Spælingar: nóvember 2007

föstudagur, nóvember 30, 2007

Femmi rausar

Vil benda á Feministaraus Eyglóar, póstað í dag 30. nóvember og er að finna á
http://www.blog.central.is/kobeneyglo/

(hef ekki gerst svo fræg að kunna að linka flott...)
//eög

miðvikudagur, nóvember 28, 2007

uppgjafar tilfinning

oh feminísk hryggð mín er ekkert að lagast...
ég held ég þurfi að fara í blogg/kommenta-lesturs-bann :(
lestur á bloggum, eða aðalega kommentum á bloggum, á borð við þetta gera mig sorgmædda...
Hvað á kona að gera?!
Það var samt gaman að ræða þessi mál við félaga í vinnunni í dag :)
Þeir trúðu því til dæmis ekki upp á títt nefndan bloggara að hafa sagt nauðganir stafa af hóruleysi (blogg sem ég vitnaði í hér fyrir nokkrum dögum).
Eftir að hafa sýnt þeim svart á hvítu orð bloggarans báðu þeir mig innilega afsökunar á vantrú. Að öðru leiti voru þeir orðlausir yfir einkennilegum röksemdafærslum.

Ég er líka hálf orðlaus.
Hef í bili bara eitt að segja:

Áfram ,,öfga-feministar"!

kv.
Helga

laugardagur, nóvember 24, 2007

nýr rithöfundur

sæl og hæ!

Mig langar að byrja á því að þakka monu einni fyrir seinustu tvo pistla, algjör snilld!
Svo langar mig að kynna á sjónarsviðið nýjan rithöfund....mig.
Ég hef ákveðið að setjast niður og skrifa bók. Ég er nú þegar komin með titilinn; Minningar um döpru melludólgana mína. Söguþráðurinn er eitthvað á þessa leið....

Sögukonan er þekkt pistlapía og óforbetranleg drusla. Á níræðisaldri ákveður hún að veita sér munað; eldheita nótt með hreinum sveini.

Bókin er að sjálfsögðu sjálfstætt framhald af bók Gabriel Garcia Marquez, Minningar um döpru hórurnar mínar en þar segir af þekktum pistlahöfundi og óforbetranlegum piparsveini sem á níræðisaldri leyfir sér þann munað að eiga eldheita nótt með hreinni mey. Frábært!

segi ekki meir...

kv,
valdís

SNILLD!



Helga

heimasíða fréttastofunnar: http://www.feministafrettir.blog.is/blog/feministafrettir/

föstudagur, nóvember 23, 2007

Herrar eru líka frúr

Menn eru líka konur!

Hjálpum karlmönnum! Hvers eiga karlmenn á Íslandi að gjalda?! Vigið er að þeim úr öllum áttum. Leifum karlönnum að vera konur!
Hér eftir ávarpa ég föður minn og aðra karlmenn sem ég ber virðingu fyrir ávalt frú, þeir eiga það skilið!

Í morgun sagði ég til dæmis: "góðan dag frú faðir" og mér líður strax betur.

Frú Egill Helgason
hefur ekkert að gera greyið. Hjálpum honum.
Hjálpum Pétri líka, hann er móðgaður.

Annars er ég búin að vera á leiðinni að blogga svo lengi að ég er með of margar hugmyndir í kollinum, veit ekki hvar ég á að byrja!


Eitt sem cvakið hefur athygli mína undanfarið:
Margir hafa tekið sig saman undanfarið og vakið athygli á þeim mikla vanda sem karlmenn standa frammi fyrir á íslandi. Þeir hafa engar hórur svo greyin neyðast til að nauðga. Þykir mörgum að þarna þurfi bót á.
Já, ég hef líklega borið of mikla virðingu fyrir fólki hingað til og hef ákveðið að hætta því hér með. Fólk er fávitar upp til hópa. Ps. til að baktryggjamig: ég hef ekkert á móti Agli erkiengli, ehem (allavegana ekkert meira ámóti honum en hann á móti konum).

Að vissu leyti virði ég ákvörðun skemmtistaðareiganda um að meina karlmönnum sem ekki haga sér aðgang að staðnum. EN afhverju hefur engum dottið þetta í hug áður?!?!?!?! Jú vegna þess að íslenskir karlmenn líkt og skemmtistaðareigandinn sjálfur standa með bræðrum sínum þótt þeir hagi sér eins og hálfvitar og eyðileggi kvöld margra stúlkna og kvenna. Já ekki leyfa útlendingunum að vanvirða stelpurnar okkar segja þeir, við sjáum um það! Halelúja!

