Spælingar: október 2006

þriðjudagur, október 31, 2006

Píkur

Hendi hér inn nokkrum linkum:
Fallegt skraut
Tillaga að hrekkjavökubúningi
og jafnvel enn betri útfærsla af sömu hugmynd hér
og enn meira um píkur hér.

Held það sé komið nóg.
Sjáumst,
Helga

Spurning

...hef velt þessu nokkrum sinnum fyrir mér...
Hver hengdi upp öll leggöngin yfir bankastræti?
Fallegir fánar sem blöktu látlaust yfir okkur í nokkrar vikur (held ég) og blakta jafnvel enn?
Ég veit ekkert um þetta?! Hvaðan komu allar píkurnar?
Það merkilega er að ég var í sífellu að benda fólki á þetta og enginn hafði tekið eftir...

Hér er Olympíu völlurinn í kína fyrir 2008


hahahahahaha ætlaði að setja mynd af leggöngum hér með (í takt við píkumyndir Elínar Aspar hér áður) og fletti leggöng upp á google images. Getið hvað kom upp! nú auðvitað mynda af typpi! hahahaha! ... en engin leggöng

Næst kemur færsla um píkur því maður finnur ótrúlegustu hluti á netinu sé slegið inn lietarorðið vagina

mánudagur, október 30, 2006

List og piss/pissulist...?



Vegna pissugjörnings í Listaháskólanum sem að sögn hneykslaði enga nemendur heldur var tjáning...
Hvers vegna eru kúkur og piss svona vinsæl hjá nútímalistamönnum?

//eög

p.s. Myndina gerði Erika Fortner

fleiri fréttir

ar að horfa á frétt NFS um nauðgunartilraunina á Viktor um helgina.
Þetta er alveg hræðilegt! En ég ætla ekki að fjalla um það hér heldur fréttina. Það var rosalega mikið einblínt á eiginmann konunnar og áverka hans, en lítið talað um konuna. Tók einhver annar eftir þessu eða er ég orðin paranoid? kannsi...
En hugsið ykkur þessir kallar sem króguðu konuna inni á klósti til að raðnauðga henni og börðu eignmann hennar til óbóta fóru í yfirheyrslur og voru svo sendir heim. Eru þetta ekki hættulegir menn? ég ekki skilja.
Hafa konur og menn skoðað prófkjörin með kynjagleraugum? mjög áhugavert... ætli það verði ekki bara enn færri konur á þingi næsta kjörtímabil...

Helga
sem á að vera að læra en kemur sér ekki að verki

tvær skemmtilegar fréttir


Forseti Ísraels neitar að víkja
Moshe Katsav, forseti Ísraels, hefur neitað að segja af sér, meðan saksóknarar skoða hvort eigi að leggja fram ákærur á hendur honum um nauðganir og kynferðislega áreitni.

Lögreglan segir að gögn bendi til þess að Katsav hafi nauðgað og áreitt fjölda starfskvenna sinna, bæði eftir að hann var kjörinn forseti og í embættum sem hann gegndi áður.

Katsav hefur neitað öllum sakargiftum. Hann segist munu sitja út kjörtímabil sitt, nema formleg ákæra verði lögð fram.

OG ÞESSI LÍKA EN KVENFYRIRLITNING Á SÉR LANGA SÖGU INNAN KSÍ, ÞEKKI ÞAÐ ÞVÍ MIÐUR AF EIGIN REYNSLU!!!!



Strákarnir í landsliðinu fá greitt en stelpurnar greiða með sér
Himinn og haf eru á milli þeirra greiðslna sem landsliðsmenn karla og kvenna í knattspyrnu fá frá KSÍ. Á meðan laun landsliðskarlanna hækka fá konurnar tæpar níu þúsund krónur á landsliðsverkefni og ekki krónu fyrir heimaleiki þótt vinnutapið sé það sama

Kvennaknattspyrnan á langt í land á Íslandi. Það eru fá góð lið í íslensku deildinni, áhorfendur á leikjum eru ekki margir og yfir höfuð virðist ekki vera mikil virðing borinn fyrir íslensku knattspyrnustúlkunum eins og mátti til að mynda sjá á umgjörð fyrsta leik Íslandsmeistara Vals í sumar.
Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, hefur stært sig af því að hafa rétt hlut íslenskra knattspyrnukvenna með því að jafna verðlaunaféð í efstu deildum karla og kvenna meðal annars.

