Spælingar: september 2006

miðvikudagur, september 27, 2006

Hátíðisdagur

í dag er merkisdagur því frábær stelpa á afmæli í dag.
Til hamingju!!!!

mánudagur, september 25, 2006

smáspæling





Þessi kona hét Louise Bryant og var bara nokkuð merkileg að ég held. Hún var femínisti og sósíalisti sem ætti að vera ágætis blanda en endar einhvern veginn aldrei nógu vel....

Var að horfa á mynd um líf hennar og manns hennar John Reed, en þau voru hálfgerðir anarkistar. Samband þeirra var það sem kallast opið (og er óskiljanlegt frá mínum bæjardyrum séð) og hún hélt á tímabili við leikskáld sem bar nafnið Eugene O´Neil. Allavega tilgangurinn með þessari færslu er að í áðurnefndri mynd er það Jack Nicholson, vinur minn, sem fer með hlutverk O´Neil (Diane Keaton leikur Louise og Warren Beatty Reed) og verður nokkuð sár er hún slítur sambandi þeirra.
Setningin sem hann notar við sambandsslitin finnst mér andskoti góð og ég gæti jafnvel hugsað mér að nota hana ef mér verður sagt upp að enskumælandi manni.

Hún hljóðar svo:
"I´d like to kill you but I can´t so you can do what you want"
og svo auðvitað ímyndið þið ykkur einhvern hárbeittan en á sama tíma hálf óþægilegan svip sem aðeins Mr. Nicholson getur sett upp...

Málið er að þegar maður hefur deilt einhverju svona frekar einlægu dóti með einhverjum sem síðan kýs að tala við aðra fiska þá líður manni (allavega mér) oft einhvern veginn svona.......maður vildi helst aldrei sjá viðkomandi aftur, að hann flyttist til einhvers fjarlægs lands nú eða einfaldlega láti lífið en af því að það er ekki í boði þá einhvern veginn reynir maður að halda kúlinu og vera alveg sama því maður getur ekkert gert...

tjáningu lokið,

kv,
valdístilfólksins

ps. til hamingju EÖG með frábæran árangur!!! Þú ert snillingur!!

föstudagur, september 22, 2006

Föstudagsljóð





er svo glöð að fá helgi!!!
Ókei.
Það er opinbert.
Ég er að fara yfir um.

Seinasti dagur fínpússningar og yfirferðar er í dag og ég er alltaf að sjá eitthvað sem má laga. Hef ekki tíma í að gera allt upp á nýttt svo kæruleysið verður að fá að komast að. Veit bara ekki hvort það fái það. Hörð barátta er í gangi á milli smámunasemispúkans og kæruleysispúkans. Kaffidrykkja hefur farið allverulega yfir mín normalmörk og ég er að þróa með mér einkenni "restless leg" þar sem annar ef ekki báðir fætur iða undir skrifborðinu allan daginn.
Ég vona að ég eigi eftir að hitta ykkur aftur kæra fólk.
En það gæti verið að ég liti þá svona út.
Þið vitið þá af hverju.


Góðar stundir.
//eög - hin heilbrigða

þriðjudagur, september 19, 2006


Svona lítur fólkið út sem sent er í slátrunarbúðir Bandaríkjaforseta.

Lítið einnig á www.whitehouse.org
og www.iraqbodycount.org til að sjá tölur yfir mannfall í Írak frá innrásinni 2003.
Til "gamans" má geta að 43.269 manneskjur í það minnsta hafa látið lífið.

En ekki gleyma því sem Bush (2003)* sagði um að mestu átökin í Írak væru búin.

//eög

*Bush, George. 2003, 1. maí. President Bush Announces Major Combat Operations in Iraq Have Ended. Skoðað 19. september 2006. Slóðin er:http://www.whitehouse.gov/news/releases/2003/05/20030501-15.html

föstudagur, september 15, 2006

híhí


Í tilefni af dispensationalism......


kv,

valdístilfólksins

þriðjudagur, september 12, 2006

Að tilfinningalífinu...

...og samskyptumkynjanna

The reqierment of female chastity, maintained longside and in contradicion to - the modern consumer society’s injunctions to ‘live, love and be happy’ places the young woman and her male friends in a very difficult position. On the one hand she is told that the path to femininity lies in being dolled up , with it, sexy and in her swim. The worst thing she can be is a prude. On the other hand, she must still be careful about her reputation: to be too’promiscuous’ (for a woman) is considered just about the same as being ‘damaged goods’.Thus she is damned if she does, and damned is she does not. ( [...]the predominantly male elites of advertising executives and clergymen amintain (and profit from) this paradoxical situation, the result is by no means satisfactory for most men.)

