Forseti Ísraels neitar að víkja
Moshe Katsav, forseti Ísraels, hefur neitað að segja af sér, meðan saksóknarar skoða hvort eigi að leggja fram ákærur á hendur honum um nauðganir og kynferðislega áreitni.
Lögreglan segir að gögn bendi til þess að Katsav hafi nauðgað og áreitt fjölda starfskvenna sinna, bæði eftir að hann var kjörinn forseti og í embættum sem hann gegndi áður.
Katsav hefur neitað öllum sakargiftum. Hann segist munu sitja út kjörtímabil sitt, nema formleg ákæra verði lögð fram.
OG ÞESSI LÍKA EN KVENFYRIRLITNING Á SÉR LANGA SÖGU INNAN KSÍ, ÞEKKI ÞAÐ ÞVÍ MIÐUR AF EIGIN REYNSLU!!!!
Strákarnir í landsliðinu fá greitt en stelpurnar greiða með sér
Himinn og haf eru á milli þeirra greiðslna sem landsliðsmenn karla og kvenna í knattspyrnu fá frá KSÍ. Á meðan laun landsliðskarlanna hækka fá konurnar tæpar níu þúsund krónur á landsliðsverkefni og ekki krónu fyrir heimaleiki þótt vinnutapið sé það sama
Kvennaknattspyrnan á langt í land á Íslandi. Það eru fá góð lið í íslensku deildinni, áhorfendur á leikjum eru ekki margir og yfir höfuð virðist ekki vera mikil virðing borinn fyrir íslensku knattspyrnustúlkunum eins og mátti til að mynda sjá á umgjörð fyrsta leik Íslandsmeistara Vals í sumar.
Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, hefur stært sig af því að hafa rétt hlut íslenskra knattspyrnukvenna með því að jafna verðlaunaféð í efstu deildum karla og kvenna meðal annars.
Svo virðist sem viðleitnin til jafnréttis nái ekki lengra hjá knattspyrnuforystunni því munurinn á þeim greiðslum sem landsliðsmenn karla og kvenna fá frá KSÍ er hreint sláandi og það á tímum þar sem KSÍ græðir milljónir á ári hverju. Hagnaðurinn fyrir rekstarárið 2005 var 27 milljónir króna. Eigið fé KSÍ var í árslok sama árs 197,4 milljónir króna.
Strákarnir fá bónus
Leikmenn A-landsliðs karla fá allir greidda dagpeninga sem er eingreiðsla fyrir hvern leik. Hún er 40 þúsund krónur en oftar en ekki spilar landsliðið tvo leiki í röð og þá fær hver leikmaður greiddar 80 þúsund krónur í dagpeninga. Liðið er venjulega saman í 3-4 daga í hverju verkefni.
Karlalandsliðið er einnig með árangurstengd laun sem eru að fara í 40-50 þúsund krónur á stigið í núverandi undankeppni en samningar eru í gangi á milli leikmanna og KSÍ.
Sigurleikur mun því gefa hverjum landsliðsmanni 120 eða 150 þúsund krónur í vasann samkvæmt nýju samningunum þar sem þrjú stig fást fyrir sigur. Liðið hefur verið að fá um 100 þúsund krónur fyrir sigur til þessa. Þessi árangurstengdu laun eru greidd út í lok hverrar keppni. Ekki eru greiddir bónusar fyrir vináttulandsleiki.
Bara dagpeningar erlendis
Leikmenn A-landsliðs kvenna bera mjög skarðan hlut frá borði í samanburði við strákana. Þær fá, líkt og strákarnir, greidda dagpeninga fyrir hvert verkefni en eingöngu þó fyrir leiki á erlendri grundu. Dagpeningar kvennalandsliðsins í Portúgal á dögunum var 100 evrur eða 8.700 kr. Liðið var úti í fjóra daga sem gerir 2.175 kr. á dag.
Það var óvenju há upphæð þar sem stelpurnar fá venjulega ekki meira en 7.000 kr. fyrir verkefnið. Annars er misjafnt hvað stelpurnar fá en mest hafa þær fengið 15.000 krónur fyrir verkefni. Engir dagpeningar eru greiddir fyrir vináttulandsleiki.
Eins og áður segir greiðir KSÍ stelpunum ekki krónu fyrir heimaleikina en vinnutap stúlknanna í heimaleikjum er það sama enda gista þær á hóteli dagana fyrir leikinn, æfa alla daga og geta því ekki stundað vinnu.
Mikið vinnu- og sumarleyfistap
Flestir leikmenn íslenska kvennalandsliðsins spila hér heima en því er öfugt farið með karlaliðið, þar eru flestir leikmenn atvinnumenn.
Strákarnir sem spila hér heima þurfa venjulega að taka sumarleyfisdaga þegar þeir fara í verkefni með landsliðinu og því koma þessar greiðslur upp í vinnutapið.
Stelpurnar þurfa að gera það sama en munurinn er sá að þær fá engar bætur fyrir vinnutapið og standa oft eftir með fáa sumarleyfisdaga. Þess má síðan geta að leikmenn kvennalandsliðsins fengu engar greiðslur fyrir þátttöku sína í landsliðinu fyrr en rétt fyrir aldamótin síðustu.
Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri KSÍ, staðfesti í samtali við Fréttablaðið að bæði karla- og kvennaliðið fengju greidda dagpeninga sem og að kvennaliðið fengi engar árangurstengdar greiðslur. Geir vildi ekki gefa upp hversu háar þessar greiðslur væru.
Þetta eru sáralitlar greiðslur. Upphæð greiðslnanna eru trúnaðarmál en ég get þó sagt að þetta eru ekki háar greiðslur. Það er fyrst og fremst sjálfboðavinna að spila fyrir landsliðið, sagði Geir við Fréttablaðið.
Engin samninganefnd hjá konunum
Þar sem ekki var hægt að fá þessar tölur frá KSÍ hafði Fréttablaðið samband við reynda leikmenn landsliðanna sem sáu enga ástæðu til að halda tölunum leyndum.
Konurnar sögðust vera mjög óánægðar með sitt en viðurkenndu að hafa ekkert gert til þess að rétta sinn hlut. Karlarnir töldu greiðslurnar eðlilegar enda kæmu þær á móti vinnutapi sem og sumarleyfisdögum sem væri fórnað fyrir landsliðið. Þeir græddu samt ekki á að vera í landsliðinu.
Það er einnig áhugavert að karlalandsliðið er með samninganefnd sem í sitja meðal annars Hermann Hreiðarsson og Jóhannes Karl Guðjónsson. Engin slík nefnd er hjá kvennalandsliðinu.
Þessi ótrúlegi munur á greiðslum til karla og kvenna sést einna best ef við setjum upp einfalt dæmi:
Það er oft svo að landsliðin spila tvo leiki í röð. Segjum að bæði karla- og kvennaliðið vinni báða sína leiki.
Karlarnir labba þá heim með 380 þúsund krónur í vasanum en konurnar geta í besta falli fengið um 17 þúsund krónur, miðað við síðustu greiðslu, og þá yrðu báðir leikir kvennalandsliðsins að vera á útivelli. Annars fengju þær bara um 8.000 kr.
Hvernig væri nú að fara bara yfir þessi mál varðandi kvenna- og karlaboltann í eitt skipti fyrir öll og leiðrétta allt saman í einu....? Og helst bara í sem flestum íþróttum..þetta á náttúrulega bara að vera staðlað!!!
kv,
valdístilfólksins