Svo virðist sem viðleitnin til jafnréttis nái ekki lengra hjá knattspyrnuforystunni því munurinn á þeim greiðslum sem landsliðsmenn karla og kvenna fá frá KSÍ er hreint sláandi og það á tímum þar sem KSÍ græðir milljónir á ári hverju. Hagnaðurinn fyrir rekstarárið 2005 var 27 milljónir króna. Eigið fé KSÍ var í árslok sama árs 197,4 milljónir króna.

Strákarnir fá bónus

Leikmenn A-landsliðs karla fá allir greidda dagpeninga sem er eingreiðsla fyrir hvern leik. Hún er 40 þúsund krónur en oftar en ekki spilar landsliðið tvo leiki í röð og þá fær hver leikmaður greiddar 80 þúsund krónur í dagpeninga. Liðið er venjulega saman í 3-4 daga í hverju verkefni.
Karlalandsliðið er einnig með árangurstengd laun sem eru að fara í 40-50 þúsund krónur á stigið í núverandi undankeppni en samningar eru í gangi á milli leikmanna og KSÍ.

Sigurleikur mun því gefa hverjum landsliðsmanni 120 eða 150 þúsund krónur í vasann samkvæmt nýju samningunum þar sem þrjú stig fást fyrir sigur. Liðið hefur verið að fá um 100 þúsund krónur fyrir sigur til þessa. Þessi árangurstengdu laun eru greidd út í lok hverrar keppni. Ekki eru greiddir bónusar fyrir vináttulandsleiki.

Bara dagpeningar erlendis

Leikmenn A-landsliðs kvenna bera mjög skarðan hlut frá borði í samanburði við strákana. Þær fá, líkt og strákarnir, greidda dagpeninga fyrir hvert verkefni en eingöngu þó fyrir leiki á erlendri grundu. Dagpeningar kvennalandsliðsins í Portúgal á dögunum var 100 evrur eða 8.700 kr. Liðið var úti í fjóra daga sem gerir 2.175 kr. á dag.

Það var óvenju há upphæð þar sem stelpurnar fá venjulega ekki meira en 7.000 kr. fyrir verkefnið. Annars er misjafnt hvað stelpurnar fá en mest hafa þær fengið 15.000 krónur fyrir verkefni. Engir dagpeningar eru greiddir fyrir vináttulandsleiki.

Eins og áður segir greiðir KSÍ stelpunum ekki krónu fyrir heimaleikina en vinnutap stúlknanna í heimaleikjum er það sama enda gista þær á hóteli dagana fyrir leikinn, æfa alla daga og geta því ekki stundað vinnu.

Mikið vinnu- og sumarleyfistap

Flestir leikmenn íslenska kvennalandsliðsins spila hér heima en því er öfugt farið með karlaliðið, þar eru flestir leikmenn atvinnumenn.
Strákarnir sem spila hér heima þurfa venjulega að taka sumarleyfisdaga þegar þeir fara í verkefni með landsliðinu og því koma þessar greiðslur upp í vinnutapið.

Stelpurnar þurfa að gera það sama en munurinn er sá að þær fá engar bætur fyrir vinnutapið og standa oft eftir með fáa sumarleyfisdaga. Þess má síðan geta að leikmenn kvennalandsliðsins fengu engar greiðslur fyrir þátttöku sína í landsliðinu fyrr en rétt fyrir aldamótin síðustu.
Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri KSÍ, staðfesti í samtali við Fréttablaðið að bæði karla- og kvennaliðið fengju greidda dagpeninga sem og að kvennaliðið fengi engar árangurstengdar greiðslur. Geir vildi ekki gefa upp hversu háar þessar greiðslur væru.

Þetta eru sáralitlar greiðslur. Upphæð greiðslnanna eru trúnaðarmál en ég get þó sagt að þetta eru ekki háar greiðslur. Það er fyrst og fremst sjálfboðavinna að spila fyrir landsliðið, sagði Geir við Fréttablaðið.

Engin samninganefnd hjá konunum

Þar sem ekki var hægt að fá þessar tölur frá KSÍ hafði Fréttablaðið samband við reynda leikmenn landsliðanna sem sáu enga ástæðu til að halda tölunum leyndum.
Konurnar sögðust vera mjög óánægðar með sitt en viðurkenndu að hafa ekkert gert til þess að rétta sinn hlut. Karlarnir töldu greiðslurnar eðlilegar enda kæmu þær á móti vinnutapi sem og sumarleyfisdögum sem væri fórnað fyrir landsliðið. Þeir græddu samt ekki á að vera í landsliðinu.
Það er einnig áhugavert að karlalandsliðið er með samninganefnd sem í sitja meðal annars Hermann Hreiðarsson og Jóhannes Karl Guðjónsson. Engin slík nefnd er hjá kvennalandsliðinu.