Samkvæmt rannsóknum
er ofantaliði allt mér og mínum líkum að kenna. Svo ég segi sorry! Eða hvað? Það er huggun harmi gegn að þrátt fyrir vísbendingar um annað er ég eftir allt ekker svo heimsk, samkvæmt rannsóknum sko.

Afhverju geta blöðin ekki sagt mér meira um karlmenn?! Er stórt typpi merki um tilfinningagreind karlmanna og stór eyru merki um langt líf? Hvað gefur vísbendingu um trygglyndi, typpastærð eða annað spennandi? Ég þarfnast meiri traustrar þekkingar um þetta mál! Mbl: þetta er áskorun!


Annars ætla ég að kljúfa mig frá tvíhyggjunni. Ég er hvorki kona né maður, né kona sem er maður, heldur mona. Ekki móna lísa samt.
Mér finnst Frida líka flottari en Mona, en ég óttast að hún sé ekki sátt við þetta!


Ég vil benda á eina af mörgum góðum greina BB snillings. quote frá Brissó: "frelsið er yndilegt, ég fer í vax eins og ég vilji það". end of quote. Amen Brissó! Ég brosi líka oft til fávita eins og ég hati þá ekki.

Ég skrifaði blogg um daginn sem ég frestaði birtingar. Enda var ég svo reið á þeim tímapunkti að enn ríkur úr wordskjalinu sem felur færsluna. Já Femínísk hryggð kemur oft aftanað manni...
Og ekki má kona missa skap sitt, það er kellingavæl eða dýrslegt brjálæði beint frá leginu (jafn ógeðslegt og tíðarblóð).

Shit verð að þjóta gleymdi mér smá!
Dagskráin er þétt...

Ein stór ást til ykkar sem ekki hatið konur ég elska ykkur!
Herra Helga

mánudagur, nóvember 19, 2007

Julehygge...?



Er ég sú eina sem er komin í lúmskt jólaskap?
Mæli með laginu Hátíðarskap með Borgardætrum ef einhver vill vera leynijólari...

//eög

fimmtudagur, nóvember 15, 2007

New views on gender

Fann áhugavert blað á netinu... hér er inngangspistillinn og slóðin...
//eög
------
Dear Readers,
We wander through life rarely questioning the reality in which we live. We breathe the air we breathe to survive and adhere to arbitrary traffic codes to avoid getting in an accident or breaking the law. Most people take their reality for granted because it is simply the environment they’ve grown accustomed to. However, when you question the status quo, you begin to realize that truth and reality are both relative concepts subject to change and rebuttal. Gender is a concept that shakes the foundation of what we know to be true because it is, in fact, a social construct. Sex is a biological determiner of reproductive capacity, but gender is a set of stereotypes that have come to be associated with a person possessing certain sex organs. The distinction between sex and gender is rarely made in a colloquial context. These two concepts have been blurred to mean virtually the same thing. In effect, it divides society into two groups; one having power over the other. In addition, both sex and gender ignore the reality that a dichotomous division, male and female, leaves individuals who do not identify characteristically with their own sex or those who do not, biologically, fall into distinctly male or female categorizations, outside of the contrived proverbial box. Consequently, gender becomes synonymous with sex and sexual stereotypes are codified.

My vision for this journal is one of definition. It is necessary for people to understand gender beyond male and female because it is much more pervasive than those simple connotations. It is ubiquitous to the highest degree because it affects all facets of human life. One must understand gender to understand politics, economics, religion, culture, and society in the broadest sense. Gender not only affects women and those of the gay/lesbian/transgender/bisexual community, those perceived as having less power, but also affects the larger power structure at work...patriarchy. The following pieces in this journal question and redefine gender. They do so in a variety of ways; some by simply highlighting the inequities between men and women, others by deconstructing the system.

Today, in a country that waves freedom and equality as its banner, we live in a world much different from these ideals. Women, children, and individuals from underprivileged backgrounds, specifically minority groups, are at the mercy of merciless institutions. Patriarchy profits on unpaid and underpaid labor, it writes laws in a legislature that does not represent most people, it creates a history void of diversity and ignorant of wrongdoing, it constructs a reality in which women’s subordination is the rule rather than the exception. Further, religious fundamentalism, Christian and Muslim alike, is sweeping the world and diminishing women’s power to control their bodies and livelihood. This is a time that gender should be recognized for what it is...a tool. A tool used to keep the current power structure in place. It is increasingly vital for individuals to have an awareness of his or her role in the larger system, though it is a process that requires an open mind. I hope that the following works will provide a framework to begin the journey.

