Konur komust að meðaltali í sæti nr. 6,7.


Svo má athuga hvaða lærdóm við getum dregið af þessu og gaukað að þeim konum sem fara í prófkjör eftir 4 ár:

Til að fá jafn hlutfall karla og kvenna þurfa 11,6 konur að bjóða sig fram á móti 7,8 körlum
Konurnar þyrftu að meðaltali að bjóða sig fram í 4. sæti en karlarnir í 7. sæti.


Þessu er stolið af bloggi snillingsins og feministans Auðar Möggu Leiknisdóttur (pappirus.blogspot.com).

já framtíðin er björt

Helga