Þessi ótrúlegi munur á greiðslum til karla og kvenna sést einna best ef við setjum upp einfalt dæmi:
Það er oft svo að landsliðin spila tvo leiki í röð. Segjum að bæði karla- og kvennaliðið vinni báða sína leiki.
Karlarnir labba þá heim með 380 þúsund krónur í vasanum en konurnar geta í besta falli fengið um 17 þúsund krónur, miðað við síðustu greiðslu, og þá yrðu báðir leikir kvennalandsliðsins að vera á útivelli. Annars fengju þær bara um 8.000 kr.

Hvernig væri nú að fara bara yfir þessi mál varðandi kvenna- og karlaboltann í eitt skipti fyrir öll og leiðrétta allt saman í einu....? Og helst bara í sem flestum íþróttum..þetta á náttúrulega bara að vera staðlað!!!

kv,
valdístilfólksins
mæli eindregið með þessar síðu:

www.stadalryni.blogspot.com


kv,
valdístilfólksins

ps.mæli svo með því að fólk hópist niður í bæ og mótmæli þessum nauðgunum sem þar hafa verið gerðar síðustu vikur!!!! Gæti hugsast að með því að sýna hversu reið við eru yfir þessu öllu saman að gaurarnir yrðu hræddir. Helst myndi ég vilja sjá reiða karlmenn mótmæla þessum viðbjóði!! Svo ég skora á alla karlmenn sem þetta blogg lesa að mótmæla þessum hrottum með einum eða öðrum hætti og sýna mér þannig að þeim sé ekki sama!!!

föstudagur, október 27, 2006

tom cruise í sautján

Esjan er orðin hvít og kynköld....

og í dag fór ég á fyrirlestur þar sem fram kom að þau sem vilja starfa í versluninni 17 eða öðrum verslunum í eigu sama fyrirtækis þurfa að skrifa undir samnings þess efnis að fyrirtækinu leyfist að taka úr þeim lífsýni til rannsóknar hvenær sem þeim hentar....!!!

Ég er eiginlega ennþá í sjokki!! Minnir mig á einhverja lélega SiFi mynd með Tom Cruise!!

Ekki nóg með það að kona sé beðin um að gefa upp kennitölu við hin ýmsu tilefni, til dæmis við kaup á bíómiða, heldur krefst fyrirfólk samfélagsins þess að eiga hluta af mér inn á skrifstofum sínum svo þau geti gert meira en bara glápt á það hversu hallærislega ég lít út. Nú geta þau einnig fylgst með mínu innra hallæri!!

..ekki það að ég sé að leita eftir starfi hjá "auðvaldinu"..:)

kv,
valdístilfólksins

Til stuðnings Amnesty International fordæmi ég hér með allar tilraunir til skerðingar tjáningarfrelsis, hvort sem er í ræðu eða riti, í blöðum, bókum eða bloggum!!!!!!!!!!!!!!!!!

Nú fer í hönd ráðstefna Sameinuðu þjóðanna þar sem rætt verður um framtíð netsins og á sama tíma er Amnesty með herferð til að hvetja alla bloggara til að sýna stuðning við tjáningarfrelsi í verki. Dæmi eru um að bloggarar hafi verið fangelsaðir fyrir það eitt að segja skoðun sína. Eins og gerst hefur í Íran og víðar.
Sjá: http://www.mbl.is/mm/frettir/erlent/frett.html?nid=1231076

Valdís, það væri gaman að heyra frá þér um bókina sem þú last um íranska bloggmenningu..... ;)

//eög

fimmtudagur, október 26, 2006

Haust-spæling


Á síðu einni sá ég að vitnað var til Spælinga sem "þjóðfélagsins í nærmynd." Það sjokkeraði mig en um leið fylltist ég óttalegu stolti fyri hönd síðunnar eins og vill gerast er hrós berst til eyrna. Hvað um það. Ákvað að reyna að koma með eitthvað sem gæti kallast oggulítill hluti dansks samfélags í nærmynd...