Sincerely,
Aryn Schounce
Senior Editor

http://www.iusb.edu/~wmns/NewViews.pdf

mánudagur, nóvember 12, 2007

Hvað eigum við að gera við Afríku?

laugardagur, nóvember 10, 2007

Er Mugison með piku?

I gær heldu þrjar stulkur ut a lifið saman eftir langa og stranga vinnuviku. Nokkur ovissa rikti um hvaða stað ætti að velja en af einhverjum orsökum römbuðu þær inna Hresso. Það var upplifun. Þegar inn var komið dundi trubardorstonlist i eyrum svo næstum blæddi. Stulkurnar hrökluðust inn a innsta borðið og settust þar hraktar mjög. Þær voru vart bunar að jafna sig þegar þær toku eftir undarlegum rauðklæddum verum sem liðuðust um staðinn. Þegar augu voru pirð og skynfæri samhæfð kom i ljos að um var að ræða all herfilega lettklæddar "jolastulkur" sem gengu beina og buðu nyja jolabjorinn fra Vifilfelli gestum að kostnaðarlausu. Eg myndi segja að jolahufu hafi verið efnismesta flikin sem þær baru. Kjollinn var baklaus með öllu og naði vart niður fyrir litt þroskaðan snipinn (ekki er vist að þær hafi verið bunar að uppgötva hann fyllilega sökum ungs aldurs). Svo voru þær i haum hælum (mjög haum) og sokkabuxum og rauðum sokkum sem dregnir voru langleiðina upp a læri. Við urðum vitni (þvi miður) að þvi þegar að ein þeirra missti rauðu sokkana og beygði sig vitanlega til að laga þa, þa kom i ljos að hun var eigi i nærbrok.....
Ofangreind lysing væri nog til að hryggja marga, bæði feminista og aðra sem þjast af rettlætiskennd en sagan er ekki öll. Þegar okkur hafði verið misboðið i nokkurn tima og hafnað boðum jolastulknanna um jolabjor akvaðum við að hörfa af þessum hryggðarstað. A leiðinni ut saum við hvar einni jolastulkunni hafði verið stillt uppa sulu eina og stoðu nokkrir karlmenn umhverfis hana og hvöttu hana (nu eða kannski voru þeir að reyna na sambandi við slökkviliðið til að na henni niður....). Mer hefur sjaldan liðið eins illa.
Erum við ekki að grinast með markaðsherferð eða er þetta leið Vifilfells til að oska okkur öllum gleðilegra jola....? Jah, eg komst allavega i mikið jolaskap enda þarna a ferð skemmtileg utfærsla a kærleiksboðskap jolanna! Hvað er jolalegra en ungar stulkur klæddar i oþægilegan drusluklæðnar (afmyndun a buningi jolasveinsins, sem a einmitt að vera persona til handa börnum) dreifandi okeypis bjor (liklega sjalfar of ungar til að kaupa hann)? Þessi viðurstyggilegi bjor (sem gæti alveg bragðast agætlega) mun aldrei fara inn fyrir minar undursamlegu varir!!

Eg er nokkuð viss um að ahugsamir geti farið a heimasiðu staðarins, hresso.is og seð myndir af herlegheitunum.
goðar stundir,
valdis björt

fimmtudagur, nóvember 01, 2007

Latneskar kjarnakonur -framhaldssaga

Síðastliðinn sunnudag urðu þáttaskil í sögu Argentínu þegar að fyrsta konan var kosin til Bleika Hússins (Casa Rosada) eða forsetahallarinnar í Buenos Aires. Isabel Peron gegndi forsetaembættinu á árunum 1974-1976, en hún var ekki lýðræðislega kosin heldur tók við eftir lát eiginmanns síns, Juan Peron. Nýkjörinn forseti, Christina Fernandez de Kirchner er einmitt eiginkona starfandi forseta, Nestor Kirchner, og koma þau bæði úr flokki Juan Peron og teljast til peronista.
Framan af var Kirchner sjálfur í framboði til endurkjörs en í júlí síðastliðinn tilkynnti hann fráhvarf sitt og framboð Fernandez. Engin sérstök ástæða var gefin fyrir þessum skiptum og margir velta henni fyrir sér. Sumir telja að Kirchner muni bjóða sig aftur fram að loknu fjagra ára kjörtímabili Fernandez og með þeim hætti framlengja valdatíð fjölskyldunnar.