A modern sex ritual which is quite subtle, tortuous, even schizophrenic.The whole game is really conducted through subtle – or not subtle- hints from him that he is ready to ‘sweep her off her feet’, or, indeed, hints from her that she is ready to be so swept. He, without really demanding ‘submission’ –which in Victorian times would have been crude, and today would be ‘chauvinistic’ – must give the impression that behind his mildmannered Clark Kent exterior lies a sexual Superman, ready, willing and able to carry her to the ultimate peaks of orgasm. She must likewise hint that behind the facade of her placid Lois Lane demeanour lies a sexua bombshell, if only he could provide the spark.


Bls. 38 og 40 í White hero Black beast eftir Hoch

Fannst þetta áhugavert...
Bókin er samt síðan ’79 svo líklega þyrfti að skoða þetta nánr í dag.
Hef samt sjálf verið að berjast við þessa þversögn í ’leiknum’...


En að öðru alvarlegra máli..
Hvað gerir maður ef maður nær ekki í leiðbeinanda sinn?
En þarf nauðsynlega frest nún!
Já ég er auli ég veit :(

sunnudagur, september 10, 2006

áhugaverðar bókmenntir

Það bar svo að um þessar mundir að kennd var einkar áhugaverð bók í námskeiðinu Inngangur í Kynjafræðum og Ágústus keisari skipaði svo fyrir að sem flestir myndu drekka orð hennar í hjarta sitt:



kv,
Jesús

Blö

Þetta verður leiðinleg færsla hjá mér enda er ég leiðinleg þessa dagana og hef breyst í neikvæðan tölvunörd sem lítur svona út:

Skal þó sérstaklega tekið fram að tölvunördin (kvk) er algerlega andvíg notkun skotvopna hvers konar, þó annað megi af myndinni dæma.

Spurning mín í dag hljóðar svo:
lumar einhver á tölvusendanlegu plaggi með leiðbeiningum um APA tilvísanakerfið?
Plís plís plís ef einhver á, væruði til í að senda mér eins og eitt stykki á netfangið elingi@hi.is svo hægt sé að ljúka við fokk fokkings fokking ritgerð nokkra kennda við piparsvein (bachelor).

Virðingarfyllst,
neikvæði tölvunördinn.
(aka //eög)

p.s. hvað hafa piparsveinar með málið að gera????

Orð dagsins...

...voru rituð af einstaklega gáfaðri konu árið 1792:

”To preserve personal beauty, woman’s glory! the limbs and faculties are cramped with worse than Chinese bands, and the sedentary life which they are condemned to live, whilst boys frolic in the open air, weakens the muscels and relaxes the nerves. As for Rousseau’s remarks, which have since been echoed by several writers, that they have naturally, that is since birth, independent of educations, a fondness for dolls, dressing, and talking-they are so puerile as not to merit a serious refutation. That a girl, condemned to sit for hours together listening to the idle chat of weak nurses, or to attend to her mother’s toilet, will endeavor to join the conversation, is, indeed, very natural: and that she will imitate her mother and aunts, and amuse herself by adorning her lifeless doll, as they do in dressing her, poor innocent babe! is undoubtedly a most natural consequence... Nor can it be wxpected that a woman will resolutely endevor to strengthen her notions of beauty, and false description of sensibility, have been literally speaking, slaves to their bodies, and glory in their subjection, ... women are everywhere in this deplorable state ... Thought from their infancy that beauty is womans scepter, the mind shapes itself
to the body, and, roaming round its gilt cage, only seeks to adorn its prison.” (Bordo. 2003: 18 )

,,Til að viðhalda persónulegri fegurð, dýrð konunnar! er limum og hæfileikum kvenna misþyrmt meira en kínverskar fótabindingar gera, og kyrrsetulifið sem þær eru dæmdar til að lifa á meðan strákar ærslast undir opnum himni, veikir vöðva og róar taugar. Hvað varðar athugasemdir Rousseau, sem hafa síðar bergmálað í mörgum ritum, að þær hafi náttúrulega, semsagt frá fæðingu, óháð uppeldi og menntun, dálæti á dúkkum, að klæða up og að tala - þessar athugasemdir eru svo barnalegar að þær verðskulda ekki alvarlega afsönnun. Að stelpa, dæmd til að sitja klukkutímum saman og hlusta á fánýtt spjall fóstra, eða að vera viðstödd snirtingu móður sinnar, muni leitast við að taka þátt ís samtalinu, er vissulega mjög náttúrulegt; og að hún muni líkja eftir móður sinni og frænkum, og skemmta sér með því að skreyta og klæða líflausa dúkku sína, aumingja saklaust barnið! eru án efa mjög náttúrulegar afleiðingar... Það getur heldur ekki verið búsit við því að kona muni resolutely kappkosta við að styrkja líkasmbyggingu sína og halda sig frá veikjandi munað, ef yfirborðskenndar hugmyndir um fegurð, og rangar lýsingar um tilfinninganæmni, hafa snemma flækt hvatir gerða hennar... Teprulegar og tilgerðalegar konur eru, bókstaflega, þrælar líkama sinna, og dýrð kúgunar sinnar (þeirra),... konur eru allstaðar í þessu hörmulega ástandi... Eftir að hafa veirð kennt frá barnæsku að fegurð sé scepter konunnar, mótar hugurinn líkamann, og ráfar í kringum gyllt (?) búr sitt, þar sem hann sækist aðeins í að skreyta fangelsi sitt.”