Þegar fólk kemur til náms eða vinnu í öðru landi er ekki gefið að það tali þá tungu sem í komulandinu hljómar. Þrátt fyrir það verður fólk að standa sig, vinna og læra, lesa og fræðast. Það er oftar en ekki hægara sagt en gert. Líklegt er að viðkomandi nýliði í samfélaginu hiksti og hökkti þegar að tjáning á nýju tungumáli kemur. Þá er mikilvægt fyrir þá sem málið kunna og þykir nýliðinn illskiljanlegur, að sýna þolinmæði og umburðarlyndi. Ekki hefur enn heyrst af máli sem manneskja yfir tvítugt getur lært á einum degi (íslenskunemar leiðréttið ef þið hafið upplýsingar sem gefa það til kynna). Ef nýliða er aftur á móti sýndur skætingur og grín gert að ófullkominni þvoglumælgi og óþarfri skýrmælgi, er það til þess eins og brjóta niður sjálfstraust nýliðans sem þá verður hræddari við að tjá sig. Ef eitthvað er verður þetta til þess að nýliðinn fyllist gremju í garð tjáningarforskots sem hinir innvöldu hafa.

Þegar háskólanemar sem áhuga hafa á samfélaginu og mannfólki, sýna óþolinmæði og umburðarleysi í garð nýliða sem þó hefur fengið kennslu í málþvoglunni, hvernig eru þá viðhorf þeirra gagnvart þeim sem enga kennslu hafa fengið, eru öðruvísi klædd og líta allt öðruvísi út?

Tja, kona spyr sig.
//eög

miðvikudagur, október 25, 2006


hver man eftir þessum, rétt upp hendi og kommentið?!!

ef maður væri nú bara svona rétt rúmum 8 árum yngri...

kv,
valdístilfólksins

laugardagur, október 14, 2006

Í kjölfar Road to Guantanamo...



Já mér finns Banksy algjör snillingur... og ég er enn að hugsa um myndina Hún er alveg ótrúleg. Rétt eftir hana hugsaði ég mest um innihaldið og þann veruleika sem hún fjallar um. En eftir á hef ég verið að hugsa um hversu ótrúlega vel hún er gerð. Það er ekki auðvelt að fjalla um efni á borð við þetta og þarna finnst mér það takast snilldarlega. Mæli semsagt með henni.

En aftur að Bansky... þetta finnst mér snilld! hahaha :) Paris what are you for? why are you famous? hahaha!




helga

föstudagur, október 13, 2006

Brennum sögubækur!

...nóg um persónuleg veikindi mín...

Eftir stjórnmálaskólann góða með henni Valdísi síðustu helgi hef ég fyllst meiri og meiri reiði í garð skólabókanna minna í menntaskóla og líka grunnskóla...
Þá er ég aðallega að tala um sögubækur sko. Og sésrstaklega eina sérstakleg aleiðinlega sögubók sem ég man ekki hvað heitir og finn ekki. (Elskaði hana víst ekki svo mikið þá heldur.) Þetta er kennslubók í sögu íslands sem fjallar einungis um veruleika karlamnna fyrir utan sérstakann kellingakafla þar sem er aðeins sagt frá því að jú konur fengu kosningarétta þarna inná milli og eithvað. Varla minns á Ingibjörgu H. Bjarnason og fleiri. Ef einhver á þessa helv.. bók vildi ég gjarnan fá hana lánaða til að staðfesta grun minn áður en reiðin breytist í hatur.
heh ejábbs ein bitur...

og að öðru... alltaf er þaggaði niðrí fólki sem reynir að benda á vandamál og mistök: http://www.mbl.is/mm/frettir/erlent/frett.html?nid=1228487

veik


Í veikindum fattar maður hvað það er fáránlega frábært að vera frískur og geta gert flest það sem manni dettur í hug. Þá er letin stærsti vandinn hahah leti!...
Í veikindum hefur maður fátt annað að gera enn að hugsa um allt það sem maður gæti veirð að gera og vá vissi ekki að það væri svona margt ofur spennandi sem ég gæti verið að gera alla daga!
Já sífell veikindi eru óþolandi maður er rétt að ná sér á strik og á búmmm! bullandi hiti og ógeð. Eins og til að segja haha hvað helduru að þú sért! Ég held ég hreinlega verði að hætta í þessari yndislegu vinnu minni heilsunnar vegna.

Helga

mánudagur, október 09, 2006

Bra bra


...lestur á þurrum og oftar en ekki leiðinlegum skýrslum getur valdið heiladoða svo það vakti einskæra gleði þegar ég sá fyrir mér ofangreinda mynd eftir lestur þessarar setningar:

"Í samþættingu kynja- og jafnréttissjónarmiða felst að endur skipuleggja, bæta, þróa
og leggja mat á stefnumótunarferli..."

MOUAHAHAHAHAHAHAHAHA!!!!