Helstu kosningamálin sneru að hagkerfinu og skilvirkni þess auk síhækkandi glæpatíðni í landinu. Kosningabarátta Fernandez einkenndist hinsvegar, að mati margra, af ákveðnu baráttuleysi og var einna helst háð með ferðalögum á erlendri grund og myndatöku með erlendum þjóðarleiðtogum. Hún neitaði að taka þátt í kappræðum við andstæðinga sína og nýtti sér fjölmiðla afar lítið til að kynna málefni sín. Stefna hennar virtist einkennast af því að stjórna landinu í anda eiginmanns síns. En Fernandez er langt frá því að vera fædd í gær. Hún er 54 ára, tveggja barna móður sem kemur úr miðstéttarfjölskyldu. Hún er menntaður lögfræðingur og starfandi þingmaður (senator) fyrir hið valdamikla hérað Buenos Aires.

Í hugum margra er kosning Fernandez staðfesting á velgengni Kirchner í embætti og löngun eftir svipuðum stjórnarháttum. Nestor Kirchner tókst, ásamt öðrum, að rétta Argentínu við eftir mikla efnahagslega krísu í kjölfar nýfrjálshyggju-umbóta kapítalista á 10. áratugnum er skyldu landið eftir umvafið verðbólgu og meðfylgjandi atvinnuleysi og almennu vonleysi. Hann jók efnhaginn um helming og minnkaði atvinnuleysið sömuleiðis um helming.

Fernandez tekur við embætti þann 10. desember næstkomandi. Hennar helstu áskoranir í starfi snúa að verðbólgu, almennum orkuskorti og fyrrnefndri glæpatíðni, auk mikils atvinnuleysis og útbreiddar fátæktar sökum undanfarinnar krísu. Hún hefur einnig verið innt eftir svörum varðandi tengsl Argentínu annars vegar við Hugo Chavez (Venesúela-forseta) og stjórnvöld í Washington hinsvegar. Kirchner naut mikils stuðnings af Chavez og olíuauð Venesúela í skuldabaráttu sinni en samskipti Chavez og Washington hafa verið stirrð frá lýðræðislegri kosningu þess fyrrnefnda. Um utanríkisstefnu sína segir Fernandez að hún ráði engu um hverjir séu vinir vina sinna, einungis hverja hún álítur sína vini. Hún telur mikilvægt að virða fullveldi hvers ríkis í þessu samhengi og sér engin vandkvæði við að samhæfa samskipti við báða aðila í tilraun sinni til að koma Argentínu aftur inn á kortið.

Hún er talin hálfgerður krossfari í baráttu sinni gegn spillingu og líkleg til að halda þeirri baráttu áfram í embætti til dæmis með því að tryggja að dómstólar séu með öllu algjörlega sjálfstæðir og faglegir. Þetta er nauðsynlegt til þess að hægt sé að gera upp fortíðina, sérstaklega einræðistímabilið 1976-1983. Fernandez hefur lofað að það uppgjör muni einkennast af "sannleika, minningum og réttlæti" og bætir við að hún teljist til þeirrar kynslóðar sem aldist upp án þess að mega tjá sig óhikað og hún skilji því mikilvægi tjáningarfrelsis.

Strax eftir að úrslit urðu ljós lét Fernandez hafa eftir sér að hún fyndi til mikillar ábyrgðar gagnvart kynsystrum sínum í embætti. Samkvæmt henni geta konur komið með margt nýtt inn í stjórnmál þar sem þær hafa svo greiðan aðgang að bæði innri og ytri sviðum þjóðfélagsins.

Vegna menntunar sinnar og stöðu hefur þeim hjónum verið líkt við Hillary Clinton og Bill Clinton. Hún vísar þeim samanburði og sömuleiðis því að hún sé arftaki Evu Peron, á bug og lýsir því yfir að "ekkert sé betra en að vera maður sjálfur".

Ég tel að kosning hennar sé tilefni til að skála og hlakka til að fylgjast með kellu í starfi.

kv
valdís björt

ps.
Þegar ég "googlaði" Fernandez komu upp tvær mjög áhugaverðar fyrirsagnir:
"Ist Christina Fernandez die Paris Hilton der Politik?"
og
"Sexy President Christina Fernandez Victorious in Argentina"
hmmmm.....merkilegt!