Þetta fann ég í fyrrnefndri bók eftir aðra mjög gáfaða konu: Susan Bordo (,,Unbearable Weight. Feminism, Western Culture, and the Body”. 2003. fyrst útgefin 1993.) Vísunin er hinsvegar tekin úr bókinni The Feminist Papers, sem var ritstýrt af Alice Rossi. Konan gáfaða hét Mary Wollstonecraft og heitir grein hennar ,,A Vindication of the Rights of Woman”.

Ég vil taka fram að þetta var náttúrulega löngu fyrir tíma Foucault,
Beauvoir eða Bourdieu...

Stelpur hættum að dýrka undirokun okkar og skreyta fangelsi okkar!

(hehe ein alveg að missa sig...)

Njótið frelsis ykkar og réttinda.

Helga


Biðst afsökunar á ófullkláraðri þýðingu

föstudagur, september 08, 2006

Allt nema læra...

Ást


Hæ ég heiti Helga og hef áhuga á tónlist, ferðalögum og að vera með vinum mínum.

Kynningu lokið.

þar sem ég eyði mestri orku minni í að finnast allt ömurlegt þessa dagana ætla ég að lýsa yfir ást minni á nokkrum fyrirbærum til tilbreytingar.
Það skemmtilega við að skrifa BA ritgerðir (það eina skemmtilega sko) eru bækurnar. Það er fáránlega gaman að lesa!

Þessar bækur elska ég:


Ég vildi að allir sem ég þekki væru búnir að lesa þær svo ég gæti talað um þær alltaf allsstaðar. (Það væri kannski líka ágætt að hitta einhvern sem fílaði þær ekki því ég óttast að þessi ást mín sé of áköf)

Og eitt enn sem ég elska:

Hvernig lærði fólk fyrir tíma ipodsins?

Svo að lokum vil ég bara benda á einn eðaltöffara:

Simone de Beauvoir sjálf. oh hún er svo töff!

Varð að fá að tjá mig þar sem ég hef ekki talað við neinn í of langan tíma.
Hlakka til að komast úr þessu BA stofufangelsi.

Yfir og út,
Helga

og já ég lýsi eftir þeim sem fann upp BA ritgerðina. Ekki góð hugmynd!


og ég lofa að koma með eithvað innihaldsríkara næst...

ekki svo sniðugt....

Þessar upplýsingar eru fengnar úr skýrslu sem var unnin fyrir forsætisráðuneytið árið 2002 um efnahagsleg völd kvenna:

"Í stuttu máli var niðurstaða könnunarinnar sú að konur væru með 72% af launum karla fyrir jafnlangan vinnutíma. Könnunin sýndi jafnframt að skýra mætti 21-24% launamun með ólíkum starfsvettvangi, menntun og ráðningarfyrirkomulagi kynjanna. Það sem eftir stendur (7 1/2 til 11%) stafar af því að hjónaband, barneignir og fleira hefur önnur áhrif á laun karla en kvenna. Ólík fjölskylduábyrgð karla og kvenna skýrir því ekki nema hluta kynbundin launamun."

og af hverju sættum við okkur við þetta...og þá á ég bæði við konur og karla!!!!??!!

kv,
Valdístilfólksins

Alveg sammala...

Læt hér fylgja mynd sem ég fékk frá henni Helgu minni í pósti.
Tek undir með henni og er alveg sammála seinasta atriðinu.



Hilsen frá DK,
//eög

soldið schniðúgt...

Sæl....fann þetta á blogginu hennar Katrínar Önnu femínistagúru:


http://kjosa.is/storastundin/

http://kjosa.is/stefnufesta/

kv.
Valdístilfólksins

ps. skora á gamal sem nýja spælara að tjá sig...líður eins og versta einræðisherra í samtali við spegilinn (og nokkur einskis verð hirðfífl...nei djók)

mánudagur, september 04, 2006

sælla minninga....




þessi litla færsla er tileinkuð föllnum engli....Ryan mínum Star. Enginn er spámaður í eigin landi og það á svo sannarlega við í þessu tilfelli...ef þessi keppni hefði verið haldin í hommahverfi í Ísrael hefði minn maður unnið, léttilega.
Ég sakna hans nú þegar og sé varla tilgang í því að kveikja á sjónvarpinu þegar ekki er von á honum á skjáinn....
Allavega...mér finnst þessi mynd af Ryan lýsa honum hvað best; alltaf að vinna að sínum málum.
ps. ég reyndi að "pasta" mynd af mér, klofvega ofan á honum, en Guðrún þú veist af hverju það tókst ekki....:(

Ryan, you will always be my star!!

kv,
Valdístilfólksins

ps. þetta mun vera málefnalegasta færslan til þessa..að ég held