//eög

p.s. Guðrún, þetta minnir á endurskoðanda myndina okkar ;)

sunnudagur, október 08, 2006



Arabíska er fallegt tungumál. Þó hefur það mjög svo sérkennileg orð innan stafrófs síns og er það nemendum sem læra vilja málið oftar en ekki fjötur um fót. Kokhljóð og vælandi æ eru meðal þeirra hljóða. Málfræðin getur einnig verið snúin. Viðskeyti og forskeyti við nafnorð, lýsingarorð eða sagnir teljast til snúnari hluta. Í það minnsta fyrir byrjendur. Því er oft spurt: hversu langan tíma tekur það fyrir manneskju alls ókunna arabísku að ná fullkomnu valdi á málinu?

Ég óska eftir svörum.

//eög

p.s. hlustaði á forseta Palestínsku heimastjórnarinnar segja eitthvað á arabísku um daginn og JEMINN OG JEDDÚDDA... þótt ég læri eitt og annað þá fallast mér stundum hendur. Hvenær mun ég skilja bofs í öðru en einföldustu barnabókmenntum? Ef ég næ því þá...

laugardagur, október 07, 2006

afruglari Oddnýjar Sturludóttur

Ég skellti mér í stjórnmálaskóla femínistafélagsins og get ekki sagt að ég sjái eftir því á nokkurn hátt. Boðið var upp á frábæra dagskrá, yfirfulla af snillingum og ég borgaði ekki krónu fyrir aðgang að þekkingarbrunnum þeirra, sem voru djúpir svo vægt til orða sé tekið!!

Ein pælingin sem hífð var upp úr þessum merkilegu brunnum var afruglari Oddnýjar Sturludóttur, stjórnmálakonu í Samfylkingunni. Afruglarinn á rætur sínar að rekja til þess hvernig komið er fram við stjórnmálakonur; að hverju þær eru spurðar og hvernig þeim er líst í fjölmiðlum, samanborið við karlmenn og hvernig þessi meðferð hefur áhrif á og smitar okkur hin.

Á skemmtilegan hátt snýr hún dæminu við og yfirfærir lýsingu á stjórnmálakonu á stjórnmálamann og útkoman er hlægileg, indeed!!:

„Dagur B. Eggertsson er glæsilegur ungur maður sem hefur ákveðið að gefa kost á sér í prófkjöri Samfylkingarinnar. Við mæltum okkur mót á kaffihúsi niðri í bæ og það gustar af honum þegar hann gengur inn á staðinn. Augnaráðið er sjarmerandi og hann brosir töfrandi til blaðamanns þegar hann heilsar. Við pöntum kaffi og hann kastar höfðinu til hliðar svo hárið feykist með, þarna fer greinilega maður sem veit af sínum kjörþokka. Hann ber sig vel og geislar af sjálfstrausti, hann minnir meira á kvikmyndastjörnu en pólitíkus. Eftir því sem líður á viðtalið kemur í ljós að þessi þokkafulli ungi maður hefur ýmislegt til málanna að leggja og hann er greinilega með bein í sínu fagra nefi. Hann er hvergi hræddur við að kasta sér út í pólitíska slag, þrátt fyrir að eiga tvö lítil börn."


Skiptir kyn máli?


Það er við hæfi að ég gefi upp heimasíðu Oddnýjar þaðan sem þessum spælingum er stolið: www.oddny.is

kv,
valdístilfólksins



Hver kannast ekki við þessa tilfinningu.....?

miðvikudagur, október 04, 2006

partei, partei, for my girlfriend audrey





ég ætla hér með að nýta mér aðstöðu mína og auglýsa partý nokkuð sem haldið verður að kjalarlandi 31, fossvogi, næstkomandi laugardag í tilefni af afmæli mínu 27. september. Ég afþakka gjafir með öllu en vil bara endilega sjá sem flesta!!!!

gleði og víma og gleðivíma munu einkenna kvöldið að ég vona og má fólk fara að láta sjá sig milli 21 og 22 og svo skríða dýrin venjulega inn um miðnætti (ha ha ha)

vonast til að sjá sem flesta!!

kv,
valdístilfólksins

ps. ding dong, já góðan daginn ég ætla að panta hjá þér pizzu!!

mánudagur, október 02, 2006


Hér með tilkynnist það að fyrsta sunnudags-og hvítvínsfilleríinu í Kaupmannahöfn er næstum því lokið. Valdís er ein eftir í stuði.

Takk fyrir.

p.s. málefnalegri færsla mun birtast á næstu dögum